Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Fundur 300 – 15.03. 2005
Ár 2005, þriðjudaginn 15. mars kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1000.
Mætt voru: Bjarni Jónsson,
DAGSKRÁ:
1. Erindi frá Félags- og tómstundanefnd – Samningur við Flugu hf..
2. Vinarbæjamót í Kongsberg.
3. Trúnaðarmál.
4. Eignasjóður
5. Bréf og kynntar fundargerðir:
a) Bréf frá yfirfasteignamatsnefnd.
b) Frá Félagsmálaráðuneytinu – úthlutun framlags vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum fjárhagsárið 2005.
c) Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga – ráðstefna um nýmæli í stjórnun sveitarfélaga.
Afgreiðslur:
1. Lagður fram samningur við Flugu hf, sem Félags- og tómstundanefnd hefur gert og samþykkt fyrir sitt leyti, um kaup á ákveðnum fjölda tíma í reiðhöllinni Svaðastaðir til afnota fyrir barna- og unglingastarf og þjálfun fatlaðra. Samningurinn er til fimm ára og hljóðar upp á kr 2.100 þús á ári. Byggðarráð samþykkir samninginn.
2. Lögð fram dagskrá Vinarbæjarmótsins í Kongsberg 16. – 19. maí nk.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá ferðatilhögun.
3. Sjá trúnaðarbók.
4. Eignasjóður. Elsa Jónsdóttir sviðsstjóri Eignasjóðs kom inn á fundinn
a) Steinsstaðir. – leiga á aðstöðu fyrir ferðamenn.
Byggðarráð samþykkir að leigja núverandi leigutaka einnig fyrrverandi smíðastofu að Steinsstöðum og geymslu í sama húsi.
b) Lagt fram tilboð í Jöklatún 5. Alls bárust 9 tilboð.
Byggðarráð samþykkir að ganga að hæsta tilboði kr. 12,1 milljón frá Ármanni Jóni Garðarssyni.
c) Lagt fram tilboð í fasteignina Laugatún 5. Alls bárust 3 tilboð.
Byggðarráð samþykkir að ganga að hæsta tilboði kr. 10,05 milljónir frá Björgvini Jónssyni og Helgu Kristínu Bjarnadóttur.
d) Lagt fram tilboð í Raftahlíð 48 frá Pétri Inga Björnssyni.
Byggðarráð samþykkir að ganga að tilboðinu kr. 11,5 milljónir.
e) Innlausn á íbúðinni Jöklatún 1.
Byggðarráð samþykkir innlausnina og að íbúðin verði auglýst til sölu.
f) Önnur mál.
i. Breytingar á tækjasal íþróttahússins á Sauðárkróki
Byggðarráð óskar eftir tillögum frá Umhverfis- og tæknisviði fyrir næsta fund byggðarráðs.
5. Bréf og kynntar fundargerðir:
a) Lagt fram bréf frá Yfirfasteignamatsnefnd, dagsett 9. mars 2005 varðandi framlengdan frest til að úrskurða í máli fiskeldisstöðvarinnar Hraun I.
b) Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 4. mars 2005, varðandi ráðstefnu um nýmæli í stjórnun sveitarfélaga.
Byggðarráð hvetur sveitarstjórnarfulltrúa til að sækja ráðstefnuna.
c) Lagt fram bréf frá Félagsmálaráðuneytinu. dagsett 8. mars 2005 varðandi úthlutun framlags vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum fjárhagsárið 2005.
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 1220