Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

271. fundur 13. júlí 2004
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 271 – 13.07. 2004
_____________________________________________________________________________
Ár 2004, þriðjudaginn 13. júlí kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1300.
Mætt voru: Gísli Gunnarsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Helgi Thorarensen áheyrnarfulltrúi S-lista og Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri.
DAGSKRÁ:
1. Aðilaskipti að fasteigninni Hafragili.
2. Umsögn um leyfi til að reka gistiheimili að Keldudal, Skagafirði.
3. Umsögn um leyfi til að reka gistingu á einkaheimili að Bjarnargili, Fljótum.
4. Erindi frá Knattspyrnuskóla Íslands.
5. Erindi frá Knattspyrnusambandi Íslands.
6. Málefni Landsmóts UMFÍ.
7. Eignasjóður:
a) Tilboð í fasteign að Sólgörðum.
b) Leigusamningur vegna eigna á Steinsstöðum.
c) Innlausn á íbúð – Laugatún.
 
 8. Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Fundargerð stjórnar SSNV frá 2. júní 2004.
 
AFGREIÐSLUR:
1. Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 1. júlí 2004, þar sem óskað er staðfestingar sveitarstjórnar á að aðilaskipti að fasteign hafi verið tilkynnt henni í samræmi við 10. gr. jarðarlaga nr. 81/2004 og að sveitarstjórn muni ekki nýta forkaupsrétt.
Byggðarráð mun ekki nýta forkaupsréttar.
2. Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn Guðrúnar Lárusdóttur um leyfi til að reka gistiheimili að Keldudal í Skagafirði.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
3. Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 6. júlí 2004, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Sigurbjargar Bjarnadóttur fh. Ferðaþjónustunnar Bjarnargili ehf um leyfi til að reka gistingu á einkaheimilinu að Bjarnargili, Fljótum..
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
4. Lagt fram erindi frá Knattspyrnuskóla Íslands um rekstrarstyrk.
Byggðarráð sér sér ekki fært að styrkja málefnið með beinum fjárstuðningi.
5. Lagt fram erindi frá Knattspyrnusambandi Íslands þess efnis að sveitarfélagið leggi til kost fyrir leikmenn og starfsmenn.
Byggðarráð fagnar því að Opna Norðurlandsmótið fyrir U21 landslið kvenna sé haldið á Sauðárkróki og felur íþróttafulltrúa að leita samstarfs við fyrirtæki um erindið.
6. Málefni Landsmóts
Formaður landsmótsnefndar fór yfir framkvæmd Landsmóts UMFÍ sem tókst með miklum ágætum.
7. Eignasjóður:
a) Tilboð í fasteign að Sólgörðum
Sviðsstjóra Eignasjóðs falið að afla nauðsynlegra gagna vegna fyrirhugaðrar sölu.
b) Lagður fram leigusamningur milli sveitarfélagsins annarsvegar og Friðriks Rúnars Friðrikssonar og Jóhönnu Sigurðardóttur fh. óstofnaðs einkahlutafélags hins vegar vegna leigu á fasteignum og landsvæði að Steinsstöðum.
Byggðarráð samþykkir samninginn
c) Innlausn á íbúðinni að Laugatúni 5, Sauðárkróki.
Byggðarráð samþykkir innlausnina.
8. Bréf og kynntar fundargerðir:
a) Fundargerð stjórnar SSNV frá 2. júní 2004.
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.14:27