Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

262. fundur 20. apríl 2004
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 262 – 20.04. 2004
_____________________________________________________________________________ 
 
 
Ár 2004, þriðjudaginn 20. apríl kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1300.
Mættir voru: Gísli Gunnarsson, Bjarni Jónsson og Gunnar Bragi Sveinsson auk sveitarstjóra Ársæls Guðmundssonar.
 
Dagskrá:
                  1.            Þverárfjallsvegur við Sauðárkrók
                  2.            Erindi frá skíðadeild UMF Tindastóls, áður á dagskrá 2. mars 2004
                  3.            Þjónustusamningur við Golfklúbb Sauðárkróks vegna sláttar íþróttavallar
                  4.            Samningur um rekstur golfvallar að Hlíðarenda
                  5.            Styrkir til björgunarsveita
                  6.            Tillaga frá Gunnari Braga Sveinssyni um fjarskipti
                  7.            Bréf og kynntar fundargerðir
a)        Fréttatilkynning frá Íslandsflugi
 
AFGREIÐSLUR:
 
    1.    Þverárfjallsvegur við Sauðárkrók.
Byggðarráð samþykkir að beina því til skipulags- og bygginganefndar og samgöngunefndar að taka til endurskoðunar fyrri ákvörðun um veglínu Þverárfjallsvegar yfir Gönguskarðsá við Sauðárkrók.  Gunnar Bragi Sveinsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðsluna.
 
    2.    Erindi frá skíðadeild Umf. Tindastóls vegna snjótroðara.  Áður á dagskrá 2. mars 2004. Lagt fram bréf dagsett 19. apríl 2004 frá Rúnari Vífilssyni fræðslu- og íþróttafulltrúa.
Byggðarráð samþykkir að styrkja skíðadeildina um kr. 500.000 vegna varahlutakaupa í snjótroðara deildarinnar.  Fjármagnið verði tekið af fjármagni málaflokks 06 árið 2003.
 
    3.    Erindi frá félags- og tómstundanefnd 13. apríl sl. Lagður fram þjónustusamningur á milli sveitarfélagsins og Golfklúbbs Sauðárkróks um slátt og vélavinnu á íþróttaleikvanginum á Sauðárkróki.  Samningurinn hljóðar upp á kr. 1.400.000 á ári en tekur verðbreytingum.  Samningstími er fimm ár.  Kostnaður vegna þessa verður tekinn af fjárveitingu málaflokks 06.
Byggðarráð samþykkir samninginn.
 
    4.    Lagður fram samningur á milli sveitarfélagins og Golfklúbbs Sauðárkróks um almennan rekstur klúbbsins og golfvallarins á Hlíðarenda á árinu 2004.  Samningurinn hljóðar upp á kr. 3.000.000 og greiðist af fjárveitingu málaflokks 06.
Byggðarráð  samþykkir samninginn.
 
    5.    Ársæll Guðmundsson sveitarstjóri leggur fram tillögu um að skipting styrkja til björgunarsveita verði eftirfarandi:  Skagfirðingasveit á Sauðárkróki kr. 600.000, Björgunarsveitin Grettir á Hofsósi, kr. 450.000 og Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð kr. 450.000.  Fjárveitingin er tekin af lið 07-81.
Byggðarráð samþykkir tillöguna.
 
    6.    Gunnar Bragi Sveinsson leggur fram svohljóðandi tillögu:
“Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á samgönguráðherra að tryggja nú þegar fullnægjandi farsímasamband á leiðinni frá Blönduósi til Sauðárkróks um Þverárfjallsveg.  Jafnframt felur ráðið samgöngunefnd að fylgja áskorun þessari eftir.
 
Greinargerð:
Þverárfjallsvegur er nú þegar mikið farinn og augljóst að umferð þar á eftir að aukast mikið.  Sé horft til öryggis þeirra þúsunda sem þarna aka er ljóst að tryggja verður þeim öruggt símasamband.”
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu tillögunnar fram yfir sameiginlegan fund með nágrannasveitarfélögunum í vestri.
 
    7.    Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Fréttatilkynning frá Íslandsflugi um að félagið ætlar að halda áfram flugi til Sauðárkróks.
Byggðarráð lýsir ánægju sinni með þessa ákvörðun Íslandsflugs og mun hvetja til viðskipta við félagið og þakkar einnig samgönguráðherra fyrir góð viðbrögð vegna málsins.
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.1436