Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

617. fundur 14. febrúar 2013 kl. 09:00 - 10:15 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Bjarni Jónsson varaform.
  • Jón Magnússon aðalm.
  • Þorsteinn Tómas Broddason áheyrnarftr.
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Dagskrá

1.Auglýst eftir umsóknum

Málsnúmer 1302072Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Ungmennafélagi Íslands, þar sem auglýst er eftir umsóknum aðildarfélaga um Landsmót UMFÍ 50+ árið 2015
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að hefja viðræður við UMSS um málið.

2.Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga

Málsnúmer 1302049Vakta málsnúmer

Í bréfi frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitafélaga, um fjárhagsleg viðmið sveitastjórnarlaga, kemur fram að ekki er óskað eftir frekari upplýsingum frá sveitarfélaginu vegna skyldu sveitarfélagsins til að útbúa áætlun í samræmi við 16. gr. reglugerðar nr 502/2012

Stefán Vagn Stefánsson og Bjarni Jónsson óska bókað:
Umrætt bréf staðfestir þann mikla viðsnúning sem hefur orðið í rekstri sveitarfélagsins á árinu 2012 í kjölfar umfangsmikilla hagræðingaraðgerða.
Einnig er ljóst að eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga lítur þannig á að sveitarfélagið fari ekki yfir þau viðmiðunarmörk sem sett hafa verið um skuldaþak sveitarfélaga þrátt fyrir að viðbygging og endurbætur við Árskóla ásamt fleiri framkvæmdum í sveitarfélaginu séu þar inni. Þetta eru afar jákvæð tíðindi og staðfesta þann málflutning sem haldið hefur verið fram í sveitarstjórn, að framkvæmdir falli innan þeirra viðmiðunarmarka sem sett hafa verið.


Jón Magnússon leggur fram eftirfarandi bókun:
Umrætt bréf byggir á áætlunum sveitarfélagsins til þriggja ára ásamt áætlun 2012. Engar rauntölur liggja fyrir á þessari stundu og því varhugavert að byggja endanlega á þessum niðurstöðum.

Sigurjón Þórðarson og Þorsteinn Tómas Broddaon leggja fram eftirfarandi bókun:
Umrætt bréf segir nákvæmlega ekkert um viðsnúning í rekstri Sveitarfélagins eða hvað þá lækkað skuldahlutfall enda liggja ekki fyrir reikningar Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2012

3.Niðurfelling vega af vegaskrá. Vegir á Hofsósi

Málsnúmer 1302035Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri upplýsti um málið og telur að Vegagerðin muni draga umrætt bréf til baka.

4.Twin town meeting in Espoo, 28-31 May 2013

Málsnúmer 1301300Vakta málsnúmer

Vinabæjarmót í Esbo í Finnlandi 28-31. maí 2013 Lagt fram til kynningar.

5.Kjörstaðir við alþingiskosningar 2013

Málsnúmer 1302059Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir að kjörstaðir verði á eftirtöldum stöðum í sveitarfélaginu: Steinsstöðum, Varmahlíð, Sauðárkróki, á Skaga, að Hólum, Hofsósi í Fljótum og Heilbr.stofnuninni Sauðárkróki

6.Þjónusta við áætlanaflug á Sauðárkrók

Málsnúmer 1302003Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Isavia um þjónustu við áætlunarflug á Sauðárkrók, bréfið var til kynningar.

7.Strætó - aukin þjónusta í Skagafirði

Málsnúmer 1302048Vakta málsnúmer

Kynning á fyrirhugaðri viðbótarþjónustu Strætó, áætlanir gera ráð fyrir ferðum á milli Sauðárkróks, Hofsós og Hóla í tenglum við áætlun strætó í dag.

8.Hættumat vegna skriðufalla og snjóflóða

Málsnúmer 1211151Vakta málsnúmer

Fundagerð 1. fundar Hættumatsnefndar Skagafjarðar frá 7. febrúar 2013 lögð fram til kynningar.

9.Úthlutun viðbótarframlaga

Málsnúmer 1302023Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Varasjóði Húsnæðismála vegna úthlutnar viðbótarframlags vegna sölu félagslegra íbúða. Bréfið var til kynningar.

10.Samtök sjávarútvegssveitarfélaga

Málsnúmer 1211129Vakta málsnúmer

Fundargerð 4. fundar ásamt ársreikningi Sjávarútvegssveitarfélaga lögð fram til kynningar.

11.Breyting á vaxtakjörum útlána af eigin fé

Málsnúmer 1301289Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Lánasjóði Sveitarfélaga um breytingar á vaxtakjörum til útlána af eigin fé.

12.Ljósnet í Skagafjörð

Málsnúmer 1302083Vakta málsnúmer

Bréf frá Símanum um uppbyggingu ljósnets á landsbyggðinni lagt fram til kynningar.

13.Sauðárkrókshöfn - flotbryggja

Málsnúmer 1302057Vakta málsnúmer

Fundargerð frá Veitu og framkvæmdasviði frá 8. febrúar 2013 um opnun tilboða í flotbryggjur við Sauðárkrókshöfn lögð fram til kynningar.

14.Aðalfundur Gagnaveita Skagafjarðar 2013

Málsnúmer 1302090Vakta málsnúmer

Samþykkt að Stefán Vagn Stefánsson fari með atkvæðisrétt Sveitarfélagsins Skagafjarðar á aðalfundi Gagnaveitunnar.

Fundi slitið - kl. 10:15.