Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Fundur 290 – 28.12. 2004
Ár 2004, þriðjudaginn 28. des. kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1400.
Mætt voru:
Dagskrá:
1. Úthlutun kvóta til Hofsóss. Áður á dagskrá 21. des. 20042. Erindi Gunnars Braga Sveinssonar varðandi úttekt KPMG
3. Menntasjóður sviðsstjóra
4. Erindi frá Yfirfasteignamatsnefnd – beiðni um umsögn vegna kæru
5. Umsókn um lengdan opnunartíma veitingastaðarins Bar-inn
6. Umsókn um lengdan opnunartíma veitingastaðarins Kaffi
7. Umsókn um lengdan opnunartíma veitingastaðarins Ólafshúss
8. Fjárhagsáætlun 2006-2008
9. Samningur um verkefnastjóra vegna skráningarmála
10. Gjaldskrárbreytingar
11. Bréf og kynntar fundargerðir:
a) Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
b) Tilkynningar skv. 10. gr. jarðalaga nr. 81/2004
i. Aðilaskipti á hluta af landi Steintúns, landnr. 199117
Afgreiðslur:
1. Lagt fram bréf frá sjávarútvegsráðuneytinu, dagsett 6. desember 2004 þar sem fram kemur að 77,7 þorskígildistonn koma í hlut Hofsóss á yfirstandandi fiskveiðiári skv. reglugerð um úthlutun kvóta til stuðnings byggðarlögum. Áður á dagskrá byggðarráðs 21. desember 2004.2. Að ósk Gunnars Braga Sveinssonar var rætt um úttekt KPMG og samning þar að lútandi (Sjá samþykkt byggðarráðs 7. okt. 2004). Sveitarstjóri upplýsti um stöðu málsins.
3. Sveitarstjóri lagði fram viðauka við reglur um launakjör embættismanna Sveitarfélagsins Skagafjarðar frá 31.12. 2002. Breytingin varðar endur- og eftirmenntun.
Byggðarráð samþykkir viðaukann með áorðnum breytingum.
4. Lagt fram bréf frá Yfirfasteignamatsnefnd, dagsett 16. desember 2004, þar sem óskað er eftir umsögn vegna kæru ákvörðunar Fasteignamats ríkisins um endurmat fasteignamats fiskeldisstöðvarinnar Hraun I, fastanr. 214-4026.
Byggðarráð telur óásættanlegt að fasteignamatið lækki frekar og felur sveitarstjóra að svara erindinu.
5. Lagður fram tölvupóstur frá Guðmundssonum ehf. dagsettur 27. desember 2004, þar sem sótt er um að fá leyfi til að hafa veitingastaðinn Bar-inn opinn á nýársnótt til kl. 04:00.
Byggðarráð samþykkir að heimila opnun til kl. 04:00.
6. Lagt fram bréf frá JASK ehf., dagsett 23. desember 2004, þar sem sótt er um að fá leyfi til að hafa veitingastaðinn Kaffi Krók opinn á nýársnótt til kl. 05:00.
Byggðarráð samþykkir að heimila opnun til kl. 04:00.
7. Lagður fram tölvupóstur frá Ólafshúsi, dagsettur 28. desember 2004, þar sem sótt er um leyfi til þess að hafa veitingastaðinn Ólafshús opinn á nýársnótt til kl. 04:00.
Byggðarráð samþykkir að heimila opnun til kl. 04:00.
8. Rætt um gerð þriggja ára áætlunar sveitarfélagsins og stofnana þess vegna tímabilsins 2006-2008.
9. Lögð fram drög að samningi á milli Fornleifavendar ríkisins og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um verkefnastjóra vegna skráningarmála. Samningurinn er til eins árs frá 10. janúar 2005.
Byggðarráð samþykkir samninginn og felur sveitarstjóra að ganga frá honum.
10. Fundargerð félags- og tómstundanefndar frá 17. desember 2004.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrárhækkanir þær er fram koma í fundargerðinni.
11. Bréf og kynntar fundargerðir:
a) Lagt fram bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dagsett 17. desember 2004, varðandi framlög sjóðsins.
b) Tilkynningar skv. 10. gr. jarðalaga nr. 81/2004
i. Aðilaskipti á hluta af landi jarðarinnar Steintúns, landnr. 199117.
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 1533