Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 256 – 02.03. 2004
_____________________________________________________________________________
Ár 2004, þriðjudaginn 2. mars, kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1300.
Mættir voru: Gísli Gunnarsson, Bjarni Jónsson og Gunnar Bragi Sveinsson auk sveitarstjóra Ársæls Guðmundssonar.
Dagskrá:
1. Forsvarsmenn Vindheimamela sf. koma til fundar
2. Forsvarsmenn Skíðadeildar Umf. Tindastóls koma til fundar
3. Erindi frá fræðslu- og menningarnefnd
4. Hafnarsambandsþing 2004
5. Bréf frá landbúnaðarráðuneytinu varðandi hrossarækt
6. Bréf frá Íbúasamtökunum út að austan
7. Frá samgöngunefnd - gjaldskrárhækkanir
8. Bréf frá Íslandsflugi
9. Ráðstefna um Staðardagskrá 21
10. Niðurfelling gjalda
11. Málefni Eignasjóðs
a) Umsóknir um Steinsstaði
12. Bréf og kynntar fundargerðir
a) Bréf frá SUNN varðandi Náttúruverndaráætlun
b) Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um fulltrúaráðsfund
AFGREIÐSLUR:
1. Á fundinn komu Agnar Gunnarsson, Hinrik M. Jónsson, Eymundur Þórarinsson og Stefán Reynisson fulltrúar Vindheimamela sf. til viðræðu um málefni er tengjast landsmóti hestamanna 2006. Viku þeir síðan af fundi.
2. Á fundinn komu Arnar Halldórsson og Viggó Jónsson forsvarsmenn skíðadeildar Ungmennafélagsins Tindastóls til viðræðu um málefni deildarinnar. Viku þeir svo af fundi.
3. Lagt fram erindi frá fræðslu- og menningarnefnd frá fundi 15. desember 2003 vegna Leikskólans Birkilundar í Varmahlíð.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir umsögn samráðsnefndar.
4. Lagt fram bréf frá Hafnasambandi sveitarfélaga, dagsett 20. febrúar 2004 varðandi Hafnasambandsþing 2004.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til samgöngunefndar.
5. Lagt fram til kynningar bréf frá landbúnaðarráðuneytinu, dagsett 23. febrúar 2004 þar sem boðið er til ráðstefnu um framfarir og þróun í hrossarækt þann 4. mars nk.
6. Lagt fram bréf frá Íbúasamtökunum út að austan, dagsett 26. febrúar 2004 varðandi afgreiðslu byggðarráðs á erindi Íbúasamtakanna út að austan um bókanir sveitarfélagsins varðandi bættar samgöngur á utanverðum Tröllaskaga.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að svara erindinu.
7. Lögð fram tillaga að breytingu á gjaldskrá Skagafjarðarhafna vegna rafmagnssölu til frystigáma og þjónustugjaldskrá. Vísað frá sveitarstjórn 26. febrúar 2004.
Byggðarráð samþykkir breytingarnar.
8. Lagt fram bréf frá Íslandsflugi, dagsett 27. febrúar 2004 varðandi mögulegar breytingar á flugleiðinni á milli Reykjavíkur og Sauðárkróks.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir fundi með samgönguráðherra og þingmönnum kjördæmisins. Jafnframt verði haft samráð við bæjarráð Siglufjarðar.
9. Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 27. febrúar 2004 varðandi ráðstefnu um Staðardagskrá 21, 26.-27. mars nk.
10. Lagt fram bréf frá Félagsheimilinu Höfðaborg, dagsett 17. febrúar 2004, þar sem óskað er eftir niðurfellingu fasteignagjalda eins og undanfarin ár, vegna starfsemi grunnskóla og tónlistarskóla í húsinu.
Byggðarráð samþykkir að fella niður 50#PR af álögðum fasteignaskatti 2004.
11. Málefni Eignasjóðs.
a) Lagðar fram til kynningar tvær umsóknir um Steinsstaði.
12. Bréf og kynntar fundargerðir:
a) Lagt fram bréf frá SUNN - umsögn stjórnar til Alþingis um náttúruverndaráætlun, dagsett 24. febrúar 2004.
b) Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 26. febrúar 2004, varðandi fyrri fulltrúaráðsfund sambandsins árið 2004.
