Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

253. fundur 10. febrúar 2004
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 253 – 10.02. 2004

_____________________________________________________________________________ 
 
 
Ár 2004, þriðjudaginn 10. feb., kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1300.
Mættir voru: Gísli Gunnarsson, Bjarni Jónsson og Gunnar Bragi Sveinsson auk sveitarstjóra Ársæls Guðmundssonar.
 
Dagskrá:
  1. Fulltrúar Hrings hf. koma til fundar.
  2. Erindi frá Sjávarleðri ehf.
  3. Menningarhús.
  4. Erindi frá Vindheimamelum sf.
  5. Trúnaðarmál
  6. Erindi frá félags- og tómstundanefnd:
a)      Ályktun um húsaleigubætur
b)      Samningur um heimsendingu matar
c)      Gjaldskrá heimaþjónustu
  1. Kaupsamningur um Geitagerði – forkaupsréttur.  Áður á dagskrá 15. janúar 2004.
  2. Bréf og kynntar fundargerðir
a)      Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga varðandi nýbúafræðslu
b)      Bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga varðandi kostnaðarþátttöku ríkisins vegna refa- og minkaveiða
AFGREIÐSLUR:
 
    1.    Fulltrúar Hrings hf. Lárus Dagur Pálsson og Kristbjörn Bjarnason mættu til viðræðu um iðnaðar- og iðjukosti í Skagafirði í framhaldi af samþykkt byggðarráðs frá 27. janúar 2004.  Einnig mætti á fundinn Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðstjóri markaðs- og þróunarsviðs.
 
Véku Lárus og Kristbjörn síðan af fundi.
 
    2.    Lagður fram tölvupóstur frá stjórnarformanni Sjávarleðurs ehf., dagsettur 28. janúar 2004, þar sem óskað er eftir hlutafjárframlagi frá sveitarfélaginu.  Á fundinn mætti Gunnsteinn Björnsson til viðræðu.  Vék hann síðan af fundi.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að kanna málið nánar.
 
    3.    Rætt um menningarhús í Skagafirði og stöðu mála.
 
Áskell Heiðar vék nú af fundi.
 
    4.    Lagt fram bréf frá Vindheimamelum sf., dagsett 2. febrúar 2004 varðandi beiðni um styrk vegna Landsmóts hestamanna á Vindheimamelum árið 2006.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir að fá fulltrúa félagsins á fund til viðræðu um málið.
 
    5.    Sjá trúnaðarbók.
 
    6.    Erindi frá félags- og tómstundanefnd.
a)      Lögð fram ályktun fundar nefndarinnar frá 3. febrúar 2004 um húsaleigubætur.
Byggðarráð tekur undir bókun nefndarinnar.
 
b)      Lagður fram samningur við Júlíus R. Þórðarson og Rósu Adolfsdóttur um heimsendingu matar.
Byggðarráð samþykkir samninginn.
 
c)      Lögð fram breyting á gjaldskrá um heimaþjónustu, sem gildir frá 1. febrúar 2004.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána.
 
    7.    Kaupsamningur um jörðina Geitagerði, áður á dagskrá 15. janúar 2004.
Byggðarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt sinn.
 
    8.    Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dagsett 29. janúar 2004 vegna framlags 2004 til nýbúafræðslu.
b)      Bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, dagsett 3. febrúar 2004 um kostnaðarþátttöku ríkisins vegna refa- og minkaveiða.
 
                    Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.1503