Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Fundur 289 – 21.12. 2004
Ár 2004, þriðjudaginn 21. des. kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1315.
Mætt voru:
Dagskrá:
1. Brunavarnir Skagafjarðar – vinnuferlar. Óskar S. Óskarsson slökkviliðsstjóri kemur til fundar2. Kaupsamningur v/eigna Skógræktar ríkisins í landi Reykjarhóls
3. Úthlutun kvóta til Hofsóss
4. Umsókn um niðurfellingu gjalda
5. Starfsmat
6. Fjárhagsáætlun 2005
7. Eignasjóður
a) Íbúðakaup
8. Bréf og kynntar fundargerðir:
a) Bréf frá Samtökum dragnótamanna
b) Tilkynningar skv. 10. gr. jarðalaga nr. 81/2004
i. Aðilaskipti á jörðinni Steintúni, landnr. 146234
ii. Aðilaskipti á jörðinni Stóru-Brekku, landnr. 146903
Afgreiðslur:
1. Lagðir fram vinnuferlar frá Brunavörnum Skagafjarðar – áður á dagskrá byggðarráðs 30. nóvember og 7. desember sl. Óskar S. Óskarsson slökkviliðsstjóri kom til viðræðu um málið. Einnig var fjallað um önnur mál er lúta að starfi slökkviliðsins.Byggðarráð samþykkir vinnuferla Brunavarna Skagafjarðar vegna eftirfylgni skoðana og beitingu þvingunarúrræða.
Byggðarráð vill koma á framfæri þakklæti til slökkviliðsins fyrir skjót viðbrögð og gott starf þegar hörmulegur bruni átti sér stað á Sauðárkróki fyrir skemmstu.
Óskar vék af fundi.
2. Lagður fram kaupsamningur milli Skógræktar ríkisins og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um 0,990 ha spildu úr jörðinni Reykjarhóli (landnúmer 146063) ásamt aðstöðuhúsum. Kaupverðið er kr. 600.000. Einnig er samkomulag greiðslu fyrir ræktun að upphæð kr. 510.000.
3. Lagt fram til kynningar bréf frá sjávarútvegsráðuneytinu, dagsett 6. desember 2004 þar sem fram kemur að 77,7 þorskígildistonn koma í hlut Hofsóss á yfirstandandi fiskveiðiári skv. reglugerð um úthlutun kvóta til stuðnings byggðarlögum.
4. Sjá trúnaðarbók.
5. Sveitarstjóri kynnti og fór yfir starfsmat og útreikninga tengda þeim. Komið er í ljós að leiðrétting frá 1. desember 2002 til 31.12. 2004 mun kosta sveitarfélagið rúmlega 30 milljónir króna.
Byggðarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætluninni með áorðnum breytingum til síðari umræðu sveitarstjórnar.
7. Eignasjóður:
a) Sveitarstjóri upplýsti að sveitarfélagið keypti á nauðungarsölu íbúð og bílskúr að Öldustíg 7, Sauðárkróki.
8. Bréf og kynntar fundargerðir:
a) Lagt fram bréf frá Samtökum dragnótamanna dagsett 2. desember 2004 ásamt ályktun aðalfundar samtakanna 27. nóvember 2004.
b) Tilkynningar skv. 10. gr. jarðalaga nr. 81/2004
i. Aðilaskipti á jörðinni Steintúni, landnr. 146234
ii. Aðilaskipti á jörðinni Stóru-Brekku, landnr. 146903
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 1615.