Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

297. fundur 22. febrúar 2005
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 297 – 22.02. 2005
 
Ár 2005, þriðjudaginn 22. feb. kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1000.
Mætt voru: Gísli Gunnarsson, Bjarni Jónsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri.

Dagskrá:

                  1.            Minnisblað – fundur byggðarráðs Skagafjarðar og bæjarráðs Siglufjarðar
                  2.            Samningur við Siglfirðinga vegna starfssemi Landsflugs
                  3.            Vinarbæjamót í Kongsberg
                  4.            Tækjakaup á íþróttavelli
                  5.            Greinargerð frá Norðurós um nýtingu byggðakvóta
                  6.            Minnisblað frá fræðslu- og íþróttafulltrúa v/Umf. Tindastóls
                  7.            Bréf frá Húsnæðissamvinnufélagi Skagafjarðar
                  8.            Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga
                  9.            Fundarboð v/Norðurlandsskóga
              10.            Niðurfelling gjalda
              11.            Eignasjóður
a)      Ársskýrsla 2004
b)      Málefni Steinsstaðaskóla
              12.            Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Bréf frá Iðnnemasambandi Íslands
b)      Tilkynningar skv. 10. gr. jarðalaga nr. 81/2004
                                                         i.      Aðilaskipti á 1/3 hluta af landsspildu nr. 7 í Valgarðslundi
c)      Boðun 19. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga

Afgreiðslur:

1.      Lagt fram minnisblað frá sameiginlegum fundi byggðarráðs og bæjarráðs Siglufjarðar í Sólgarðaskóla 9. febrúar 2005, þar sem m.a. eftirfarandi ályktun um samgöngumál var samþykkt samhljóða: “Sameiginlegur fundur byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar og bæjarráðs Siglufjarðar lýsir yfir verulegum áhyggjum að stórauknum þungaflutningum á þjóðvegum sveitarfélaganna í kjölfar þess að strandsiglingar lögðust af.  Þessi breyting á flutningum af sjó og á land hefur í för með sér verulega aukna slysahættu, mengunarhættu og gríðarlegt aukið slit á vegum.  Skorar fundurinn á yfirvöld að láta gera ítarlega úttekt á hagkvæmni strandsiglinga í samanburði við landflutninga og rannsaka vandlega aukna slysa-og mengunarhættu sem skapast hefur og æskileg viðbrögð stjórnvalda við breyttu flutningsumhverfi.”
 
2.      Lögð fram drög að samkomulagi við Siglufjarðarkaupstað um skiptingu kostnaðar við móttöku og brottför flugvéla Landsflugs í áætlunarflugi til Alexandersflugvallar.
Byggðarráð samþykkir samkomulagið.
 
3.      Lögð fram til kynningar dagskrá vinabæjamóts í Kongsberg, Noregi, 17.-19. maí nk.
 
4.      Lagður fram ítarlegur listi yfir tækjakaup fyrir íþróttavelli í Skagafirði.  Erindið var áður á dagskrá byggðarráðs 15. febrúar sl.
Byggðarráð samþykkir að kaupa tækin skv. tillögu fræðslu- og íþróttafulltrúa, en vill að kostnaðarskipting á milli valla verði endurskoðuð.
 
 
5.      Lögð fram greinargerð dagsett 14. febrúar 2005 frá Norðurósi ehf., um nýtingu byggðakvóta á Hofsósi árið 2004.
Byggðarráð samþykkir að funda með starfsfólki Norðuróss ehf. á Hofsósi næsta þriðjudag, 1. mars 2005.
 
6.      Lagt fram erindi frá fræðslu- og íþróttafulltrúa, dagsett 15. febrúar 2005, varðandi áform um skuldbreytingu aðalstjórnar Umf. Tindastóls.
Byggðarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
 
7.      Lagt fram aðalfundarboð frá Húsnæðissamvinnufélagi Skagafjarðar, dagsett 14. febrúar 2005.
Byggðarráð leggur til  að núverandi fulltrúar sveitarfélagsins í stjórn félagsins starfi áfram þ.e. Hörður Ingimarsson sem aðalmaður og Sigurður Karl Bjarnason sem varamaður.
 
8.      Lagt fram til kynningar bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dagsett 14. febrúar 2005.  Þar kemur fram að í ljósi áætlaðrar niðurstöðu rekstrar árið 2004 og niðurstöðu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2005 mun nefndin hafa fjármál sveitarfélagsins áfram til skoðunar.
 
9.      Lagt fram til kynningar fundarboð frá Norðurlandsskógum vegna funda um tillögu um sérstakt svæðisskipulag fyrir Norðurlandsskóga.  Fundað verður í Varmahlíð 28. febrúar 2005.
 
10.  Lagt fram ódagsett bréf frá stjórn Sjálfsbjargar á Sauðárkróki, þar sem óskað er eftir lækkun fasteignaskatts á fasteign félagsins að Sæmundargötu 13, Sauðárkróki.
Byggðarráð getur ekki orðið við beiðni um lækkun fasteignaskatts, en samþykkir að veita félaginu styrk að upphæð kr. 60.000.  Fjárframlagið verður tekið af málaflokki 27.
 
11.  Eignasjóður.  Elsa Jónsdóttir sviðsstjóri eignasjóðs kom inn á fundinn.
a)      Lögð fram til kynningar ársskýrsla eignasjóðs fyrir árið 2004.
 
b)      Málefni Steinsstaðaskóla rædd.
Byggðarráð samþykkir að eignasjóður kaupi nýja ofna í húsið og fjárfjárfestingunni mætt með lántöku.
 
Elsa vék af fundi.
 
12.  Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Lagt fram bréf frá Iðnnemasambandi Íslands, dagsett 4. febrúar 2005, varðandi dagvistun barna.
b)      Tilkynningar skv. 10. gr. jarðalaga nr. 81/2004.
                                                   i.            Aðilaskipti á 1/3 hluta af landsspildu nr. 7 í Valgarðslundi í landi Lambaness í Fljótum.
c)      Lagt fram bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, dagsett 14. febrúar 2005 þar sem 19. landsþing sambandsins er boðað.
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 1157