Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

237. fundur 23. september 2003
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 237 – 23.09. 2003

_____________________________________________________________________________ 
 
 
Ár 2003, þriðjudaginn 23. september, kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1030.
Mættir voru: Gísli Gunnarsson, Bjarni Jónsson og Gunnar Bragi Sveinsson auk sveitarstjóra Ársæls Guðmundssonar.
 
Dagskrá:
1.                  Tillaga um ráðstöfun byggðakvóta fyrir Hofsós
2.                  Fasteignagjöld - gjaldskrá
3.                  Niðurfelling gjalda
4.                  Erindi fyrir fjárlaganefnd
5.                  Skýrsla INVEST um framtíð Steinsstaða
6.                  Bréf, kynntar fundargerðir og annað til kynningar
a.       Bréf frá Hermanni Birni Haraldssyni
b.      Bréf frá Norrænu ráðherranefndinni um vinabæjarsamskipti
c.       Erindi frá FSNV
 
AFGREIÐSLUR:
 
    1.    Lögð fram eftirfarandi tillaga að um byggðakvóta fyrir Hofsós:
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar leggur til við Byggðastofnun að byggðakvóta Hofsóss fyrir fiskveiðiárið 2003-2004 (114 þorskígildistonn) verði úthlutað til Kolku fiskvinnslu ehf.  Samkvæmt upplýsingum sem koma fram í umsókn Kolku ehf. mun fyrirtækið stofnað til að reka fiskvinnslu í því húsnæði sem Höfði ehf. hafði starfsemi sína í og fram hefur komið að allt það starfsfólk sem vann í Höfða fái vinnu í hinu nýja fiskvinnslufyrirtæki.  Jafnframt telur sveitarstjórn rétt að þessari úthlutun fylgi það ákvæði nú, að Kolka ehf. ráðstafi a.m.k. 20#PR kvótans á báta frá Hofsósi gegn því að þeir landi aflanum til vinnslu hjá hinu nýja fyrirtæki.
 
Byggðarráð samþykkir tillöguna.
 
    2.    Byggðarráð samþykkir að fasteignaskattur 2004 verði í A-flokki  0,43#PR og B-flokki 1, 58#PR á Sauðárkróki og 1,52#PR annarsstaðar í Skagafirði.
 
    3.    Sjá trúnaðarbók.
 
    4.    Viðræður við fjárlaganefnd Alþingis.  Farið yfir mál sem taka á upp við fjárlaganefndina.
 
    5.    Þessum lið frestað.
 
    6.    Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Bréf frá Hermanni Birni Haraldssyni til samgöngunefndar sveitarfélagsins, dags. 17.09. 2003
b)      Bréf frá Norrænu ráðherranefndinni, dags. 25.06. 2003
c)      Bréf frá Farskóla Norðurlands vestra, dags. 15.09. 2003 varðandi lokafund í starfsmenntaverkefninu “Learning Community”
 
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.1225