Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

232. fundur 20. ágúst 2003
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 232 –20.08. 2003

 
 
Ár 2003, miðvikudaginn 20. ágúst, kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1000.
Mætt voru: Bjarni Jónsson, Bjarni Maronsson, Einar Einarsson, Ársæll Guðmundsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, áheyrnarfulltrúi.
 
DAGSKRÁ:
1.      Forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra kemur á fundinn.
2.      Málefni Höfða ehf.
3.      Ársþing SSNV - dagskrá.
4.      Ráðningarsamningur og starfslýsing tölvuumsjónarmanns.
5.      Trúnaðarmál.
6.      Heimild fyrir tryggingavíxli að upphæð kr. 9,5 milljónir vegna Íbúðalánasjóðs.
7.      Bréf, kynntar fundargerðir og annað.
a)        Bréf frá Umhverfisstofnun.
b)       Fundargerð 188. fundar Launanefnar sveitarfélaga.
 
AFGREIÐSLUR:
 
    1.   Forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra kemur á fundinn.
Þorsteinn Sæmundsson gerir grein fyrir starfsemi Náttúrustofu Norðurlands vestra. 
 
    2.   Málefni Höfða ehf..
Byggðarráð telur brýnt að fiskverkun hefjist aftur sem fyrst í húsakynnum Höfða ehf.
 
    3.   Ársþing SSNV - dagskrá.
Byggðarráð samþykkir að fela sviðsstjóra Fjölskyldu- og þjónustusviðs að kynna forvarnarverkefnið Vertu til og tilnefna fulltrúa fyrir hönd sveitarfélagsins á þing SSNV þar sem um verkefnið verður fjallað.
 
    4.   Ráðningarsamningur og starfslýsing tölvuumsjónarmanns.
Byggðarráð samþykkir samninginn.
 
    5.   Trúnaðarmál.
Frestað.
 
    6.   Heimild fyrir tryggingavíxli að upphæð kr. 9,5 milljónir vegna Íbúðalánasjóðs.
Byggðarráð samþykkir heimildina.
 
  7.  Bréf, kynntar fundargerðir og annað.
a)      Bréf frá Umhverfisstofnun.
b)      Fundargerð 188. fundar Launanefnar sveitarfélaga.
 
Fulltrúi Skagafjarðarlistans þakkar byggðarráði fyrir gott samstarf og þá fundi sem Skagafjarðarlistinn hefur setið í byggðarráði í sumar.
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.1230