Fara í efni

Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga

Málsnúmer 1302049

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 617. fundur - 14.02.2013

Í bréfi frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitafélaga, um fjárhagsleg viðmið sveitastjórnarlaga, kemur fram að ekki er óskað eftir frekari upplýsingum frá sveitarfélaginu vegna skyldu sveitarfélagsins til að útbúa áætlun í samræmi við 16. gr. reglugerðar nr 502/2012

Stefán Vagn Stefánsson og Bjarni Jónsson óska bókað:
Umrætt bréf staðfestir þann mikla viðsnúning sem hefur orðið í rekstri sveitarfélagsins á árinu 2012 í kjölfar umfangsmikilla hagræðingaraðgerða.
Einnig er ljóst að eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga lítur þannig á að sveitarfélagið fari ekki yfir þau viðmiðunarmörk sem sett hafa verið um skuldaþak sveitarfélaga þrátt fyrir að viðbygging og endurbætur við Árskóla ásamt fleiri framkvæmdum í sveitarfélaginu séu þar inni. Þetta eru afar jákvæð tíðindi og staðfesta þann málflutning sem haldið hefur verið fram í sveitarstjórn, að framkvæmdir falli innan þeirra viðmiðunarmarka sem sett hafa verið.


Jón Magnússon leggur fram eftirfarandi bókun:
Umrætt bréf byggir á áætlunum sveitarfélagsins til þriggja ára ásamt áætlun 2012. Engar rauntölur liggja fyrir á þessari stundu og því varhugavert að byggja endanlega á þessum niðurstöðum.

Sigurjón Þórðarson og Þorsteinn Tómas Broddaon leggja fram eftirfarandi bókun:
Umrætt bréf segir nákvæmlega ekkert um viðsnúning í rekstri Sveitarfélagins eða hvað þá lækkað skuldahlutfall enda liggja ekki fyrir reikningar Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2012

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 298. fundur - 20.02.2013

Afgreiðsla 617. fundar byggðaráðs staðfest á 298. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.