Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Fundur 282 – 19.10. 2004
_____________________________________________________________________________
Ár 2004, þriðjudaginn 19. október kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1300.
Mættir voru:
Dagskrá:
1. Stjórn Skagafjarðarveitna ehf. kemur til fundar vegna erindis frá Norðurorku
2. Ragnheiður Traustadóttir kemur til fundar vegna fornleifarannsókna í Skagafirði
3. Formaður skipulags- og bygginganefndar kynnir stöðu sorpförgunarmála
4. Erindi vísað til byggðarráðs frá sveitarstjórn v/refa- og minkaeyðingar
5. Áskorun til sveitarstjórnar vegna dragnótaveiða - undirskriftarlisti
6. Áskorun frá samtökum grunnskólakennara
7. Trúnaðarmál
8. Beiðni um lækkun á skiplagsgjaldi/byggingaleyfisgjaldi – erindi áður á dagskrá 7. okt. 2004
9. Bréf og kynntar fundargerðir:
a) Bréf frá Birni Baldurssyni
b) Fundargerð stjórnar Félagsheimilisins Miðgarðs 4. október 2004
c) Fundargerð 28. fundar framkvæmdanefndar v/Landsmóts UMFÍ 2004
AFGREIÐSLUR:
1. Stjórn Skagafjarðarveitna ehf. ásamt veitustjóra kom á fundinn vegna erindis frá Norðurorku.
Byggðarráð hafnar öllum hugmyndum um yfirtöku eða sölu á Skagafjarðarveitum ehf. Byggðarráð telur hinsvegar jákvætt að eiga viðræður um mögulegt samstarf á ýmsum sviðum við Norðurorku eins og önnur fyrirtæki á sama sviði þar sem sjálfstæði Skagafjarðarveitna ehf. er tryggt.
Viku fundargestir af fundi.
2. Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur kom á fundinn og kynnti fornleifarannsóknir í Skagafirði. Einnig var viðstaddur
Byggðarráð lýsir mikilli ánægju með það starf sem unnið hefur verið í fornleifarannsóknum í Skagafirði undanfarin misseri og leggur áherslu á að það starf nýtist til áframhaldandi uppbyggingar á þessu sviði í Skagafirði.
Ragnheiður og Heiðar viku af fundi.
3. Bjarni Maronsson formaður skipulags- og bygginganefndar kynnti stöðu sorpförgunarmála. Ræddur verksamningur við Jarðfræðistofuna Stapa sem kynntur var á síðasta fundi.
Byggðarráð samþykkir verksamninginn fyrir sitt leyti og rúmast þátttaka sveitarfélagsins innan fjárhagsáætlunar 2004.
4. Lagt fram erindi frá sveitarstjórn vegna refa- og minkaeyðingar. Sjá fundargerð landbúnaðarnefndar 23. september 2004.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir að formaður landbúnaðarnefndar komi á fund til viðræðu um málið.
5. Lagt fram ódagsett bréf ásamt undirskriftalistum frá smábátafélaginu Skalla, varðandi tillögu aðalfundar félagsins frá 26. september 2004 um að dragnótaveiðar verði bannaðar á Skagafirði innan línu sem dregin er úr Ketubjörgum í Almenningsnöf.
Byggðarráð tekur undir ofangreinda tillögu smábátafélagsins Skalla og samþykkir að leggja til við sjávarútvegsráðuneytið að dragnótaveiðar verði bannaðar á Skagafirði innan línu sem dregin er úr Ketubjörgum í Almenningsnöf.
6. Lögð fram til kynningar áskorun frá Bandalagi kennara á Norðurlandi eystra og Kennarasambandi Norðurlands vestra varðandi kjaramál kennara.
7. Sjá trúnaðarbók.
8. Erindi frá Sameiningu ehf. – áður á dagskrá 7. október 2004.
Byggðarráð samþykkir að hafna óskum um lækkun á byggingaleyfisgjöldum.
9. Bréf og kynntar fundargerðir:
a) Lagt fram bréf frá Birni Baldurssyni, dagsett 14.10. 2004 varðandi breytingu á reglugerð 670/1998 um vinnumarkaðsaðgerðir.
b) Lögð fram fundargerð stjórnar Félagsheimilisins Miðgarðs frá 4. október 2004.
c) Lögð fram fundargerð framkvæmdanefndar v/Landsmóts UMFÍ 2004 frá 15. október 2004.
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 1540.
ì