Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

293. fundur 25. janúar 2005
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 293 – 25.01. 2005
 
Ár 2005, þriðjudaginn 25. jan. kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1000.
Mætt voru: Gísli Gunnarsson, Bjarni Jónsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi S-lista og Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri.

Dagskrá:

                  1.            Samningur um innheimtu fasteignagjalda
                  2.            Auglýsing um skrá Sveitarfélagsins Skagafjarðar skv. 19. gr. laga nr. 94/1986
                  3.            Erindi frá Impru - nýsköpunarmiðstöð
                  4.            Hækkun á raforkuverði í dreifbýli
                  5.            Erindi frá samgöngunefnd – breyting á gjaldskrá Skagafjarðarhafna
                  6.            Stjórn Skagafjarðarveitna ehf. kemur til fundar varðandi Akrahrepp
                  7.            Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Tilkynningar skv. 10. gr. jarðalaga nr. 81/2004
                                                                     i.      Aðilaskipti á jörðinni Gilhaga, Lýt., Skagafirði, landnr. 146163
b)      Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
                                                                     i.      Ný lög um Lánasjóð sveitarfélaga

Afgreiðslur:

1.      Lagður fram samningur við Sparisjóð Skagafjaðar um innheimtu fasteignagjalda á árinu 2005.
Byggðarráð samþykkir samninginn.
Bjarni Jónsson óskar bókað:
 Samningurinn verði endurskoðaður fyrir 1. nóvember 2005 í ljósi bættrar fjárhagsstöðu sveitarfélagsins og heimildar til fjölgunar stöðugilda á fjármálasviði.
 
2.      Lögð fram drög að auglýsingu um skrá Sveitarfélagsins Skagafjarðar skv. 5-8. tl. 19.gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna ásamt bréfum frá Þroskaþjálfafélagi Íslands, dags. 18. janúar 2005, Félagi ísl. fræða – kjaradeild, dags. 20. jan. 2005 og Stéttarfélagi ísl. félagsráðgjafa, dags. 20. janúar 2005 varðandi framangreinda auglýsingu.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá birtingu listans í Stjórnartíðindum.
 
3.      Lagt fram bréf frá Impru nýsköpunarmiðstöð, dagsett 18. janúar 2005, varðandi verkefnið Brautargengi, sem er haldið fyrir konur á landsbyggðinni.  Óskað er eftir fjárstyrk frá sveitarfélaginu fyrir hvern þátttakanda úr sveitarfélaginu.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til skoðunar í atvinnu- og ferðamálanefnd.
 
4.      Byggðarráð mótmælir harðlega þeirri hækkun á raforkuverði sem framundan er og kemur verst niður á íbúum í dreifbýli.  Skorar byggðarráð á ríkisstjórnina að sjá til þess að hún komi ekki til framkvæmda.
 
5.      Lögð fram tillaga frá samgöngunefnd um hækkun gjaldskrár fyrir Skagafjarðarhafnir.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána.
 
Einnig tekin fyrir bókun samgöngunefndar frá fundi 21. janúar sl. varðandi raforkuverð.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að kanna málið.
 
Gréta Sjöfn vék af fundi.
 
 
6.      Stjórn Skagafjarðarveitna ehf. ásamt veitustjóra og Kristjáni Jónassyni lögg. endurskoðanda hjá KPMG, komu til fundar varðandi áform um lagningu hitaveitu í hluta Akrahrepps. 
 
Véku þau af fundi.
 
7.      Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Tilkynning skv. 10. gr. jarðalaga nr. 81/2004, aðilaskipti á hluta jarðarinnar Gilhaga, Lýt., Skagafirði, landnr. 146163
b)      Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga, dagsett 12. janúar 2005, varðandi ný lög um Lánasjóð sveitarfélaga.
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 1155