260. fundur
30. mars 2004
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 260 – 30.03. 2004
_____________________________________________________________________________ Ár 2004, þriðjudaginn 30. mars kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1300. Mættir voru: Gísli Gunnarsson, Bjarni Jónsson og Gunnar Bragi Sveinsson auk sveitarstjóra Ársæls Guðmundssonar. Dagskrá: 1. Kristín Magnúsdóttir og Sigurpáll Aðalsteinsson koma til fundar 2. Forkaupsréttur vegna Grafar á Höfðaströnd 3. Menningarhús 4. Staða ársreiknings 2003 5. Upplýsingar um kostnað við eyðingu refa og minka á Norðurlandi vestra 6. Grunnskólinn á Hofsósi - tölvukaup 7. Bréf og kynntar fundargerðir a) Ársskýrsla Brunavarna Skagafjarðar 2003 AFGREIÐSLUR: 1. Kristín Magnúsdóttir og Sigurpáll Aðalsteinsson komu til viðræðna um Félagsheimilið Bifröst. 2. Lagt fram bréf frá Strimli ehf., dagsett 20. mars 2004, varðandi kaupsamning um jörðina Gröf á Höfðaströnd. Byggðarráð samþykkir að falla frá forkaupsrétti sínum. 3. Rætt um menningarhús. Samþykkt að fela sveitarstjóra að kanna frekar mögulega aðkomu vinabæjar okkar Espoo, að málinu. Samþykkt að samráðsnefnd sveitarfélagsins og menntamálaráðuneytisins fundi fljótlega eftir páska. 4. Fjármálastjóri skýrði stöðu mála varðandi ársuppgjör sveitarfélagsins og stofnana vegna 2003. 5. Lagðar fram upplýsingar um kostnað við eyðingu minka og refa á Norðurlandi vestra á árunum 2001-2003. Byggðarráð samþykkir að beina því til landbúnaðarnefndar að endurskoða reglur sveitar-félagsins vegna refa- og minkaeyðingar og kostnað þeirra vegna. 6. Tekið fyrir erindi frá fræðslu- og menningarnefnd varðandi tölvumál Grunnskólans á Hofsósi. Byggðarráð samþykkir að fresta erindinu til næsta fundar. 7. Bréf og kynntar fundargerðir: a) Lögð fram ársskýrsla Brunavarna Skagafjarðar 2003. Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.1425