Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Fundur 277 – 14.09. 2004
_____________________________________________________________________________
Ár 2004, þriðjudaginn 14. september kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1000.
Mætt voru:
Dagskrá:
1. Framkvæmdastjóri Elements ehf., Jóhann Kristjánsson kemur til fundar
2. Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga
3. Erindi vegna úthlutunar 57 þorskígildistonna byggðakvóta
4. Bréf frá fjárlaganefnd Alþingis vegna árlegs fundar
5. Bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki varðandi uppsögn samnings um Geymsluna
6. Bréf og kynntar fundargerðir:
a) Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi fjármálaráðstefnu sveitarfélaga
AFGREIÐSLUR:
1.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að svara bréfi Elements ehf. varðandi tillögur um verklok á uppsetningu á nýju upplýsingakerfi fyrir sveitarfélagið.
Jóhann og Heiðar véku af fundi.
2. Lagt fram bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dagsett 7. september 2004, þar sem óskað er skýringa á miklu fráviki útgjalda í ársreikningi 2003 frá fjárhagsáætlun ársins og hver þróunin hefur verið í fjármálum sveitarfélagsins á árinu 2004 í samanburði við fjárhagsáætlun.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að svara erindinu.
3. Lagt fram bréf frá Stefáni Þórarinssyni, ráðgjafa hjá Nýsi, dagsett 3. september 2004, varðandi 57 þorskígildistonna byggðakvóta Byggðastofnunar sem fellur í hlut Hofsóss. Óskað er eftir áliti hvort skilyrði samningsins hafi verið efnd á síðasta fiskveiðiári og hvort forsendur séu fyrir úthlutun á grundvelli hans til sömu aðila aftur, þ.e. fiskverkunarinnar Kolku.
Byggðarráð samþykkir að byggðakvótanum verði úthlutað til fiskverkunarinnar Kolku þar sem skilyrði samningsins hafi verið efnd á síðasta ári.
4. Lagt fram bréf frá fjárlaganefnd Alþingis, dagsett 4. september 2004 varðandi fundartíma nefndarinnar með sveitarstjórnarmönnum vegna fjárlagaársins 2005.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að leggja drög að erindum sem ræða á við nefndina. Reynt verði að ná fundi þriðjudaginn 28. september nk., eftir hádegi.
5. Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 1. september 2004, þar sem hann tilkynnir að embættið geti ekki lagt fram 150.000 kr. framlag árið 2005 og staðið við samning um forvarnarstarf og rekstur tómstunda- og menningarhúss fyrir ungt fólk í Skagafirði, Geymsluna og er því sagt upp með þriggja mánaða fyrirvara.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til félags- og tómstundanefndar.
6. Bréf og kynntar fundargerðir:
a) Lagt fram bréf dagsett 3. september 2004, frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem haldin verður 1. og 2. nóvember 2004 í Reykjavík.
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 1155.