Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Fundur 303 – 26.04. 2005
Ár 2005, þriðjudaginn 26. apríl kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1000.
Mætt voru:
Dagskrá:
1. Vígslubiskupinn á Hólum, séra Jón Aðalsteinn Baldvinsson kemur til fundar.
2. Umsögn um umsókn Samstarfs ehf. um leyfi til að reka veitingahús að Sólvík/Baldurshaga á Hofsósi
3. Málefni Búhölda hsf.
4. Erindi frá fjármálastjóra varðandi innheimtumál
5. Umsögn um tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2005-2008
6. Málefni Miðgarðs – Agnar Gunnarsson, oddviti Akrahrepps kemur til fundar
7. Vinabæjamálefni
8. Kjarasamningur við skólastjóra Varmahlíðarskóla
9. Laugatún – framkvæmdir vegna gatnagerðar
10. Lántaka vegna framkvæmda og skuldbreytinga
11. Bréf og kynntar fundargerðir:
a) Samþykkt frá 85. ársþingi UMSS
b) Fundargerð stjórnar Félagsheimilisins Miðgarðs, 21. mars 2005
c) Tillögur nefndar um tekjustofna sveitarfélaga
d) Fundargerð skólanefndar FNV frá 1. apríl 2005
e) Bréf frá Félagi tónlistarskólakennara, dagsett 10. apríl 2005
f) Ársfundur Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri
Afgreiðslur:
1. Vígslubiskupinn á Hólum, séra Jón Aðalsteinn Baldvinsson ásamt Skúla Skúlasyni rektor Háskólans á Hólum komu til viðræðu um hugmyndir um áætlanir á uppbyggingu á Hólum fyrir Guðbrandsstofnun.Byggðarráð fagnar hugmyndum þeirra um uppbyggingu á Hólastað.
Viku gestirnir af fundi.
2. Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 12. apríl 2005, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Samstarfs ehf. um leyfi til að reka veitingahús að Sólvík/Baldurshaga, Hofsósi.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
3. Lagt fram minnisblað fjármálastjóra varðandi afslátt til Búhölda hsf. á B-gatnagerðargjöldum vegna bygginga við Hásæti og Forsæti.
Byggðarráð samþykkir að afsláttur af B-gatnagerðargjöldum samkvæmt bókun byggðarráðs frá 10. nóvember 1999 eigi einungis við Forsæti og Hásæti. Byggðarráð samþykkir að selji Búhöldar hsf. íbúð frá félaginu við framangreindar götur fellur veittur afsláttur niður.
4. Lagt fram erindi frá fjármálastjóra, dagsett 25. apríl 2005 þar sem farið er þess á leit að byggðararáð samþykki að taka upp innheimtu á seðilgjaldi þar sem það er heimilt skv. sveitarstjórnarlögum, til að standa undir kostnaði við innheimtuna.
Byggðarráð samþykkir erindið.
5. Lagt fram bréf frá samgöngunefnd Alþingis, dagsett 18. apríl 2005, þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2005-2008, 721. mál.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að svara þessu erindi og leggja áherslu á að framkvæmdum við Þverárfjallsveg verði flýtt. Einnig að minna á hafnargerð við Haganesvík og áframhaldandi uppbyggingu á safn- og tengivegum innan héraðs. Jafnframt leggur byggðarráð áherslu á mikilvægi vegtengingar úr Fljótum til Ólafsfjarðar með heilsársvegi eða jarðgöngum.
6. Málefni Félagsheimlisins Miðgarðs frestað um viku.
7. Lagt fram bréf frá fjölskylduþjónustu sveitarfélagsins, dagsett 14. apríl 2005, þar sem óskað er eftir fjárveitingu til að taka á móti átta gestum frá vinabæ okkar, Köge í Danmörku, í lok júlí í sumar.
Byggðaráð samþykkir að styrkur vegna heimsóknarinnar verði greiddur af málaflokki 21520.
8. Lagður fram kjarasamningur við skólastjóra Varmahlíðarskóla, sem samþykktur var í samstarfsnefnd um rekstur Varmahlíðarskóla þann 23. mars sl. Rúnar Vífilsson fræðslu- og íþróttafulltrúi kom á fundinn.
Byggðarráð samþykkir kjarasamninginn með fyrirvara um að orðalagi 2. greinar hans verði breytt til samræmis við samninga við aðra skólastjóra grunnskóla sveitarfélagsins.
Rúnar vék af fundi.
9. Laugatún, Sauðárkróki – framkvæmdir vegna gatnagerðar.
Byggðarráð samþykkir að hefja framkvæmdir og kostnaði mætt með lántöku og álögðum gatnagerðargjöldum.
10. Byggðarráð samþykkir að sækja um lán til Lánasjóðs sveitarfélaga í íslenskum krónum, vegna framkvæmda og skuldbreytinga ársins 2005.
11. Bréf og kynntar fundargerðir:
a) Lagt fram bréf frá Ungmennasambandi Skagafjarðar, dagsett 10. apríl 2005, þar sem kynnt er svohljóðandi samþykkt 85. ársþings UMSS: “85. ársþing UMSS haldið 25. febrúar 2005 þakkar Sveitarstjórn Skagafjarðar fyrir stórhug við uppbyggingu íþróttamannvirkja í Skagafirði og aðkomu að Landsmótum UMFÍ í Skagafirði síðastliðið sumar.”
b) Lögð fram fundargerð stjórnar Félagsheimilisins Miðgarðs, þann 21. mars 2005.
c) Lagðar fram tillögur nefndar um tekjustofna sveitarfélaga.
Bjarni Jónsson óskar bókað:”Undirritaður lýsir miklum vonbrigðum með að í tillögum nefndar um tekjustofna sveitarfélaga skuli ekki koma fram frekari leiðréttingar á tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Niðurstaða nefndarinnar er algerlega óviðunandi og leysir ekki þann vanda sem sveitarfélög í landinu eiga við að etja í fjármögnun á rekstri sínum og þjónustu. Við þessar aðstæður er ljóst að ekki eru forsendur fyrir frekari flutningi verkefna frá ríki til sveitarfélaga. Samband sveitarfélaga og fulltrúar þeirra í samningum við ríkið þurfa að einbeita sér af enn meiri einurð í að ná fram réttlátri og nauðsynlegri leiðréttingu á tekjuskiptingu ríkisins og sveitarfélaga í landinu.
d) Lögð fram fundargerð skólanefndar Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra frá 1. apríl 2005.
e) Lagt fram bréf frá félagi tónlistarskólakennara, dagsett 10. apríl 2005, varðandi ályktun um málefni tónlistarskóla og greinargerð frá stjórn Félags tónlistarskólakennara.
f) Lagt fram bréf frá Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, dagsett 15. apríl 2005 varðandi ársfund FSA 2005.
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 1240