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.1533
Fundur 256 – 02.03. 2004
_____________________________________________________________________________
Ár 2004, þriðjudaginn 2. mars, kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1300.
Mættir voru: Gísli Gunnarsson, Bjarni Jónsson og Gunnar Bragi Sveinsson auk sveitarstjóra Ársæls Guðmundssonar.
Dagskrá:
1. Forsvarsmenn Vindheimamela sf. koma til fundar
2. Forsvarsmenn Skíðadeildar Umf. Tindastóls koma til fundar
3. Erindi frá fræðslu- og menningarnefnd
4. Hafnarsambandsþing 2004
5. Bréf frá landbúnaðarráðuneytinu varðandi hrossarækt
6. Bréf frá Íbúasamtökunum út að austan
7. Frá samgöngunefnd - gjaldskrárhækkanir
8. Bréf frá Íslandsflugi
9. Ráðstefna um Staðardagskrá 21
10. Niðurfelling gjalda
11. Málefni Eignasjóðs
a) Umsóknir um Steinsstaði
12. Bréf og kynntar fundargerðir
a) Bréf frá SUNN varðandi Náttúruverndaráætlun
b) Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um fulltrúaráðsfund
AFGREIÐSLUR:
1. Á fundinn komu Agnar Gunnarsson, Hinrik M. Jónsson, Eymundur Þórarinsson og Stefán Reynisson fulltrúar Vindheimamela sf. til viðræðu um málefni er tengjast landsmóti hestamanna 2006. Viku þeir síðan af fundi.
2. Á fundinn komu Arnar Halldórsson og Viggó Jónsson forsvarsmenn skíðadeildar Ungmennafélagsins Tindastóls til viðræðu um málefni deildarinnar. Viku þeir svo af fundi.
3. Lagt fram erindi frá fræðslu- og menningarnefnd frá fundi 15. desember 2003 vegna Leikskólans Birkilundar í Varmahlíð.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir umsögn samráðsnefndar.
4. Lagt fram bréf frá Hafnasambandi sveitarfélaga, dagsett 20. febrúar 2004 varðandi Hafnasambandsþing 2004.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til samgöngunefndar.
5. Lagt fram til kynningar bréf frá landbúnaðarráðuneytinu, dagsett 23. febrúar 2004 þar sem boðið er til ráðstefnu um framfarir og þróun í hrossarækt þann 4. mars nk.
6. Lagt fram bréf frá Íbúasamtökunum út að austan, dagsett 26. febrúar 2004 varðandi afgreiðslu byggðarráðs á erindi Íbúasamtakanna út að austan um bókanir sveitarfélagsins varðandi bættar samgöngur á utanverðum Tröllaskaga.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að svara erindinu.
7. Lögð fram tillaga að breytingu á gjaldskrá Skagafjarðarhafna vegna rafmagnssölu til frystigáma og þjónustugjaldskrá. Vísað frá sveitarstjórn 26. febrúar 2004.
Byggðarráð samþykkir breytingarnar.
8. Lagt fram bréf frá Íslandsflugi, dagsett 27. febrúar 2004 varðandi mögulegar breytingar á flugleiðinni á milli Reykjavíkur og Sauðárkróks.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir fundi með samgönguráðherra og þingmönnum kjördæmisins. Jafnframt verði haft samráð við bæjarráð Siglufjarðar.
9. Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 27. febrúar 2004 varðandi ráðstefnu um Staðardagskrá 21, 26.-27. mars nk.
10. Lagt fram bréf frá Félagsheimilinu Höfðaborg, dagsett 17. febrúar 2004, þar sem óskað er eftir niðurfellingu fasteignagjalda eins og undanfarin ár, vegna starfsemi grunnskóla og tónlistarskóla í húsinu.
Byggðarráð samþykkir að fella niður 50#PR af álögðum fasteignaskatti 2004.
11. Málefni Eignasjóðs.
a) Lagðar fram til kynningar tvær umsóknir um Steinsstaði.
12. Bréf og kynntar fundargerðir:
a) Lagt fram bréf frá SUNN - umsögn stjórnar til Alþingis um náttúruverndaráætlun, dagsett 24. febrúar 2004.
b) Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 26. febrúar 2004, varðandi fyrri fulltrúaráðsfund sambandsins árið 2004.
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.1533