Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Fundur 280 – 07.10. 2004
_____________________________________________________________________________
Ár 2004, fimmtudaginn 7. október kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1300.
Mætt voru:
Dagskrá:
1. Stjórn Skagafjarðarveitna ehf. kemur til fundar vegna erindis frá Norðurorku
2. Erindi frá Landsvirkjun
3. Tilkynning um aukaársþing SSNV
4. Beiðni um lækkun á skipulagsgjaldi/byggingaleyfisgjaldi
5. Erindi frá KPMG vegna úttektar
6. Eignasjóður
a) Tilboð í fasteignina Jöklatún 18, Sauðárkróki
b) Erindi frá Ferðaþjónustunni að Steinsstöðum
7. Bréf og kynntar fundargerðir:
a) Bréf frá Siglufjarðarkaupstað vegna flugsamgangna
b) Bréf frá FNV – uppsögn samnings
c) Tilkynningar skv. 10. gr. jarðalaga nr. 81/2004
i. 50#PR landspildunnar Bakkakot, landnr. 197573
ii. Sumarhús og land í landi Litlu-Hlíðar landnr. 146203
iii. Jörðin Tjarnir, landsnr. 146595
iv. Sumarbústaðaland í landi Litlu-Brekku, landnr. 192708
v. Aðilaskipti á jörðinni Héraðsdal I, landnr. 146172
vi. Aðilaskipti á jörðinni Bæ, landnr. 146513
AFGREIÐSLUR:
1. Fundi með stjórn Skagafjarðarveitna ehf. frestað til 19. október nk.
2. Lagt fram bréf frá Landsvirkjun, dagsett 23. september 2004 varðandi rannsóknir á vatnasviði Vestari- og Austari-Jökulsár í Skagafirði.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að finna fundartíma með forsvarsmönnum Landsvirkjunar varðandi málið.
3. Lögð fram til kynningar tilkynning um aukaársþing
4. Lagt fram bréf frá Sameiningu ehf., dagsett 25. september 2004, þar sem óskað er eftir lækkun á byggingaleyfisgjöldum árin 2003 og 2004.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að kanna málið.
5. Lagt fram erindi frá KPMG Ráðgjöf, þar sem óskað er eftir aðgengi að fjárhagslegum upplýsingum úr fjárhagsgrunni sveitarfélagsins til fjárhagssamanburðar við önnur sveitarfélög. Einnig er lögð fram verkefnistillaga um úttekt og samanburð á völdum þáttum rekstrar og samanburð við a.m.k. þrjú önnur sambærileg sveitarfélög.
6. Eignasjóður –
a) Lagt fram tilboð í fasteignina Jöklatún 18, Sauðárkróki að upphæð kr. 7.700.000. Einnig lagt fram mat Ágústs Guðmundssonar lögg. fasteignasala á líklegu söluverði fasteignarinnar.
Byggðarráð samþykkir að fela sviðstjóra eignasjóðs að gera gagntilboð.
b) Lagt fram erindi frá Ferðaþjónustunni Steinsstöðum, dagsett 2. október 2004 varðandi framkvæmdir við Steinsstaðaskóla. Óskað er eftir viðræðum um hlut eignasjóðs í framkvæmdunum.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna að málinu.
7. Bréf og kynntar fundargerðir:
a) Lagt fram afrit af bréfi til samgönguráðuneytisins dagsett 30. september 2004 frá Siglufjarðarkaupstað varðandi flugsamgöngur við Sauðárkrók og Siglufjörð.
b) Lagt fram bréf frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, dagsett 28. september 2004 þar sem tilkynnt er um uppsögn á samningi um bætta unglingamenningu.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til félags- og tómstundanefndar og beinir því til nefndarinnar að gera úttekt á verkefninu.
c) Lagðar fram tilkynningar um sölu lands skv. 10. gr. jarðalaga nr. 81/2004
i. 50#PR landspildunnar Bakkakot, landnr. 197573
ii. Sumarhús og land í landi Litlu-Hlíðar landnr. 146203
iii. Jörðin Tjarnir, landsnr. 146595
iv. Sumarbústaðaland í landi Litlu-Brekku, landnr. 192708
v. Aðilaskipti á jörðinni Héraðsdal I, landnr. 146172
vi. Aðilaskipti á jörðinni Bæ, landnr. 146513
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 1447.
ì