Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Fundur 288 – 07.12. 2004
Ár 2004, þriðjudaginn 7. des. kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1315.
Mætt voru:
Dagskrá:
1. Samningur um símaþjónustu. Sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs kemur til fundar2. Fjárhagsáætlun 2005
3. Starfsmat
4. Erindi frá vegamálastjóra - Þverárfjallsvegur
5. Samningur vegna flugafgreiðslu á Alexandersflugvelli
6. Brunavarnir Skagafjarðar - vinnuferlar
7. Bréf og kynntar fundargerðir:
a) Bréf frá sameiningarnefnd sveitarfélaga - umsagnarfrestur
b) Bréf vegna “Húss frítímans”
Afgreiðslur:
1. Byggðarráð samþykkir að gengið verði til samninga við Símann.
Heiðar vék af fundi.
2. Sveitarstjóri lagði fram og kynnti fjárhagsáætlun sveitarsjóðs A og B hluta fyrir árið 2005.
3. Sveitarstjóri lagði fram og kynnti upplýsingar um vinnu við starfsmat. Ljóst er að um er að ræða umtalsverða útgjaldaaukningu fyrir sveitarfélagið.
4. Lagt fram bréf frá Vegagerðinni, dagsett 11. nóvember 2004 varðandi Þverárfjallsveg um Gönguskarðsárósa.
Gísli Gunnarsson leggur fram svohljóandi bókun: “Byggðarráð telur eðlilegt að verða við óskum Vegagerðarinnar. Þar sem neðri leiðin er 40 milljónum króna ódýrari í stofnkostnaði mun sú leið flýta fyrir gerð Þverárfjallsvegar til hagsbóta fyrir íbúa og fyrirtæki í sveitarfélaginu.” Samþykkt.
5. Lagt fram samkomulag á milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Steinunnar D. Lárusdóttur um umsjón með komu og brottför flugvéla Landsflugs á Alexandersflugvelli. Samkomulagið gildir til 1. janúar 2005.
Byggðarráð samþykkir samninginn. Þessi fjárútlát verða tekin af málaflokki 13 – atvinnumál.
6. Lagðir fram vinnuferlar Brunavarna Skagafjarðar vegna eftirfylgni skoðana og beitingu þvingunarúrræða. Áður á dagskrá byggðarráðs 30. nóvember 2004.
Þessum lið frestað.
7. Bréf og kynntar fundargerðir:
a) Lagt fram bréf frá nefnd um sameiningu sveitarfélaga, dagsett 3. desember 2004 varðandi umsagnarfrest um sameiningartillögur.
b) Lagt fram bréf dagsett 24. nóvember 2004 varðandi “Hús frítímans”.
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 1505.