Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Fundur 301 – 29.03. 2005
Ár 2005, þriðjudaginn 29. mars kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1000.
Mættir voru:
Dagskrá:
1. Gjaldskrá fyrir búfjáreftirlit
2. Styrkumsókn nemenda Landbúnaðarháskóla Íslands
3. Erindi frá samgöngunefnd – Hafnarreglugerð og gjaldskrá
4. Umsögn vegna sölu jarðarinnar Brúnastaða í Fljótum
5. Umsókn um vínveitingaleyfi fyrir Flugu ehf.
6. Aðalfundarboð Farskólans – miðstöðvar símenntunar á Norðurlandi vestra
7. Félagsheimilið Árgarður – ársreikningur 2004
8.
9. Yfirlit rekstrar sl. tvo mánuði
10. Bréf og kynntar fundargerðir:
a) Bréf frá samgönguráðuneytinu varðandi þungaflutninga
Afgreiðslur:
1. Lögð fram sameiginleg gjaldskrá fyrir búfjáreftirlit í Siglufjarðarkaupstað, Akrahreppi og Sveitarfélaginu Skagafirði.2. Lagt fram bréf frá Landbúnaðarháskóla Íslands, umhverfisskipulagsbraut, dagsett 1. febrúar 2005, þar sem óskað er eftir ferðastyrk vegna ferðar nemenda á 2. ári til Þýskalands.
3. Lögð fram hafnarreglugerð fyrir hafnir Hafnarsjóðs Skagafjarðar og breytingar á gjaldskrá fyrir raforkusölu frá 1. mars 2005.
4. Umsögn vegna sölu ríkisjarðarinnar Brúnastaða í Fljótum skv. 36. gr. jarðalaga nr. 81/2004.
Á jörðinni Brúnastöðum í Fljótum hafa ábúendur jarðarinnar Jóhannes H. Ríkharðsson og Stefanía Hjördís Leifsdóttir haft jörðina í ábúð síðan á fardögum 1997. Eiga þau þar lögheimili og stunda almennan búskap. Ástand mannvirkja og jarðarinnar verður að teljast gott. Jörðina hafa ábúendur setið vel og mælir byggðarráð með því að þeir fái jörðina keypta.
5. Fyrir liggur erindi frá 16. mars 2005, þar sem Fluga ehf. óskar eftir leyfi til vínveitinga í reiðhöllinni Svaðastöðum, Flæðagerði, Sauðárkróki. Óskað er eftir leyfi til tveggja ára, þ.e. frá 15. mars 2005 til 15. mars 2007. Jákvæðar umsagnir hafa borist frá umsagnaraðilum.
6. Lagt fram til kynningar aðalfundarboð Farskólans – miðstöðvar símenntunar á Norðurlandi vestra, dagsett 14. mars 2005, ásamt reikningum fyrir árið 2004.
7. Lagður fram til kynningar ársreikningur Félagsheimilisins Árgarðs fyrir árið 2004.
8. Lagður fram til kynningar ársreikningur Félagsheimilisins Miðgarðs fyrir árið 2004.
9. Lagt fram til kynningar yfirlit rekstrar aðalsjóðs fyrir fyrstu tvo mánuði ársins.
10. Bréf og kynntar fundargerðir:
a) Lagt fram svarbréf samgönguráðuneytisins, dagsett 14. mars 2005 vegna sameiginlegrar ályktunar byggðarráðs og bæjarráðs Siglufjarðar um samgöngumál – þungaflutninga.
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 1123