Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

239. fundur 14. október 2003
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 239 – 14.10. 2003

_____________________________________________________________________________ 
 
 
Ár 2003, þriðjudaginn 14. október, kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1000.
Mættir voru: Gísli Gunnarsson, Bjarni Jónsson og Gunnar Bragi Sveinsson auk sveitarstjóra Ársæls Guðmundssonar.
 
Dagskrá:
1.                  Málefni Haganesvíkur.  Trausti Sveinsson, Hermann Björn Haraldsson koma á fundinn auk formanns samgöngunefndar
2.                  Sorpurðunarmál
3.                  Málefni Eignasjóðs
a.       Jón Karlsson kemur á fundinn
b.      Tilboð í íbúðir
4.                  Samningur um kaup á 1,1 ha landi á Nöfum
5.                  Stjórn Skógræktarfélags Skagafjarðar kemur á fundinn
6.                  Samningur við  Lögmannsstofuna á Akureyri
7.                  Þjónustusamningur við Markaðsskrifstofu Ferðamála á Norðurlandi
8.                  Endurskoðuð fjárhagsáætlun ársins 2003
9.                  Bréf, kynntar fundargerðir og annað til kynningar
a.       Fundargerðir 17. og 18. fundar framkvæmdanefndar Landsmóts UMFÍ 2004
b.      Bréf frá Ungmennafélagi Íslands
c.       Bréf frá Hafnasambandi sveitarfélaga
d.      Bréf varðandi kattahald á Sauðárkróki
 
AFGREIÐSLUR:
 
    1.    Formaður samgöngunefndar, Brynjar Pálsson auk Trausta Sveinssonar og Hermanns Björns Haraldssonar komu á fundinn til viðræðu um málefni Haganesvíkurhafnar.
Byggðarráð samþykkir að fela samgöngunefnd að vinna frekar að málinu.
 
    2.    Lagt fram bréf frá verkefnisstjórn sveitarfélaganna Höfðahrepps, Blönduóssbæjar og Sveitarfélagsins Skagafjarðar, dagsett 6. október 2003 varðandi sameiginlegan sorpurðunarstað.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að áfram verði unnið að verkefninu.  Gunnar Bragi Sveinsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu þessa liðar.
 
    3.    Jón Karlsson, formaður stjórnar Húsnæðissamvinnufélags Skagafjarðar,  kom á fundinn ásamt Elsu Jónsdóttur, sviðstjóra Eignasjóðs.
a)      Jón kynnti hugmyndir Húsnæðissamvinnufélags Skagafjarðar um kaup á íbúðum af sveitarfélaginu.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið. 
b)      Elsa Jónsdóttir kynnti tilboð sem borist hafa í fasteignir og einnig innlausn íbúðar.
Byggðarráð samþykkir að taka tilboði í íbúð í Víðigrund 26 að upphæð kr. 5.200.000. Samþykkt að gera gagntilboð vegna Laugatúns 3 eh.
Byggðarráð samþykkir að innleysa íbúð í Víðigrund 8.
 
    4.    Lagður fram kaupsamningur á milli sveitarfélagsins og Ingimars Pálssonar, dagsettur 7. október 2003, þar sem Ingimar selur sveitarfélaginu 1,1 ha erfðafestuland á Nöfum (þjóðskrárnúmer 9999-0150) ásamt gripahúsum er þar standa á kr. 390.000.
Byggðarráð samþykkir samninginn.
 
    5.    Ragnheiður Guðmundsdóttir, Valgeir Bjarnason og  Laufey Haraldsdóttir úr stjórn Skóg-ræktarfélags Skagafjarðar ásamt Halldóri Steingrímssyni bónda í Brimnesi, komu og kynntu hugmyndir um skógrækt og endurheimt Brimnesskóga.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið.
 
    6.    Lagður fram samningur við Lögmannsstofuna ehf. á Akureyri um lögfræðiþjónustu fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess.
Byggðarráð samþykkir samninginn.  Gunnar Bragi Sveinsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu þessa liðar.
 
    7.    Lagður fram þjónustusamningur milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi.  Áskell Heiðar Ásgeirsson, sviðstjóri markaðs- og þróunarsviðs, kom á fundinn og kynnti samninginn.
Byggðarráð samþykkir samninginn til reynslu og hefur væntingar um góðan árangur vegna hans.  Kostnaður verður greiddur af málaflokki 13.
 
    8.    Endurskoðuð fjárhagsáætlun 2003 lögð fram til kynningar.
 
    9.    Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Fundargerðir 17. og 18. fundar framkvæmdanefndar Landsmóts UMFÍ 2004.
Afgreiðslu þessa liðar frestað.
b)      Bréf frá Ungmennafélagi Íslands, dagsett 3. október 2003, varðandi 43. sambandsþing á Sauðárkróki 18.-19. október.
c)      Bréf frá Hafnasambandi sveitarfélaga, dagsett 30. september 2003, um alþjóðlega siglingaverndaráætlun.
Byggðarráð samþykkir að vísa þessu erindi til samgöngunefndar.
d)      Bréf frá Helgu Sigurbjörnsdóttur leikskólastjóra Glaðheima, dagsett 6. október 2003, varðandi kattahald í sveitarfélaginu.
Sveitarstjóra falið að skoða málið.
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.1315