285. fundur
16. nóvember 2004
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 285 – 16.11. 2004
_____________________________________________________________________________ Ár 2004, þriðjudaginn 16. nóv. kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1320. Mætt voru: Gísli Gunnarsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bjarni Jónsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi S-lista og Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri. Dagskrá:
1. Kostnaðaráætlun fyrir smábátahöfn í Haganesvík. Erindi vísað til byggðarráðs frá samgöngunefnd 2. Umsögn um umsókn Selsbursta ehf um leyfi til að reka veitingastofu “Undir byrðunni” í Hólaskóla, Hólum í Hjaltadal. 3. Fundarboð – almennur fundur í Veiðifélaginu Flóka 4. Álagningarprósentur 5. Erindi frá Þórólfi Gíslasyni og Inga Friðbjörnssyni varðandi Hólaskóla 6. Fundarboð – aukaaðalfundur ANVEST 7. Fyrirspurn frá Gunnari Braga Sveinssyni 8. Fundur með Landsvirkjun 9. Eignasjóður a) Fundarboð eigendafundar Miðgarðs 10. Bréf og kynntar fundargerðir: a) Bréf frá samtökum tónlistarskólastjóra Afgreiðslur:
1. Lögð fram til kynningar kostnaðaráætlun fyrir smábátahöfn í Haganesvík. Erindi vísað til byggðarráðs frá samgöngunefnd 4. nóvember 2004. Byggðarráð upplýsir að sótt hafi verið um fjárframlag til fjárlaganefndar Alþingis vegna þessa verkefnis. 2. Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 10. nóvember 2004, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Selsbursta ehf. um leyfi til að reka veitingastofu “Undir byrðunni” í Hólaskóla, Hólum í Hjaltadal. Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina. 3. Lagt fram fundarboð um almennan fund í Veiðifélaginu Flóka, sem haldinn verður að Sólgörðum í Fljótum þann 20. nóvember nk. Byggðarráð samþykkir að fela fulltrúa landbúnaðarnefndar að sækja fundinn. 4. Sveitarstjóri mælti fyrir tillögu um að álagningarprósenta útsvars í Sveitarfélaginu Skagafirði fyrir árið 2005 verði óbreytt þ.e. 13,03#PR. Byggðarráð samþykkir tillöguna. Lögð fram tillaga um álagningu fasteignagjalda og gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpurðun á árinu 2005:
Álagning fasteignagjalda:
Sauðárkrókur:
Fasteignaskattur A-flokkur 0,43#PR
Fasteignaskattur B-flokkur 1,58#PR
Lóðarleiga íbúðarlóða 1,00#PR
Lóðarleiga atvinnulóða 2,00#PR
Lóðarleiga ræktunarlands, kr. á m2 0,60
Holræsagjald 0,275#PR
Sorphirðugjald á ílát, kr. 7.950
Hofsós og Varmahlíð:
Fasteignaskattur A-flokkur 0,43#PR
Fasteignaskattur B-flokkur 1,54#PR
Lóðarleiga íbúðarlóða 1,00#PR
Lóðarleiga atvinnulóða 2,00#PR
Lóðarleiga ræktunarlands, kr. á m2 0,60
Holræsagjald 0,275#PR
Sorphirðugjald á ílát, kr. 7.950
Dreifbýli:
Fasteignaskattur A-flokkur 0,43#PR
Fasteignaskattur B-flokkur 1,54#PR
Gjalddagar verði sjö á tímabilinu febrúar – ágúst.
Reglur um niðurfellingu fasteignaskatts elli- og örorkulífeyrisþega verði óbreyttar frá árinu 2004. Afsláttur er einungis veittur af fasteignaskatti og verður kr. 35.000 annars vegar og 17.500 hins vegar.
Fasteignaskattur verður eingöngu felldur niður af því húsnæði elli- og örorkulífeyrisþega sem þeir búa í sjálfir.
Tillagan samþykkt.
Byggðarráð leggur til eftirfarandi breytingar á gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpurðun í Sveitarfélaginu Skagafirði á árinu 2005:
1. grein
Sorphirðugjald á ílát, sumarhús verður kr. 2.750
Sorphirðugjald á ílát, íbúðarhúsnæði verður kr. 7.950
2. grein
I. Flokkur 1 kr. 6.200
Flokkur 2 kr. 37.100
Flokkur 3 kr. 111.300
Flokkur 4 kr. 222.600
Flokkur 5 kr. 445.200
II. Bújarðir með atvinnustarfsemi kr. 7.700
Þjónustubýli kr. 3.600
Sumarbústaði kr. 1.800
Byggðarráð samþykkir ofangreinda gjaldskrá. 5. Lagt fram bréf frá Þórólfi Gíslasyni og Inga Friðbjörnssyni, dagsett 10. nóvember 2004 varðandi ósk um fjárstuðning við uppbyggingu rannsóknar- og kennsluaðstöðu Hólaskóla á Sauðárkróki. Byggðarráð lýsir ánægju sinni með að fyrirtæki skuli vilja koma að því að byggja upp aðstöðu fyrir fiskeldiskennslu og rannsóknir Hólaskóla á Sauðárkróki. Byggðarráð telur sér hins vegar ekki fært að koma með beinum fjárhagslegum hætti að fjármögnun þeirrar aðstöðu umfram það sem nú er. Bent er á að sveitarfélagið kemur með margvíslegum hætti að uppbyggingu og starfsemi Hólaskóla, svo sem í gegnum Skagafjarðarveitur ehf., byggðasafnið, gatnagerð, þjónustu og stuðningi við ýmis verkefni. Gunnar Bragi Sveinsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðsluna og telur að vísa eigi erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar og að sveitarfélagið tilnefni fulltrúa í átaksverkefnið. 6. Lagt fram til kynningar fundarboð um aukaaðalfund ANVEST sem haldinn verður 10. desember 2004 á Blönduósi. 7. Verkfall kennara rætt. 8. Gísli Gunnarsson forseti byggðaráðs kynnti að sameiginlegur fundur byggðarráðs, Akrahrepps og Landsvirkjunar yrði haldinn í Varmahlíð 18. nóvember nk. 9. Eignasjóður. a) Lagt fram til kynningar fundarboð um eigendafund vegna Félagsheimilisins Miðgarðs sem haldinn verður 16. nóvember 2004. 10. Bréf og kynntar fundargerðir: a) Lagt fram bréf frá Samtökum tónlistarskólastjóra, dagsett 11. nóvember 2004 þar sem fram kemur að áður boðað málþing um nýja lagasetningu um tónlistarskóla verður ekki haldið. Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 1525. ì