Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

304. fundur 10. maí 2005
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 304 – 10.05. 2005
 
Ár 2005, þriðjudaginn 10. maí kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1000.
Mætt voru: Bjarni Maronsson, Gunnar Bragi Sveinsson, og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi S-lista ásamt Ársæli Guðmundssyni sveitarstjóra.
 
Dagskrá:
                  1.            Ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra
                  2.            Ársuppgjör Húsfélags Skagfirðingabrautar 17-21
                  3.            Umsögn um umsókn Jóhönnu Sigurðardóttur fh. Ferðaþjónustunnar Steinsstöðum um leyfi til að reka gistiheimili að Steinsstöðum
                  4.            Umsögn um umsókn Auðar Steingrímsdóttur fh. Hestamannafélagsins Léttfeta um leyfi til að reka félagsheimili með svefnpokagistingu í félagsheimilinu Tjarnarbæ
                  5.            Umsögn um umsókn Ragnheiðar Guðmundsdóttur um leyfi til að reka félagsheimili og skemmtistað í Félagsheimilinu Miðgarði
                  6.            Umsögn um umsókn Hörpu Snæbjörnsdóttur um leyfi til að reka veitingahús og veisluþjónustu í Golfskálanum Hlíðarenda
                  7.            Erindi frá frá forstöðumanni að Löngumýri vegna fasteignagjaldaálagningar
                  8.            Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga – úttekt á vefjum sveitarfélaga
                  9.            Tillaga að breyttum samþykktum Húseigna Skagafjarðar ehf.
              10.            Erindi frá séra Guðbjörgu Jóhannesdóttur í tengslum við árlegan fund formanna norrænu prestafélaganna
              11.            Svar Vegagerðarinnar vegna umsóknar um rannsóknarstyrk
              12.            Erindi frá Örnefnanefnd vegna nafngiftarinnar Geitagerði á götum að Hólum
              13.            Samningur milli KSÍ og sveitarfélagsins um byggingu sparkvallar á Hofsósi
              14.            Erindi frá Ástvaldi Jóhannessyni varðandi kaup á jörðinni Reykjum í Hjaltadal
              15.            Erindi frá Sveini Ragnarssyni – tilboð vegna lands neðan þjóðvegar við Ásgarð
              16.            Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Kynning á norrænu ráðstefnunni “Norrænt ljós”

Eignasjóður

1.            Viðgerð á bílskúrsþaki Norðurbrún 1, Varmahlíð.  Samþykkt samráðsnefndar frá 23. mars 2005.

2.            Tilboð í fasteignina Jöklatún 10, Sauðárkróki
3.            Tilboð í fasteignina Austurgötu 26, Hofsósi

Afgreiðslur:

1.      Lagður fram til kynningar ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra fyrir árið 2004. 
 
2.      Lagt fram til kynningar ársuppgjör Húsfélags Skagfirðingabrautar 17-21 fyrir árið 2004.
 
3.      Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 28. apríl 2005, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Ferðaþjónustunnar Steinsstöðum um leyfi til að reka gistiheimili þar sem hægt verður að bjóða upp á mat, ef óskað er eftir, að Steinsstöðum, Skagafirði.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
 
4.      Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 25. apríl 2005, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Hestamannafélagsins Léttfeta um leyfi til að reka félagsheimili með svefnpokagistingu í Félagsheimilinu Tjarnarbæ, Skagafirði.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
 
5.      Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 22. apríl 2005, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Ragnheiðar Guðmundsdóttur um leyfi til að reka félagsheimili og skemmtistað í Félagsheimilinu Miðgarði, Skagafirði.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
 
6.      Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 22. apríl 2005, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Hörpu Snæbjörnsdóttur um leyfi til að reka veitingahús og veisluþjónustu í Golfskálanum Hlíðarenda, Sauðárkróki.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
 
7.      Lagt fram bréf frá Gunnari Rögnvaldssyni, forstöðumanni Löngumýrar, dagsett 19. apríl 2005, þar sem óskað er eftir lækkun fasteignaskatts á Löngumýri.
Byggðarráð samþykkir að hafna erindinu.
 
8.      Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 2. maí 2005, varðandi úttekt á vefjum sveitarfélaga.
Byggðarráð samþykkir að Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs verði tengiliður sveitarfélagsins vegna verkefnisins.
 
9.      Lagðar fram tillögur að breytingu á samþykktum Húseigna Skagafjarðar ehf.
Byggðaráð samþykkir breytingarnar fyrir sitt leyti.
 
10.  Lagt fram bréf frá sr. Guðbjörgu Jóhannesdóttur, dagsett 20. apríl 2005, varðandi árlegan fund formanna norrænu prestafélaganna. Leitað er eftir hvort sveitarstjórn geti boðið gestum til kvöldverðar.
Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
 
11.  Lagt fram bréf frá Vegagerðinni, dagsett 11. mars 2005, þar sem fram kemur að umsókn sveitarfélagsins um fjármögnun verkefnis varðandi samfélagsleg áhrif af lagningu Norðurbrautar er hafnað.
Byggðarráð lýsir vonbrigðum sínum með afgreiðslu umsóknarinnar og óskar eftir að Vegagerðin endurskoði ákvörðun sína þar sem Þverárfjallsvegur er á samgönguáætlun og hluti af þessu verkefni.
 
12.  Lagt fram bréf frá Örnefnanefnd, dagsett 29. apríl 2005, varðandi nafngiftina Geitagerði á götu á Hólum í Hjaltadal.
Byggðarráð sér ekki ástæðu til að gera breytingar á götuheitinu, enda gamalt örnefni á staðnum.
 
13.  Lagður fram samningur á milli KSÍ og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um byggingu sparkvallar á Hofsósi.
Byggðarráð samþykkir samninginn.
 
14.  Lagt fram bréf frá Ástvaldi Jóhannessyni, dagsett 3. maí 2005, þar sem hann óskar umsagnar sveitarfélagsins vegna væntanlegra kaupa hans á ríkisjörðinni Reykjum í Hjaltadal.
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins.
 
15.  Lagt fram bréf frá Sveini Ragnarssyni, dagsett 2. maí 2005, þar sem hann gerir tilboð í land neðan þjóðvegar við Ásgarð.
Byggðarráð samþykkir að  vísa erindinu til umsagnar hjá landbúnaðarnefnd og skipulags- og bygginganefndar.
 
16.  Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 28. apríl 2005, varðandi kynningu á norrænni ráðstefnu um starfsmannastjórnun á Norðurlöndum sem haldin verður í Kaupmannahöfn 25.-26. ágúst nk.
 
 
Eignasjóður:
 
Elsa Jónsdóttir sviðsstjóri kom inn á fundinn.
 
1.      Elsa Jónsdóttir gerði fyrirspurn vegna bókunar samráðsnefndar frá 23. mars 2005 um viðgerð á þaki bílgeymslu Norðurbrúnar 1, Varmahlíð.
Ekkert tilboð hefur borist stjórn eignasjóðs í verkið og framkvæmdir því ekki heimilar.
 
2.      Lagt fram tilboð frá Jóni Hjartarsyni, dagett 9. maí 2005, í fasteignina Jöklatún 10, Sauðárkróki.
Stjórn eignasjóðs samþykkir að fela sviðstjóra eignasjóðs að gera Jóni gagntilboð.
 
3.      Lagt fram tilboð frá Ara Sigurðssyni, dagsett 9. maí 2005, í fasteignina Austurgötu 26, Hofsósi.
Stjórn eignasjóðs samþykkir að fela sviðstjóra eignasjóðs að gera Ara gagntilboð.
 
Elsa vék af fundi.
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 1200