287. fundur
30. nóvember 2004
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 287 – 30.11. 2004
Ár 2004, þriðjudaginn 30. nóv. kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1030. Mætt voru: Gísli Gunnarsson, Bjarni Jónsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi S-lista og Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri. Dagskrá:
1. Staða mála varðandi starfsmat 2. Boðun hluthafafundar hjá Skagafjarðarveitum ehf. 3. Aðalfundarboð – Snorri Þorfinnsson ehf. 4. Fjárhagsáætlun 5. Brunavarnir Skagafjarðar - vinnuferlar 6. Eignasjóður a) Víðigrund 24 7. Bréf og kynntar fundargerðir: a) Fundargerð stjórnar Anvest frá 12. nóv. 2004 b) Beiðnir um umsagnir um frumvörp til laga: i. Mat á umhverfisáhrifum og skipulags- og byggingarlög ii. Lánasjóður sveitarfélaga iii. Tekjuskattur og eignarskattur c) Tilkynningar skv. 10. gr. jarðalaga nr. 81/2004: i. Aðilaskipti á jörðunum Héraðsdal 1 og 2, Hyrnu og Steintúni. Afgreiðslur:
1. Sveitarstjóri fór yfir og kynnti stöðu mála varðandi starfsmat. Stefnt er að uppgjöri við launþega í næstu viku. 2. Lagt fram til kynningar fundarboð um hluthafafund í Skagafjarðarveitum ehf., fimmtudaginn 9. desember nk. Á dagskrá eru m.a. breytingar á samþykktum félagsins. 3. Lagt fram til kynningar aðalfundarboð Snorra Þorfinnsonar ehf. sem haldinn verður 3. desember 2004 í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík. 4. Farið yfir verkstöðu í fjárhagsáætlanagerð vegna ársins 2005. Lagður fram til kynningar listi frá tæknideild yfir framkvæmdaþörf. 5. Lagðir fram til kynningar vinnuferlar Brunavarna Skagafjarðar vegna eftirfylgni skoðana og beitingu þvingunarúrræða. 6. Eignasjóður. Elsa Jónsdóttir sviðstjóri kom á fundinn. a) Víðigrund 24 - íbúð. Byggðarráð samþykkir að auglýsa íbúðina til sölu. Elsa vék af fundi. 7. Bréf og kynntar fundargerðir: a) Fundargerð stjórnar Anvest frá 12. nóvember 2004. b) Beiðnir um umsagnir um frumvörp til laga: i. Mat á umhverfisáhrifum og skipulags- og byggingarlög. ii. Lánasjóður sveitarfélaga iii. Tekjuskattur og eignarskattur c) Tilkynningar skv. 10. gr. jarðalaga nr. 81/2004: i. Aðilaskipti á jörðunum Héraðsdal 1 og 2, Hyrnu og Steintúni. Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 1226.