Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

247. fundur 16. desember 2003
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 247 – 16.12. 2003

_____________________________________________________________________________ 
 
 
Ár 2003, þriðjudaginn 16. des., kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1000.
Mættir voru: Gísli Gunnarsson, Bjarni Jónsson og Gunnar Bragi Sveinsson auk sveitarstjóra Ársæls Guðmundssonar.
 
Dagskrá:
  1. Erindi frá Trausta Sveinssyni
  2. Bréf frá Guðmundi Tómassyni
  3. Hluthafafundur í Sjávarleðri hf.
  4. Upplýsinga- og bókhaldskerfi
  5. Niðurfelling gjalda
  6. Málefni eignasjóðs
  7. Kaup á landi á Nöfum
  8. Bréf frá Kaupþingi-Búnaðarbanka hf.
  9. Bréf frá Farskóla Norðurlands vestra – miðstöð símenntunar
  10. Fjárhagsáætlun 2003
  11. Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Bréf frá sjávarútvegsráðuneytinu varðandi skiptingu aflaheimilda.
b)      Fundargerð skólanefndar FNV 4. desember 2004
c)      Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi reglur reikningsskila- og upplýsinganefndar
 
AFGREIÐSLUR:
 
    1.    Lagt fram bréf frá Trausta Sveinssyni, dagsett 15. desember 2003, þar sem hann óskar eftir fjögurra mkr. bankaábyrgð sveitarfélagsins vegna fjölmiðlakynningar á kostum Fljótaleiðar í jarðgangagerð umfram Héðinsfjarðarleið, með tilliti til skagfirskra og almannahagsmuna.
Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu en bendir á að samgöngumál út að austan séu í skoðun hjá sveitarfélaginu.
 
    2.    Lagt fram bréf frá Guðmundi Tómassyni, dagsett 3. desember 2003, þar sem hann óskar eftir leiðréttingu á álagningu fasteignagjalda.
Byggðarráð telur sér ekki skylt að  leiðrétta fasteignagjöldin frekar en búið er og vísar í bréf frá lögfræðingi Sambands íslenskra sveitarfélaga um fyrningareglur.
 
    3.    Lagt fram fundarboð um hluthafafund í Sjávarleðri hf. þann 19. desember nk.
Byggðarráð samþykkir að þeir sveitarstjórnarfulltrúar sem sjái sér fært að mæta fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins hlutfallslega.
 
    4.    Upplýsinga- og bókhaldskerfi.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga til samninga á grundvelli þeirra draga sem lágu fyrir fundi 9. desember sl.
 
    5.    Erindi frá Flugfélagi Sauðárkróks ehf.  Áður á dagskrá 4. desember sl.
Byggðarráð samþykkir að fella niður fráveitugjald og vatnsgjald vegna ársins 2003.
 
    6.    Málefni eignasjóðs:
a)      Elsa Jónsdóttir sviðstjóri eignasjóðs kom inn á fundinn til viðræðu um málefni sjóðsins.
 
    7.    Lagður fram kaupsamningur um kaup á erfðafestulandi á Nöfum, 1,0 ha..  Seljandi er db. Egils Helgasonar.  Kaupverðið er kr. 212.900.
Byggðarráð samþykkir kaupsamninginn.
 
    8.    Lagt fram bréf frá Kaupþingi-Búnaðarbanka hf., dagsett 12. desember 2004 varðandi bindandi sölu á öllum hlutum í Loðskinni Sauðárkróki ehf.
Þorsteinn Broddason kom á fundinn til viðræðu um málið. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að  undirbúa svar við  bréfi Kaupþings-Búnaðarbanka hf.
 
    9.    Lagt fram bréf frá Farskóla Norðurlands vestra – miðstöð símenntunar, dagsett 10. desember 2003 þar sem óskað er eftir rekstrarstyrk fyrir árið 2004.
Byggðarráð samþykkir að styrkja Farskólann um kr. 450.000 auk kr. 650.000 sem þegar er inni í fjárhagsáætlun fyrir árið 2004.
 
10.    Ársæll Guðmundsson sveitarstjóri lagði fram fjárhagsáætlun 2004 fyrir aðalsjóð Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnanir og fór yfir helstu liði þess.
Byggðarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætluninni  til síðari umræðu í sveitarstjórn.  Gunnar Bragi Sveinsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar.
 
11.    Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Bréf frá sjávarútvegsráðuneytinu, dagsett 9. desember 2003 þar sem það staðfestir  skiptingu sveitarfélagsins á aflaheimildum milli einstakra báta.
b)      Fundargerð skólanefndar FNV 4. desember 2004.
c)      Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi reglur reikningsskila- og upplýsinganefndar.
 
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.1312