Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

270. fundur 06. júlí 2004
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 270 – 06.07. 2004
_____________________________________________________________________________ 
 
 
Ár 2004, þriðjudaginn 6. júlí kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1300.
Mætt voru: Gísli Gunnarsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi S-lista og Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri.
 
Dagskrá:
 
                  1.            Umsögn um endurnýjun á leyfi til að reka hótel í heimavist FNV, Sauðárkróki
                  2.            Umsögn um leyfi til að reka veitingahús í veitingastofunni Sólvík, Hofsósi
                  3.            Umsókn um vínveitingaleyfi fyrir Snorra Þorfinnsson ehf, Hofsósi
                  4.            Umsókn um leyfi til að halda Rallykeppni
                  5.            Eignasjóður:
a)      Breytingar á aðgengi leikskólans Brúsabæjar á Hólum
b)      Leigumál að Steinsstöðum
                  6.            Fundargerðir nefnda:
a)      Félags- og tómstundanefnd, 1. júlí 2004
b)      Fræðslu- og menningarnefnd, 1. júlí 2004
c)      Skipulags- og byggingarnefnd, 29. júní 2004
                  7.            Málefni Landsmóts UMFÍ
                  8.            Bréf og kynntar fundargerðir
a)      Afrit af bréfi vegna löggæslukostnaðar á Landsmóti UMFÍ 2004
b)      Bréf frá kjörstjórn kjördeildar 2 á Sauðárkróki
 
 
AFGREIÐSLUR:
 
    1.    Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 28. júní 2004, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Fosshótels Áningar um endurnýjun á leyfi til að reka hótel í heimavist Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Sauðárkróki.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
 
    2.    Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 30. júní 2004, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Snorra Þorfinnssonar ehf. um leyfi til að reka veitingahús í veitingastofunum Sigtúni og Sólvík, Hofsósi.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
 
    3.    Lögð fram umsókn Snorra Þorfinnssonar ehf. um vínveitingaleyfi fyrir veitingastofuna Sólvík, Hofsósi, tímabilið 20.06. 2004 – 20.12. 2004.  Jákvæðar umsóknir hafa borist frá umsagnaraðilum.
Byggðarráð samþykkir að veita vínveitingaleyfið ofangreint tímabil.
 
    4.    Lagt fram bréf frá Bílaklúbbi Skagafjarðar, dagsett 29. júní 2004, þar sem óskað er eftir leyfi til að halda rallykeppni 17. júlí nk.
Byggðarráð samþykkir að veita leyfi fyrir keppninni með þeim fyrirvara að tæknideild sveitarfélagsins samþykki sérleið á Nöfum.
 
    5.    Eignasjóður:
a)      Lagt fram bréf dagsett 21. júní 2004, frá Önnu Á. Stefánsdóttur, leikskólastjóra og Dóru Heiðu Halldórsdóttur, þroskaþjálfa varðandi breytingar á aðgengi leikskólans Brúsabæjar á Hólum.
Byggðarráð samþykkir að fela tæknideild að gera nauðsynlegustu breytingar á aðgengi leikskólans.
 
Bjarni Jónsson kom inn á fundinn.
 
b)      Sveitarstjóri fór yfir drög að leigusamningi um fasteignir og landsvæði sveitarfélagsins að Steinsstöðum við Friðrik Rúnar Friðriksson og Jóhönnu Sigurðardóttur.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög.
 
    6.    Fundagerðir nefnda:
a)      Lögð fram fundargerð félags- og tómstundanefndar frá 1. júlí 2004.
Byggðarráð samþykkir að vísa afgreiðslu 3. liðar fundargerðarinnar til gerðar fjárhagsáætlunar 2005 og  samþykkir fundargerðina að öðru leyti.
 
b)      Lögð fram fundargerð fræðslu- og menningarnefndar frá 1. júlí 2004.
Byggðarráð samþykkir fundargerðina.
 
c)      Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 29. júní 2004.
Byggðarráð samþykkir fundargerðina.
 
    7.    Málefni Landsmóts UMFÍ 2004 rædd.
 
    8.    Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Afrit af bréfi Jóns Bjarnasonar alþm., dagsett 30. júní 2004, vegna löggæslukostnaðar á Landsmóti UMFÍ 2004.
b)      Bréf frá kjörstjórn í deild 2 á Sauðárkróki, dagsett 30. júní 2004, varðandi búnað á kjörstað.
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.1427