Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

295. fundur 09. febrúar 2005
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 295 – 09.02. 2005
 
Ár 2005, miðvikudaginn 9. feb. kom byggðarráð saman til fundar í Sólgarðaskóla kl. 1100.
Mætt voru: Gísli Gunnarsson, Bjarni Jónsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi S-lista og Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri.

Dagskrá:

                  1.            Þriggja ára áætlun 2006-2008
                  2.            Niðurfelling gjalda
                  3.            Trúnaðarmál
                  4.            Bréf frá stjórn Félagsheimilisins Bifrastar
                  5.            Öldustígur 7 e.h. - kaupsamningur
                  6.            Gjaldskrá leikskóla
                  7.            Eignasjóður
                  8.            Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Ársreikningur 2004 – Dvalarheimili aldraðra á Sauðá

Afgreiðslur:

1.      Lögð fram þriggja ára áætlun 2006-2008 fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess.
Byggðarráð samþykkir að vísa áætluninni til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
 
2.      Lögð fram bréf frá Flugu hf, dagsett 2. febrúar 2005 og Félagsheimilinu Höfðaborg, dagsett 3. febrúar 2005, þar sem óskað er eftir niðurfellingu á álagninu hluta fasteignaskatts eins og undanfarin ár.
Byggðarráð samþykkir að fella niður 70#PR af fasteignaskatti hjá Flugu hf. og 50#PR af fasteignaskatti Félagsheimilisins Höfðaborgar.
 
3.      Þessum lið frestað.
 
4.      Lagt fram bréf frá hússtjórn Félagsheimilisins Bifrastar, dagsett 8. febrúar 2005, varðandi viðhald á snyrtingum hússins.
Byggðarráð samþykkir að eignasjóður muni kosta nauðsynlegar lagfæringar.
 
5.      Lagður fram kaupsamningur um fasteignina Öldustíg 7 – efri hæð ásamt bílgeymslu, á milli sveitarfélagsins og Guðríðar Stefánsdóttur.  Kaupverð hljóðar upp á kr. 8.500.000.
Byggðarráð samþykkir kaupsamninginn.
 
6.      Lögð fram ný gjaldskrá vegna leikskóla þar sem fram kemur hækkun um 3#PR frá og með 1. apríl 2005.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána.
 
7.      Eignasjóður.
a)      Birkimelur 16, Varmahlíð.  Lagt fram gagntilboð í fasteignina frá Sigurði R. Sverrissyni.
Byggðarráð samþykkir að fela sviðsstjóra að gera loka gagntilboð að upphæð kr. 9.500.000.
 
8.      Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Lagður fram ársreikningur Dvalarheimilisins á Sauðá fyrir árið 2004.
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 1159