Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Fundur 298 – 01.03. 2005
Ár 2005, þriðjudaginn 1. mars kom byggðarráð saman til fundar í Frændgarði á Hofsósi
kl. 1030.
Mætt voru:
síðan var haldið í Frændgarð og gengið til dagskrár.
Dagskrá:
1. Viggó Einarsson kemur til fundar2. Íbúasamtökin Út að austan – fulltrúar þeirra koma til fundar
3. Sparkvöllur á Hofsós
4. Ágúst Sigurðsson kemur til fundar
5. Gjaldskrá fyrir fráveitugjöld og tæmingu rotþróa
6. Umsögn um umsókn Félagsheimilisins Ljósheima um endurnýjun á leyfi til að reka félagsheimili með veisluþjónustu, veitingasölu og gistingu í svefnpokaplássi
7. Erindi frá Drangeyjarfélaginu – nytjar Drangeyjar á Skagafirði
8. Eignasjóður:
a) Kauptilboð í Laugaveg 5, Varmahlíð
b) Kauptilboð í Raftahlíð 48, Sauðárkróki
9. Bréf og kynntar fundargerðir:
a) Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga 18. febrúar 2005
b) Uppgjör staðgreiðslu tekjuárið 2004
Afgreiðslur:
1. Viggó Einarsson kom á fund byggðarráðs til viðræðu um kvótamál og fiskvinnslu á Hofsósi.- Viggó vék af fundi.
2. Fulltrúar íbúasamtakanna Út að austan komu á fundinn;
- Viku þeir síðan af fundi.
3. Sparkvöllur á Hofsósi.
4. Ágúst Sigurðsson kom á fund byggðarráðs til viðræðu um fiskvinnslu á Hofsósi.
- Ágúst vék af fundi.
5. Lögð fram gjaldskrá fyrir fráveitugjald og tæmingu rotþróa í Sveitarfélaginu Skagafirði ásamt samþykkt um fráveitu í Sveitarfélaginu Skagafirði.
6. Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 23. febrúar 2005, þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn Félagsheimilisins Ljósheima um endurnýjun á leyfi til að reka félagsheimili með veisluþjónustu, veitingasölu og gistingu í svefnpokaplássi í félagsheimilinu.
7. Lagt fram bréf frá Drangeyjarfélaginu, dagsett 23. febrúar 2005, þar sem óskað er eftir heimild til að nytja eyna a.m.k. árið 2005 á sama hátt og verið hefur.
8. Eignasjóður:
a) Lögð fram tvö kauptilboð í fasteignina Laugaveg 5 (Sjónarhól) í Varmahlíð.
b) Lagt fram tilboð í fasteignina Raftahlíð 48, Sauðárkróki
9. Bréf og kynntar fundargerðir:
a) Lögð fram fundargerð 722. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 18. febrúar 2005.
b) Lagt fram staðgreiðsluuppgjör ársins 2004.
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 1215