Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

242. fundur 11. nóvember 2003
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 242 – 11.11. 2003

_____________________________________________________________________________ 
 
 
Ár 2003, þriðjudaginn 11. nóvember, kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1000.
Mættir voru: Gísli Gunnarsson, Bjarni Jónsson og Gunnar Bragi Sveinsson auk sveitarstjóra Ársæls Guðmundssonar.
 
Dagskrá:
1.                  Kaup á nýju bókhalds- og upplýsingakerfi
2.                  Erindi frá Friðriki R. Friðrikssyni og Jóhönnu Sigurðardóttur
3.                  Erindi frá Klöru Jónsdóttur og Sigurði Friðrikssyni
4.                  Samkomulag vegna ferðakorts af framsveitum Skagafjarðar
5.                  Erindi frá Magnúsi H. Rögnvaldssyni
6.                  Málefni Náttúrustofu Norðurlands vestra
7.                  Ráðning varaslökkviliðsstjóra
8.                  Erindi um stuðning við Snorraverkefnið sumarið 2004
9.                  Umsögn um leyfi til að reka hótel og veitingahús að Laugavegi 1, Varmahlíð
10.              Syðri-Breið, forkaupsréttur
11.              Niðurfelling gjalda
12.              Málefni eignasjóðs
13.              Trúnaðarmál
14.              Framkvæmdir við íþróttavöll á Sauðárkróki
15.              Bréf frá Sigurbirni Björnssyni
16.              Bréf, kynntar fundargerðir og annað til kynningar:
a.       Endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna slökkvibifreiða og tækjabúnaðar slökkviliða.  Bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga
b.      Bréf frá verkefnisstjórn átaks í sameiningarmálum sveitarfélaga
c.       Upplýsingar úr árbók sveitarfélaga
d.      Rekstur aðalsjóðs fyrstu níu mánuði ársins
 
AFGREIÐSLUR:
 
    1.    Kaup á nýju bókhalds- og upplýsingakerfi.  Áður á dagskrá 7. október sl.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og sviðstjórum fjármála- og markaðs- og þróunarsviðs að ganga til samninga um kaup á nýju bókhalds- og upplýsingakerfi fyrir sveitarfélagið sem tekið verði í notkun í ársbyrjun 2004. Kostnaðarþáttum vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2004.
 
    2.    Lagt fram bréf frá Friðriki R. Friðrikssyni og Jóhönnu Sigurðardóttur, dagsett 18. október 2003, varðandi Steinsstaðaskóla og svæði honum tengt.
Byggðarráð samþykkir að vísa þessu erindi til atvinnu- og ferðamálanefndar til umsagnar.
 
    3.    Lagt fram bréf frá Klöru Jónsdóttur og Sigurði Friðrikssyni, dagsett 4. nóvember 2003, varðandi mannvirki sveitarfélagsins á Steinsstöðum.
Byggðarráð samþykkir að vísa þessu erindi til atvinnu- og ferðamálanefndar til umsagnar.
 
    4.    Lagt fram samkomulag við Áskel Heiðar Ásgeirsson, sviðsstjóra markaðs- og þróunarsviðs um gerð ferðakorts af framsveitum Skagafjarðar.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til atvinnu- og ferðamálanefndar.
 
    5.    Lagt fram til kynningar bréf frá Magnúsi H. Rögnvaldssyni, dagsett 22. október 2003, varðandi hugmyndir um sameiginleg innkaup stofnana sveitarfélagsins og viðhalds- og eftirlitsvinnu fyrir eignasjóð.
Byggðarráð áréttar að ekki standi til að búa til nýtt starf á þessu sviði hjá sveitarfélaginu.
 
    6.    Málefni Náttúrustofu Norðurlands vestra rædd.  Stjórn stofnunarinnar hefur lagt fram bréf þar sem hún hefur sagt af sér.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að byggðaráðinu verði falin stjórn Náttúrustofu Norðurlands vestra.
 
    7.    Lagður fram ráðningarsamningur við varaslökkviliðsstjóra, Guðmund Kára Gunnarsson.
Byggðarráð samþykkir ráðningarsamninginn.
 
    8.    Lagt fram bréf frá verkefnisstjóra Snorraverkefnisins, dagsett 31. október 2003, varðandi stuðning við verkefnið sumarið 2004.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar fræðslu- og menningarnefndar og til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2004.
 
    9.    Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 4. nóvember 2003, þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn Hótels Varmahlíðar ehf. um leyfi til að reka hótel og veitingahús að Laugavegi 1, Varmahlíð.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
 
10.     Lagður fram kaupsamningur um Syðri-Breið.
Byggðarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt sinn.
 
11.    Lagt fram bréf frá Lögmannshlíð – lögfræðiþjónustu, dagsett 23. október 2003, varðandi fasteignagjöld vegna Lindargötu 3, Sauðárkróki.,
Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
 
12.    Málefni eignasjóðs.
Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur um verklag sölu á íbúðum í eigu sveitarfélagsins.
 
13.    Sjá trúnaðarbók.
 
14.    Lagt fram bréf frá Sigurbirni Björnssyni, dagsett 27. október 2003.
Byggðaráð samþykkir að fela sveitarstjóra að svara erindinu.
 
Hér var gert fundarhlé kl. 12:30 og fundi síðan fram haldið kl. 13.
 
15.    Framkvæmdir við íþróttavöll á Sauðárkróki.  Á fund byggðarráðs komu Viggó Jónsson og Gunnar Guðmundsson og fóru yfir stöðu mála vegna framkvæmdarinnar.
Byggðarráð samþykkir að eftirfarandi framkvæmdir verði unnar:
§         Girðing utan með velli.
§         Rafmagn og vatn tengt í áhaldageymslu.
§         Undirbúningur tjaldstæða á Nöfum.
§         Upphitun á hlaupabrautir.
§         Kannað með kostnað á uppsetningu og eða leigu á færanlegum húsum.
 
16.    Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, dags. 30.10. 2003 um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna slökkvibifreiða og tækjabúnaðar slökkviliða
b)      Bréf frá verkefnisstjórn átaks í sameiningarmálum sveitarfélaga, dags. 28. okt. 2003 um kynningarfundi
c)      Samantekt upplýsinga úr Árbók sveitarfélaga 2003
d)      Upplýsingar yfir rekstur aðalsjóðs fyrstu níu mánuði árins 2003
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.1425