Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

248. fundur 06. janúar 2004
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 248 – 06.01. 2004

_____________________________________________________________________________ 
 
 
Ár 2004, þriðjudaginn 6. jan., kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1000.
Mættir voru: Gísli Gunnarsson og Gunnar Bragi Sveinsson auk sveitarstjóra Ársæls Guðmundssonar.
 
Dagskrá:
  1. Erindi frá Byggðastofnun - forkaupsréttur
  2. Tillaga frá sveitarstjórnarfundi 11. des. 2003
  3. Skýrsla um 1. áfanga rammaáætlunar
  4. Bréf frá Stökum ehf.
  5. Drög að yfirlýsingu varðandi Loðskinn Sauðárkróki ehf.
  6. Erindi frá Jarðanefnd Skagafjarðarsýslu
  7. Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Endurgreiðsla VSK vegna kaupa á slökkvibifreiðum og búnaði
b)      Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra
c)      Námskeið fyrir sveitarstjórnarfulltrúa á Akureyri
AFGREIÐSLUR:
 
    1.    Lagt fram bréf frá Byggðastofnun, dagsett 23. desember 2003, varðandi forkaupsrétt á mb. Friðriki Steinssyni SU-254 skv. 3.mgr. 11.gr. laga nr. 38/1990.
Byggðarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt sinn.
 
    2.    Tillaga sem vísað var til byggðarráðs frá sveitarstjórn þann 11.12. 2003.  “Í vetur verði hafin vinna við endurskoðun allra rekstrarþátta sveitarfélagsins með það að markmiði að ná fram raunverulegri hagræðingu og sparnaði.  Leitast verði við að sá sparnaður verði ekki undir 5#PR í áætlun ársins 2005.  Gerð verði langtíma áætlun um aukningu tekna þar sem gert verði ráð fyrir fyrstu áhrifum ekki seinna en á árinu 2006. Gunnar Bragi Sveinsson, Sigurður Árnason, Einar E. Einarsson”.
Byggðarráð tekur undir  tillöguna og samþykkir að útfæra hana nánar.
 
    3.    Lagt fram til kynningar bréf frá Verkefnisstjórn um gerð rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma, dagsett 19. desember 2003 ásamt skýrslu um 1. áfanga rammaáætlunarinnar.
 
    4.    Lagt fram ódagsett bréf frá Stökum ehf. þar sem forsvarsmenn fyrirtækisins óska eftir viðræðum við fulltrúa sveitarfélagsins vegna málefna Loðskinns Sauðárkróki ehf.
Byggðarráð samþykkir að eiga fund með forsvarsmönnum Staka ehf.
 
    5.    Lögð fram drög að yfirlýsingu varðandi Loðskinn Sauðárkróki ehf.
 
    6.    Lagt fram bréf frá Jarðanefnd Skagafjarðarsýslu, dagsett 18. desember 2003, þar sem nefndin mælir með sölu jarðarinnar Írafells til sveitarfélagsins.
 
    7.    Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Bréf um endurgreiðslu VSK vegna kaupa á slökkvibifreiðum og slökkvibúnaði á árinu 2003 og frestunar endurgreiðslu frá fyrra ári.
b)      Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra, dagsett 18.12. 2003 varðandi Árskóla.
c)      Námskeið Endurmenntunar Háskóla Íslands um stjórnsýslureglur við meðferð mála hjá sveitarfélögum, haldið á Akureyri 12. og 13. febrúar nk.
 
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.1135