Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

264. fundur 04. maí 2004
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 264 – 04.05. 2004
_____________________________________________________________________________ 
 
 
Ár 2004, þriðjudaginn 4. maí kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1300.
Mættir voru: Gísli Gunnarsson, Bjarni Jónsson og Gunnar Bragi Sveinsson auk sveitarstjóra Ársæls Guðmundssonar.
 
Dagskrá:
                  1.            Ársreikningur 2003
                  2.            Stefna á hendur sveitarfélaginu – Karl Axelsson hrl. fyrir hönd Snorra Björns Sigurðssonar
                  3.            Erindi vísað til byggðarráðs frá sveitarstjórn 29. apríl 2004
                  4.            Erindi frá fræðslu- og menningarnefnd varðandi leikskólamál í Varmahlíð
                  5.            Erindi frá félags- og tómstundanefnd varðandi Túngötu 4, Hofsósi
                  6.            Skipulag skólaaksturs
                  7.            Bréf frá UST. Viðmiðunartaxtar ríkisins vegna refa- og minkaveiða
                  8.            Forkaupsréttur að jörðinni Fitjum
                  9.            Forkaupsréttur að jörðinni Steintúni
              10.            Aðalfundur Tækifæris hf.
              11.            Erindi frá Eignasjóði:
a)        Erindi frá Kristínu Magnúsdóttur og Sigurpáli Aðalsteinssyni
b)       Sala íbúða á Hofsósi
              12.            Trúnaðarmál
              13.            Aðalfundarboð Veiðifélags Laxár í Skefilsstaðahr.
 
              14.            Bréf og kynntar fundargerðir
a)        Námskeið um félagsþjónustu sveitarfélaga
 
AFGREIÐSLUR:
 
    1.    Rætt um ársreikning 2003 og skýrslu endurskoðanda.
 
    2.    Lögð fram ný stefna á hendur sveitarfélaginu, dagsett 29. apríl 2004.  Karl Axelsson hrl. fyrir hönd Snorra Björns Sigurðssonar.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá málinu.
 
    3.    Kynnt erindi frá sveitarstjórnarfundi 29. apríl 2004 varðandi viðhaldsverkefni og nýbyggingar vegna leik- og grunnskóla.
 
    4.    Lagt fram erindi frá fræðslu- og menningarnefnd varðandi húsnæðis- og vistunarmál í  Leikskólanum Birkilundi í Varmahlíð.
Byggðarráð mælist til að haldinn verði fundur í samráðsnefnd hið allra fyrsta.
 
    5.    Lagt fram erindi frá félags- og tómstundanefnd sem vísað var til byggðarráðs skv. fundargerð 27. apríl sl., varðandi Túngötu 4 á Hofsósi.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ræða erindið við formann félags- og tómstundanefndar.
 
    6.    Lagt fram erindi frá fræðslu- og íþróttafulltrúa, dagsett 3. maí 2004 varðandi skipulag skólaaksturs.
Byggðarráð samþykkir að skólabílstjórum verði gefið tækifæri á að framlengja akstursamninga til vors 2008 og athugað verði hvort breyta eigi vísitölu verðtryggingar samningsins.
 
    7.    Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun, dagsett 25. apríl 2004 vaðandi viðmiðunartaxta ríkisins vegna refa- og minkaveiða uppgjörstímabilið 1. sept. 2003-31. ágúst 2004.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til landbúnaðarnefndar.  Byggðarráð lýsir áhyggjum vegna minnkandi framlaga ríkisins til refa- og minkaveiða og ítrekar fyrri bókun byggðarráðs varðandi þetta málefni.
 
    8.    Lagt fram bréf frá Strimli ehf., dagsett 28. apríl 2004 varðandi kaupsamning um jörðina Fitjar. Byggðarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt sinn.
 
    9.    Lagt fram bréf frá Ásgeiri Mikkaelssyni og Birni Mikkaelssyni, dagsett 18. apríl 2004 varðandi kauptilboð í jörðina Steintún.
Byggðarráð mun ekki hafa í hyggju að nýta forkaupsrétt sinn.
 
10.    Lagt fram bréf frá Tækifæri hf., dagsett 26. apríl 2004 varðandi aðalfund félagsins sem haldinn verður á Akureyri miðvikudaginn 5. maí nk.
Byggðarráð samþykkir að fjármálastjóri sæki fundinn.
 
11.    Erindi frá eignasjóði:
a)      Lagt fram bréf dagsett 18. apríl 2004 frá Kristínu Magnúsdóttur og Sigurpáli Aðalsteinssyni varðandi Félagsheimilið Bifröst.
Samþykkt að óska eftir verðmati frá fasteignasala.
b)      Sala íbúða á Hofsósi.
Byggðarráð samþykkir að auglýsa til sölu fasteignirnar númer 24 og 26 við Austurgötu á Hofsósi.
 
12.    Sjá trúnaðarbók.
 
13.    Lagt fram fundarboð um aðalfund Veiðifélags Laxár í Skefilsstaðahreppi fyrir árið 2003 sem verður haldinn þann 8. maí 2003.
Byggðarráð samþykkir að fela formanni landbúnaðarnefndar að sækja fundinn.
 
14.    Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Lögð fram til kynningar auglýsing frá félagsmálaráðuneytinu varðandi námskeið um félagsþjónustu sveitarfélaga sem haldið er í samvinnu við SSNV á Blönduósi 12. maí nk.
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.1530