261. fundur
13. apríl 2004
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 261 – 13.04. 2004
_____________________________________________________________________________ Ár 2004, þriðjudaginn 13. apríl kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1300. Mættir voru: Gísli Gunnarsson, Gunnar Bragi Sveinsson auk sveitarstjóra Ársæls Guðmundssonar. Dagskrá: 1. Sigríður Sigurðardóttir, safnstjóri kemur til fundar 2. Forkaupsréttur vegna spildu úr landi Lauftúns 3. Fjárhagsstaðan 4. Tölvumál Grunnskólans á Hofsósi 5. Hæstaréttardómur í máli Snorra Björns Sigurðssonar gegn sveitarfélaginu 6. Trúnaðarmál 7. Bréf og kynntar fundargerðir a) Fundargerð stjórnar ANVEST 26. mars 2004 b) Fundargerðir 22. og 23. fundar Framkvæmdanefndar Landsmóts UMFÍ 2004 c) Fundargerð Almannavarnanefndar Skagafjarðar 24.03. 2004 d) Fundargerð stjórnar SSNV 22.03. 2004 e) Umsagnir um frumvörp: i. Frumvarp til laga um stofnun Landsnets hf., 737. mál. ii. Frumvarp til laga um breytingar á raforkulögum nr. 65/2003, 740. mál. iii. Frumvarp til laga um jöfnun kostnaðar við dreifingu á raforku, 747. mál. iv. Frumvarp til ábúðarlaga, 782. mál. v. Frumvarp til jarðalaga, 783. mál. AFGREIÐSLUR: 1. Sigríður Sigurðardóttir, safnstjóri kom á fund byggðarráðs til að kynna og ræða um yfirlitsskrá til heimsminja (UNESCO) og mögulega aðkomu sveitarfélagsins að verkefni vegna Víðimýrarkirkju. Auk þess kynnti Sigríður helstu verkefni ársins 2004. Sigríður vék af fundi. 2. Lagt fram bréf frá Lögmannsstofu Gísla M. Auðbergssonar hdl, dagsett 23. mars 2004, varðandi eigendaskipti spildu úr landi jarðarinnar Lauftúns. Byggðarráð samþykkir að falla frá forkaupsrétti sínum. 3. Fjármálastjóri lagði fram upplýsingar um rekstur aðalsjóðs fyrstu tvo mánuði ársins. 4. Tölvumál Grunnskólans á Hofsósi. Áður á dagskrá 30. mars 2004. Byggðarráð samþykkir tillögu Jóhanns Friðrikssonar tölvuumsjónarmanns um tölvukaup Grunnskólans á Hofsósi og kaupin verði fjármögnuð af fjárveitingu skólans. Einnig samþykkir byggðarráð að sveitarstjórnarmönnum gefist kostur á að kaupa tölvur í þessu sama tilboði og sveitarfélagið greiði þriðjung af verði þeirra og verði sá kostnaður færður á málaflokk 21. 5. Lagður fram til kynningar hæstaréttardómur í máli nr. 411/2003, Sveitarfélagið Skagafjörður gegn Snorra Birni Sigurðssyni, þar sem sveitarfélagið er dæmt til að greiða kr. 1.205.620 í orlof ásamt dráttarvöxtum auk kr. 800.000 í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. 6. Sjá trúnaðarbók. 7. Bréf og kynntar fundargerðir: a) Fundargerð stjórnar ANVEST 26. mars 2004 b) Fundargerðir 22. og 23. fundar Framkvæmdanefndar Landsmóts UMFÍ 2004 c) Fundargerð Almannavarnanefndar Skagafjarðar 24.03. 2004 d) Fundargerð stjórnar SSNV 22.03. 2004 e) Umsagnir um frumvörp: i. Frumvarp til laga um stofnun Landsnets hf., 737. mál ii. Frumvarp til laga um breytingar á raforkulögum nr. 65/2003, 740. mál iii. Frumvarp til laga um jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku, 747. mál iv. Frumvarp til ábúðarlaga, 782. mál v. Frumvarp til jarðalaga, 783. mál Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.1500