Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

272. fundur 27. júlí 2004
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 272 – 27.07. 2004
_____________________________________________________________________________ 
 
 
Ár 2004, þriðjudaginn 27. júlí kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1000.
Mætt voru: Gísli Gunnarsson, Bjarni Jónsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, áheyrnarfulltrúi S-lista og Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri.
 
Dagskrá:
 
                  1.            Umsókn um endurnýjun leyfis til vínveitinga í húsnæði útibús Kaupfélags Skagfirðinga, Varmahlíð.
                  2.            Fundargerðir nefnda:
a)      Landbúnaðarnefnd 16. júní 2004
b)      Skipulags- og byggingarnefnd 6. og 16. júlí 2004
                  3.            Eignasjóður:
a)      Skagfirðingabraut 21.
b)      Grenihlíð 7.
 
 
AFGREIÐSLUR:
 
    1.    Lögð fram umsókn Kaupfélags Skagfirðinga, kt. 680169-5009, um endurnýjun leyfis til vínveitinga í húsnæði útibús Kaupfélagsins í Varmahlíð tímabilið 01.07. 2004 – 30.06. 2006.  Jákvæðar umsóknir hafa borist frá umsagnaraðilum.
Byggðarráð samþykkir að veita vínveitingaleyfið ofangreint tímabil.
 
    2.    Fundargerðir nefnda:
a)      Lögð fram fundargerð landbúnaðarnefndar frá 16. júní 2004.
      Byggðarráð samþykkir fundargerðina.
b)      Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 6. júlí 2004.
      Byggðarráð samþykkir fundargerðina.
b)   Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 16. júlí 2004.
      Byggðarráð samþykkir fundargerðina.
 
    3.    Eignasjóður:
a)      Sveitarstjóri gerir grein fyrir stöðu mála varðandi eignarhald á Skagfirðingabraut 21.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna áfram að málinu.
 
b)      Lagt  fram bréf íbúa Grenihlíðar 7 um kaup á íbúðinni. 
Sviðsstjóra Eignasjóðs falið að vinna að málinu.
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.1115