Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

284. fundur 09. nóvember 2004
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 284 – 09.11. 2004
_____________________________________________________________________________ 
 
 
Ár 2004, þriðjudaginn 9. nóv. kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1300.
 
Mætt voru: Gísli Gunnarsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi S-lista og Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri.
 
Dagskrá:
 
                  1.            Menningarhús
                  2.            Samningur um uppbyggingu skíðasvæðis í Tindastóli.  Erindi vísað til byggðarráðs frá félags- og tómstundanefnd
                  3.            Samningur um net- og símaþjónustu
                  4.            Aðalfundarboð Fjölnets hf.
                  5.            Rekstur aðalsjóðs fyrstu níu mánuði ársins
                  6.            Svæðisskipulag Austur-Húnavatnssýslu
                  7.            Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Bréf frá formanni Samtaka tónlistarskólastjóra
b)      Tilkynningar skv. 10. gr. jarðalaga nr. 81/2004
                                                         i.      Aðilaskipti á jörðinni Lambanesi í Skagafirði, landnr. 146837
                  
AFGREIÐSLUR:
 
    1.    Lögð fram drög að samkomulagi menntamálaráðuneytis og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um menningarhús í Skagafirði. Samkomulagið er byggt á skýrslu nefndar um byggingu menningarhúsa í Skagafirði.  Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðstjóri markaðs- og þróunarsviðs kom inn á fundinn.
Byggðarráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti.
 
Heiðar vék af fundinum.
 
    2.    Lagður fram samningur um uppbyggingu skíðasvæðis í Tindastóli.  Vísað til byggðarráðs frá félags- og tómstundanefnd 26. október sl.
Byggðarráð leggur til  að 5. grein samningsins verði breytt.
 
    3.    Lagður fram samingur um net- og símaþjónustu við Fjölnet hf.  Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðstjóri markaðs- og þróunarsviðs kom á fundinn.
Byggðarráð samþykkir samninginn.
 
Heiðar vék af fundinum.
 
    4.    Lagt fram til kynningar aðalfundarboð Fjölnets hf. vegna ársins 2003.  Fundurinn verður haldinn 19. nóvember nk.
 
    5.    Fjármálastjóri lagði fram og kynnti upplýsingar um rekstur aðalsjóðs fyrstu níu mánuði ársins.
 
    6.    Lagt fram bréf frá Teiknistofu Guðrúnar Jónsdóttur, dagsett 19. október 2004, varðandi svæðisskipulag Austur-Húnavatnssýslu.
Byggðarráð samþykkir að vísa skipulaginu til skipulags- og byggingarnefndar og umhverfisnefndar til umsagnar.  Stefnt er að afgreiðslu umsagnar á næsta sveitarstjórnarfundi.
 
    7.    Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Lagt fram bréf frá Samtökum tónlistarskólastjóra, dagsett 1. nóvember 2004 varðandi málþing um nýja lagasetningu um tónlistarskóla.
b)      Tilkynningar skv. 10. gr. jarðalaga nr. 81/2004.
                                                   i.      Aðilaskipti á jörðinni Lambanesi í Fljótum, landnr. 146837
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 1505.