Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

275. fundur 25. ágúst 2004
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 275 – 25.08. 2004
_____________________________________________________________________________ 
 
 
Ár 2004, miðvikudaginn 25. ágúst kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1300.
Mætt voru: Gísli Gunnarsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, áheyrnarfulltrúi S-lista og Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri.
 
Dagskrá:
 
                  1.            Erindi frá félags- og tómstundanefnd varðandi “Hús frítímans”
                  2.            Erindi frá fræðslu- og menningarnefnd varðandi Árvist
a)      Gjaldskrá Árvistar
b)      Aukið rekstrarfé vegna breyttra aðstæðna
                  3.            Tilkynning frá sjávarútvegsráðuneytinu um úthlutun byggðakvóta
                  4.            Heimild til aukningar stöðugilda á fjármálasviði
                  5.            Rekstraryfirlit aðalsjóðs fyrstu 7 mánuði ársins
                  6.            Málefni Eignasjóðs
                  7.            Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra
b)      Bréf frá Burðarási hf.
c)      Bréf frá Knattspyrnusambandi Íslands
 
AFGREIÐSLUR:
 
    1.    Tekið fyrir erindi sem vísað var til byggðarráðs frá félags- og tómstundanefnd 16. ágúst sl. varðandi “Hús frítímans”.  Á fundinn komu Gunnar Sandholt sviðstjóri fjölskyldu- og þjónustusviðs og María Björk Ingvadóttir æskulýðs- og tómstundafulltrúi og kynntu verkefnið.
Byggðarráð samþykkir að reynt verði að fá húsnæði leigt undir verkefnið.
 
    2.    Tekið fyrir erindi frá fræðslu- og menningarnefnd varðandi Árvist.  Áður á dagskrá 17. ágúst 2004.
a)      Gjaldskrá Árvistar.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána með þeim breytingum að ekkert hámark verði á mánaðargjaldi.  Gildistími gjaldskrárinnar verði frá 1. september til og með 31. desember 2004.  Fræðslu- og menningarnefnd verði falið að skilgreina þjónustu Árvistar enn frekar.
b)      Aukið rekstrarfé vegna breyttra aðstæðna.
Byggðarráð samþykkir að færa rekstrarfé til Árvistar að upphæð kr. 1.000.000 og það tekið af málaflokki 02.  Sviðstjóra fjölskyldu- og þjónustusviðs falið að gera breytinguna og tilkynna fjármálastjóra.
 
    3.    Lögð fram tilkynning frá sjávarútvegsráðuneytinu, dagsett 16. ágúst 2004 varðandi úthlutun byggðakvóta.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að sækja um byggðakvóta.
 
    4.    Lagt fram erindi frá sviðstjóra fjármálasviðs, dagsett 23. ágúst 2004, þar sem óskað er eftir heimild til að fjölga stöðugildum á sviðinu um hálft frá 1. september nk.
Byggðarráð samþykkir erindið.
 
    5.    Lagt fram og kynnt rekstraryfirlit fyrir aðalsjóð fyrstu sjö mánuði ársins.
 
    6.    Málefni eignasjóðs.  Elsa Jónsdóttir sviðstjóri eignasjóðs kom á fundinn.
a)      Lagt fram tilboð í fasteignina Grenihlíð 7, Sauðárkróki.
Byggðarráð samþykkir að fela sviðstjóra eignasjóðs að gera gagntilboð.
 
Elsa vék af fundi.
 
    7.    Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Lagt fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra, dagsett 20. ágúst 2004 þar sem kynntar eru afgreiðslur heilbrigðisnefndar frá 17. ágúst 2004.
b)      Lagt fram bréf frá Burðarási hf. dagsett 13. ágúst 2004.
c)      Lagt fram bréf frá Knattspyrnusambandi Íslands, dagsett 16. ágúst 2004 þar sem þakkaðar eru móttökur vegna Norðurlandamóts U21 kvenna 2004.
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 1505.