Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Fundur 299 – 08.03. 2005
Ár 2005, þriðjudaginn 8. mars kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1000.
Mætt voru:
Dagskrá:
1. Viðræður við Gunnar Þór Gunnarsson, frkvstj. Norðuróss ehf.2. Samkomulag um kjarasamningsumboð
3. Bréf frá menntamálaráðuneytinu varðandi ákvæði um kennslustundafjölda
4. Erindi frá InPro – einkarekstur slökkviliðs
5. Erindi frá atvinnu- og ferðamálanefnd um nýtingu á hluta af söluandvirði Steinullarverksmiðjunnar hf. til atvinnumála í Skagafirði
6. Niðurfelling gjalda
7. Eignasjóður:
a) Erindi frá Samkeppnisstofnun - Steinsstaðir
8. Bréf og kynntar fundargerðir:
a) Fundarboð – ársfundur Lánasjóðs sveitarfélaga
b) Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga – kynninsferð fyrir sveitarstjórnarmenn til Brussel 17. – 20. apríl nk.
Afgreiðslur:
1. Gunnar Þór Gunnarsson framkv.stjóri Norðuróss ehf. kom á fund byggðarráðs til viðræðu um starfsemi fyrirtækisins á Hofsósi. Einnig mætti á fundinn Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs.Viku þeir af fundi.
2. Lagt fram samkomulag um kjarasamningsumboð til Launanefndar sveitarfélaga þar sem sveitarfélagið gefur Launanefndinni fullnaðarumboð til kjarasamningsgerðar fyrir sína hönd við Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningsmanna.
Byggðarráð samþykkir samkomulagið.
3. Lagt fram bréf frá menntamálaráðuneytinu, dagsett 18. febrúar 2005, þar sem talið er að Grunnskólinn að Hólum hafi ekki uppfyllt ákvæði um kennslustundafjölda á viku að öllu leyti í einum bekk skólans.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu ásamt bréfi frá skólastjóra Grunnskólans að Hólum, til fræðslu- og menningarnefndar.
4. Lagt fram bréf frá InPro ehf., dagsett 25. febrúar 2005 varðandi einkarekstur slökkviliðs á Íslandi. – Ósk um um úttekt á rekstri brunavarna m.t.t. einkareksturs.
Byggðarráð samþykkir að hafna ósk InPro ehf.
5. Lagt fram minnisblað frá atvinnu- og ferðamálanefnd um nýtingu á hluta af söluandvirði Steinullarverksmiðjunnar hf. til atvinnumála í Skagafirði. Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs kom á fundinn.
Heiðar vék af fundi.
6. Sjá trúnaðarbók.
7. Eignasjóður:
a) Lagt fram erindi frá Samkeppnisstofnun, dagsett 2. mars 2005 varðandi leigu á mannvirkjum á Steinsstöðum til ferðaþjónustuaðila.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að svara erindi Samkeppnisstofnunar og einnig að ræða við leigutaka um hugsanleg kaup á eignunum.
8. Bréf og kynntar fundargerðir:
a) Lagt fram fundarboð ársfundar Lánasjóðs sveitarfélaga 2005.
b) Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 1. mars 2005, varðandi kynnisferð fyrir sveitarstjórnarmenn til Brussel 17.-20. apríl nk.
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 1200