Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

291. fundur 11. janúar 2005
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 291 – 11.01. 2005
 
Ár 2005, þriðjudaginn 11. jan. kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1000.
Mætt voru: Gísli Gunnarsson, Bjarni Jónsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi S-lista og Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri.

Dagskrá:

                  1.            Erindi frá þjónustuhópi aldraðra – tómstundamál aldraðra
                  2.            Erindi frá Félagi skipstjórnarmanna – viðurkenning á samningsrétti
                  3.            Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga - verkfallslistar
                  4.            Tillaga frá formanni byggðarráðs
                  5.            Menningarhús
                  6.            Eignasjóður:
a)      Víðigrund 24 - tilboð
                  7.            Trúnaðarmál
                  8.            Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 28. desember 2004 um hækkun á framlagi í fjölskyldu- og styrktarsjóð
b)      Bréf frá embætti yfirdýralæknis - riðuveiki.
c)      Yfirlitsskýrsla um sjóvarnir
d)      Tilkynning frá Verkefna- og námsstyrkjasjóði KÍ
e)      Bréf frá Fiskiðjunni Skagfirðingi hf.- samruni Fiskiðjunnar Skagfirðings hf. og Skagstrendings hf.
f)        Úrskurður félagsmálaráðuneytisins varðandi vanhæfi

Afgreiðslur:

1.      Lagt fram bréf frá þjónustuhópi aldraðra, dagsett 29. desember 2004 varðandi tómstundamál aldraðra, þar sem þjónustuhópurinn lýsir stuðningi sínum við hugmyndir um Hús frítímans og óskar eftir upplýsingum um áform og framtíð tómstundamála aldraðra í Skagafirði.
Byggðarráð samþykkir að  vísa erindinu til félags- og tómstundanefndar.
 
Gunnar Bragi Sveinsson óskar bókað:”Samkvæmt skýrslu er unnin var um Hús frítímanns er kostnaðarauki sveitarfélagsins af verkefninu lítill eða enginn, en ávinningur þeirra sem nýta þjónustuna mikill og tel ég því að vinna eigi áfram með hugmyndina”.
 
Gísli Gunnarsson leggur fram svohljóðandi bókun:”Samkvæmt nánari athugun kom í ljós að kostnaður við kaup og lagfæringu á húseigninni hefði ekki orðið undir 25 milljónum króna fyrir utan rekstur”.
 
2.      Lagt fram bréf frá Félagi skipstjórnarmanna, dagsett 13. desember 2004, varðandi umboð til kjarasamningsgerðar fyrir félagsmenn Félags skipstjórnarmanna við hafnsögu, stjórn hafnrekinna báta og hafnarstarfsmenn með skipstjórnarréttindi.
Þar sem enginn starfsmaður sveitarfélagsins er í Félagi skipstjórnarmanna þá samþykkir byggðarráð að taka ekki afstöðu til erindisins.
 
3.      Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 27. desember 2004, varðandi útgáfu lista yfir þá starfsmenn sveitarfélagsins sem ekki hafa verkfallsheimild.  Sveitarstjóri lagði fram tillögu að lista yfir þá starfsmenn sveitarfélagsins sem ekki hafa verkfallsheimild.
Byggðarráð samþykkir framlagðan lista með áorðnum breytingum.
4.      Formaður byggðarráðs leggur fram svohljóðandi tillögu: Byggðarráð óskar eftir fundi með fulltrúum frá iðnaðarráðuneytinu vegna iðjukosta á Norðurlandi, sérstaklega með tilliti til Skagafjarðar”.
Samþykkt samhljóða.
 
Gunnar Bragi Sveinsson óskar bókað:”Undirritaður fagnar tillögu formanns byggðarráðs og lýsir fullum stuðningi við hana”.
 
5.      Rætt um byggingu menningarhúss í Skagafirði.  Félagsheimilið Miðgarður.
Byggðarráð samþykkir að stjórn eignasjóðs sveitarfélagsins verði í byggingarnefnd.  Óskað er eftir að Akrahreppur tilnefni einn fulltrúa í nefndina.
 
6.      Eignasjóður.  Elsa Jónsdóttir sviðstjóri kom inn á fundinn.
a)      Lögð fram kauptilboð frá Stefáni Agnari Gunnarssyni að upphæð kr. 6.000.000 og frá Guðnýju Jónu Guðmarsdóttur að upphæð kr. 6.400.00 í íbúð í fjölbýlishúsinu Víðigrund 24, 2.h.h.
Byggðarráð samþykkir að ganga að tilboði Guðnýjar Jónu Guðmarsdóttur.
b)      Innlausn félagslegrar íbúðar að Birkimel 16, Varmahlíð.
Byggðarráð samþykkir að innleysa íbúðina.
 
Elsa vék af fundi.
 
7.      Sjá trúnaðarbók.
 
8.      Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 28. desember 2004 um hækkun á framlagi í fjölskyldu- og styrktarsjóð.
b)      Bréf frá embætti yfirdýralæknis, dagsett 22. desember 2004, þar sem kynnt er að riðuveiki hafi komið upp á Ytri-Húsabakka.
c)      Bréf frá Siglingastofnun, dagsett 16. desember 2004 um yfirlitsskýrslu um sjóvarnir.
d)      Bréf frá Verkefna- og námsstyrkjasjóði KÍ, dagsett 15. desember 2004.
e)      Bréf frá Fiskiðjunni Skagfirðingi hf., dagsett 28. desember 2004, þar sem kynntur er samruni Fiskiðjunnar Skagfirðings hf. og Skagstrendings hf.  Nafn nýja félagsins verður FISK-seafood hf.
f)        Bréf frá félagsmálaráðuneytinu, dagsett 7. janúar 2005, varðandi úrskurð um vanhæfi Bjarna Maronssonar sveitarstjórnarfulltrúa í tillöguflutningi og afgreiðslu mála er varða Villinganesvirkjun.
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 1145