Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Fundur 263 – 27.04. 2004
_____________________________________________________________________________
Ár 2004, þriðjudaginn 27. apríl kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1300.
Mættir voru:
Dagskrá:
1. Erindi frá Gunnari Braga Sveinssyni (áður á dagskrá 27. janúar 2004)
2. Umsögn um frumvarp til laga um:
a) Breytingu á lögum um rannsóknir í þágu atvinnuveganna
b) Breytingu á lögum um búnaðarfræðslu
3. Forkaupsréttur á landsspildu í landi Hofs á Höfðaströnd
4. Fegrunarátak – kynning frá umhverfisnefnd
5. Verksamningur varðandi sorphirðu og umsjón á sorpurðunarsvæði
6. Aðalfundarboð Veiðifélagsins Flóka fyrir árin 2002 og 2003
7. Aðalfundarboð Veiðifélags Miklavatns og Fljótaár
8. Ársreikningur 2003
9. Bréf og kynntar fundargerðir
a) Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga
b) 24. fundur framkvæmdanefndar Landsmóts UMFÍ 2004
AFGREIÐSLUR:
1. Tekin fyrir tillaga Gunnars Braga Sveinssonar sem áður var á dagskrá byggðarráðs 27.01. 2004.
Byggðarráð samþykkir eftirfarandi:
Byggðarráð samþykkir að beita sér fyrir markvissri leit að fleiri atvinnukostum þar á meðal eflingu iðnaðar fyrir Skagafjörð í samvinnu við atvinnufyrirtæki í héraði. Jafnframt verði gert átak í að kynna möguleika Skagafjarðar fyrir aðilum og fyrirtækum sem hér gætu byggt upp starfsemi sína. Þrátt fyrir tiltölulega gott atvinnuástand í Skagafirði um þessar mundir er brýnt að Sveitarfélagið Skagafjörður hafi forgöngu um eflingu fjölbreytts atvinnulífs í héraðinu.
2. Lagt fram bréf frá Landbúnaðarnefnd Alþingis, dagsett 20. apríl 2004 varðandi umsögn um frumvörp til laga:
a) Breyting á lögum um rannsóknir í þágu atvinnuveganna, nr. 64/1965, með síðari breytingum.
b) Breyting á lögum um búnaðarfræðslu nr. 57/1999, með síðari breytingum.
Bókun
Byggðarráð Skagafjarðar fer fram á það við Landbúnaðarnefnd Alþingis að endurskoða frumvarp til laga um breytingu á lögum um búnaðarfræðslu nr. 57/1999, með síðari breytingum og frumvarp til laga um rannsóknir í þágu atvinnuveganna nr. 64/1965, með síðari breytingum. Frumvörpin eru í núverandi mynd aðför að uppbyggingu Hólaskóla, Háskólans á Hólum í Hjaltadal sem sjálfstæðri og sérhæfðri vísindastofnun.
Byggðarráð leggur áherslu á að við breytingar á lögum um búnaðarfræðslu sé þess gætt að veikja hvergi lagalega stöðu Háskólans á Hólum í Hjaltadal. Skv. reglugerð 244/2003 hefur Hólaskóli leyfi til að starfa sem háskólastofnun og því er nauðsynlegt er að styrkja sem mest stöðu og verkefni skólans. Leggja ber áherslu á sjálfstæði skólans sem vísinda- og menntastofnunar og að nafn hans sé órjúfanlega tengt Hólum í Hjaltadal.
Greinargerð
Sameining Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og Rannsóknastofnunar landbúnaðarins (RALA) er æskileg. Tímabært er að færa starfsemi RALA undir starfsemi Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri.
Í frumvörpunum er lögð til nafnabreyting á Hólaskóla, Háskólans á Hólum í Hjaltadal og heimilisfesti hans útmáð. Teljum við slíkt ekki til þess fallið að styrkja Hólaskóla, Háskólann á Hólum í Hjaltadal sem sjálfstæða vísinda- og menntastofnun, heldur þvert á móti. Einnig gerir byggðarráð athugasemdir við hina altæku nafngift Landbúnaðarháskóli Íslands og telur hana óþarfa, þar sem nafnið Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri styrkir skólann og ímynd hans. Með stofnun Landbúnaðarháskóla Íslands er ótvírætt vegið að sjálfstæði og vaxtarmöguleikum Hólaskóla, Háskólans á Hólum í Hjaltadal og Garðyrkjuskólans að Reykjum í Ölfusi. Vakin er athygli á mikilvægi þess að dreifa verkefnum sem nú heyra undir RALA til landbúnaðarháskólanna þriggja og styrkja þannig sérstöðu þeirra sem sjálfstæðra vísindastofnana.
Tryggja þarf og efla stöðu Háskólans á Hólum í Hjaltadal til að annast rannsóknir á sérsviðum sínum s.s. á ferskvatns- og sjávardýrum, hrossum og í ferðamálafræðum.
Því þarf að gæta þess að breytingar á lögum um búnaðarfræðslu og rannsóknum í þágu atvinnuveganna styrki fremur en veiki stöðu Hólaskóla að þessu leyti. Gerir byggðarráð því alvarlegar athugasemdir við þær tillögur að setja í lög um fyrirhugaðan Landbúnaðarháskóla Íslands verkefni sem nú eru sérsvið Hólaskóla, Háskólans á Hólum.
Reglugerð um verkaskiptingu á milli menntastofnana landbúnaðarins ætti að skýra þetta atriði fremur en lagagreinar.
3. Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 19.04. 2004, varðandi skiptasamning vegna tveggja landsspildna í landi Hofs á Höfðaströnd og sölu á annarri þeirra.
4.
Byggðarráð samþykkir að setja í verkefnið kr. 1.500.000 sem teknar verða af fjárhagslið 27.
Hallgrímur vék síðan af fundi.
5. Lagðir fram verksamningar við ÓK-gámaþjónustu ehf. um sorphreinsun og sorpurðun í sveitarfélaginu. Gildistími er til 28. febrúar 2005.
Byggðarráð samþykkir samningana.
6. Lagt fram aðalfundarboð Veiðifélagsins Flóka fyrir árin 2002 og 2003 sem haldinn verður að Sólgörðum 28. apríl nk.
Byggðarráð samþykkir að fela formanni landbúnaðarnefndar að sækja fundinn eða skipa annan í sinn stað.
7. Lagt fram aðalfundarboð Veiðifélags Miklavatns og Fljótaár sem haldinn verður 8. maí nk. í Félagsheimilinu Ketilási.
Byggðarráð samþykkir að fela formanni landbúnaðarnefndar að sækja fundinn eða skipa annan í sinn stað.
8. Sveitarstjóri lagði fram og kynnti ársreikning 2003 fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess. Byggðarráð samþykkir að vísa ársreikningnum til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
9. Bréf og kynntar fundargerðir:
a) Lagt fram bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dagsett 15. apríl 2004 varðandi mögulega aðkomu sjóðsins í tengslum við sameiningar sveitarfélaga.
b) Lögð fram til kynningar fundargerð 24. fundar framkvæmdanefndar Landsmóts UMFÍ 2004 frá 16. apríl 2004.
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.1604