Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

240. fundur 21. október 2003
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 240 – 21.10. 2003

_____________________________________________________________________________ 
 
 
Ár 2003, þriðjudaginn 21. október, kom byggðarráð saman til fundar í Sólgarðaskóla kl. 1000.
Mættir voru: Gísli Gunnarsson, Bjarni Jónsson og Gunnar Bragi Sveinsson auk sveitarstjóra Ársæls Guðmundssonar.
 
Dagskrá:
1.                  Endurskoðuð fjárhagsáætlun ársins 2003
2.                  Málefni Eignasjóðs
3.                  Undirskriftarlisti frá foreldrum leikskólabarna
4.                  Erindi frá Alnæmissamtökunum á Íslandi
5.                  Fyrirspurn frá Húsnefnd Miðgarðs
6.                  Bréf, kynntar fundargerðir og annað til kynningar:
a.       Búferlaflutningar 2003 á Norðurlandi vestra - yfirlit
 
AFGREIÐSLUR:
 
    1.    Sveitarstjóri kynnti endurskoðaða fjárhagsáætlun 2003.  Er þar mest um breytingar á aðalsjóði vegna lækkunar tekna um 3,5#PR frá fyrri áætlun og hækkunar gjalda um 3,4#PR.  Rekstrarhalli aðalsjóðs verður 65.190 þús.kr. í stað hagnaðar um 4.580 þús.kr. í fyrri áætlun.
Byggðarráð samþykkir endurskoðaða fjárhagsáætlun 2003.  Rekstrarhalli rúmast innan þeirrar lántöku sem tekin var fyrr á árinu. Gunnar Bragi Sveinsson óskar bókað að hann sitji hjá.  Ákveðið var að sviðstjórar umhverfis- og tæknisviðs og fjölskyldu- og þjónustusviðs komi á næsta fund byggðarráðs.
 
    2.    Eignasjóður.  Borist hefur tilboð í Laugatún 3 e.h. upp á kr. 8.500.000.
Byggðarráð samþykkir að taka tilboðinu.
 
    3.    Lagður fram undirskriftarlisti frá foreldrum leikskólabarna í Skagafirði, þar sem mótmælt er 9#PR hækkun leikskólagjalda.
 
    4.    Lagt fram bréf frá Alnæmissamtökunum á Íslandi, dagsett 9. október 2003, þar sem óskað er eftir fjárstuðningi.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2004.
 
    5.    Lagt fram bréf frá Húsnefnd Félagsheimilisins Miðgarðs, dagsett 13. október 2003, varðandi fjármál félagsheimilisins.
Byggðarráð vísar erindinu til fræðslu- og menningarnefndar.
 
    6.    Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Búferlaflutningar 2003 á Norðurlandi vestra – yfirlit.
 
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.1120