Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 266 – 18.05. 2004
_____________________________________________________________________________ Ár 2004, þriðjudaginn 18. maí kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1700. Mætt voru: Gísli Gunnarsson, Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri og Þórdís Friðbjörnsdóttir. Dagskrá: 1. Formaður landbúnaðarnefndar kemur á fundinn v/málefna Blöndu. 2. Erindi frá sveitarstjórn 29. apríl 2004 - landbúnaðarnefnd. 3. Málaferli Snorra Björns Sigurðssonar gegn sveitarfélaginu – málalok. 4. Bréf frá RARIK. 5. Viðræður um hitaveitu Blönduóss. 6. Menningarhús. 7. Aðalfundur Sjávarleðurs hf árið 2004. 8. Upplýsingamiðstöðin í Varmahlíð – samningur og starfslýsing. 9. Samningur vegna Unglingalandsmóts UMFÍ 2004. 10. Umsögn um leyfi til að reka veisluþjónustu og veitingaverslun að Suðurgötu 3. 11. Umsókn um leyfi til vínveitinga á Kaffi Krók. 12. Umsókn frá Fosshótel Áning um leyfi til vínveitinga. 13. Forkaupsréttur að jörðinni Krakavellir í Fljótum. 14. Umsögn vegna sölu jarðarinnar Minni-Reykir 15. Erindi frá Eignasjóði a) Málefni Bifrastar. 16. Bréf og kynntar fundargerðir. a) Ályktanir 67. íþróttaþings ÍSÍ AFGREIÐSLUR: 1. Formaður landbúnaðarnefndar kom til fundar v/málefna Blöndu. Árni Egilsson, formaður landbúnaðarnefndar fór yfir drög að samþykktum fyrir Veiðifélag Auðkúlu- og Eyvindarstaðaheiðar. Byggðarráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti og felur Árna að ljúka málinu. 2. Umsögn landbúnaðarnefndar vegna leigu á landi í Ásgarði í Viðvíkursveit. Bygggðarráð samþykkir umsögn landbúnaðarnefndar um óbreytt fyrirkomulag á notkun landsins. 3. Málaferli Snorra Björns Sigurðssonar gegn sveitarfélaginu – málalok. Lögð fram yfirlýsing um fullnaðaruppgjör allra krafna Snorra Björns Sigurðssonar á hendur sveitarfélaginu. 4. Bréf frá Rarik. Lagt fram svarbréf stjórnar Rarik við beiðni sveitarstjórnar um fund með stjórn Rarik. Þar sem stjórn Rarik sér sér ekki fært að funda með sveitarstjórn Skagafjarðar er sveitarstjóra falið að ræða við rafmagnsveitustjóra og fá fund með honum og formanni stjórnar Rarik vegna samnings sem gerður var við sölu Rafveitu Sauðárkróks. 5. Viðræður um hitaveitu Blönduóss. Rætt var um hugsanleg viðskipti með Hitaveitu Blönduóss. Byggðarráð beinir því til stjórnar Skagafjarðrveitna ehf að kanna málið. 6. Menningarhús. Áskell Heiðar Ásgeirsson, sviðsstjóri Markaðs- og þróunarsviðs lagði fram gögn sem tekin verður fyrir á næsta samstarfsnefndarfundi með menntamálaráðuneytinu. 7. Aðalfundur Sjávarleðurs hf árið 2004. Þeir sveitarstjórnarfulltrúar sem sjá sér fært að mæta á fundinn fara með umboð sveitarfélagsins. 8. Upplýsingamiðstöðin í Varmahlíð – samningur og starfslýsing. Áskell Heiðar Ásgeirsson, sviðsstjóri Markaðs- og þróunarsviðs kynnti drög að samningi um rekstur Upplýsingamiðstöðvar í Varmahlíð milli Samgönguráðuneytis, Ferðamálasamtaka Norðurlands vestra, Hestamiðstöðvar Íslands, Ferðamálaráðs Íslands og Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Byggðarráð samþykkir framlögð drög. Einnig lagði sviðsstjóri fram til kynningar starfslýsingu fyrir starf á Markaðs- og þróunarsviði í tengslum við Upplýsingamiðstöðina. 9. Samningur vegna Unglingalandsmóts UMFÍ 2004. Byggðarráð samþykkir samninginn. 10. Umsögn um leyfi til að reka veisluþjónustu og veitingaverslun að Suðurgötu 3, Sauðárkróki. Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina . 11. Umsókn um leyfi til vínveitinga á Kaffi Krók. Byggðarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti. 12. Umsókn frá Fosshótel Áning um leyfi til vínveitinga. Byggðarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti. 13. Forkaupsréttur að jörðinni Krakavellir í Fljótum. Byggðarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt sinn. 14. Umsögn vegna sölu jarðarinnar Minni-Reykir. Byggðarráð hyggst ekki nýta forkaupsrétt sinn. 15. Erindi frá Eignasjóði a) Málefni Bifrastar Lagt fram verðmat á Félagsheimilinu Bifröst. Ákveðið að fá Kristínu Magnúsdóttur og Sigurpál Aðalsteinsson til fundar við byggðarráð. Jafnframt óskað eftir yfirliti yfir rekstur hússins sl. 12 mánuði. 16. Bréf og kynntar fundargerðir: Ályktanir 67. íþróttaþings ÍSÍ Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.1840