Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

305. fundur 24. maí 2005
Ár 2005, þriðjudaginn 24. maí kl. 10:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
           
Fundinn sátu:      
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Gísli Gunnarsson, Ársæll Guðmundsson og Þórdís Friðbjörnsdóttir
Fundarritari var Áskell Heiðar Ásgeirsson.

Erindi til afgreiðslu
1. Umsögn um umsókn Óttars Bjarnasonar
   Mál nr. SV050041
Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 10. maí 2005, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Óttars Bjarnasonar kt. 290955-7699, f.h. Sauðárkróksbakarís, um endurnýjun á leyfi til að reka veitingasölu að Aðalgötu 5, Sauðárkróki.
Byggðaráð gerir ekki athugasemd við umsóknina
 

2. Vínveitingaleyfi - Harpa Snæbjörnsdóttir v.Golfskálans
   Mál nr. MÞ050010
Lögð fram umsókn Hörpu Snæbjörnsdóttur kt. 181282-4799 vegna Golfskálans Hlíðarenda, um vínveitingaleyfi í Golfskálanum á Sauðárkróki fyrir tímabilið 15.maí -15. nóv. 2005.
Byggðaráð samþykkir að óska umsagnar Félags- og tómstundanefndar.
 

3. Umsögn um umsókn Herdísar Sigurðardóttur f.h. Áskaffis
   Mál nr. SV050035
Lögð fram umsókn Herdísar Sigurðardóttur, kt. 170367-4569 f.h. Áskaffis kt. 610102-3280 um endurnýjun á leyfi til að reka veitinga- og kaffihús í Glaumbæjarsafni í Skagafirði.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina
 
4. Vátryggingar sveitarfélagsins
   Mál nr. SV050043
Samningur um vátryggingar sveitarfélagsins við VÍS til sex ára rennur út um næstu áramót.  Lagt fram bréf frá SJÓVÁ dags. 10. maí.
Byggðaráð samþykkir að segja upp samningi við VÍS sbr. 10. grein núgildandi samnings og óska eftir tilboðum í vátryggingar Sveitarfélagsins frá og með næstu áramótum.
 
5. Leiga og endurbætur á hesthúsi
   Mál nr. SV050030
Lagt fram erindi frá Stefáni P. Stefánssyni varðandi hesthús sem hann hefur á leigu frá Sveitarfélaginu á Nöfum.
Sveitarstjóra falið að ræða við bréfritara.

Lagt fram til kynningar
6. Viðmiðunartextar ríkisins v. refa- og minkaveiðimanna 2005
   Mál nr. SV050034
Lagt fram til kynningar erindi frá Umhverfisstofnun, dags. 18.05.2005 um viðmiðunartaxta vegna refa- og minkaveiðimanna 2005.
Byggðaráð samþykkir að vísa erindinu til landbúnaðarnefndar.

7. Fundur Fráveitunefndar á Norðurlandi vestra 31. maí nk. kl.10.00
   Mál nr. SV050033
Lagt fram til kynningar erindi frá Fráveitunefnd um fund fyrir sveitarstjórnir á Norðurlandi vestra 31. maí nk. kl. 10.00 til 12.00 á Hvammstanga.

8. Samningur um verkefnastjórn vegna skráningarmála
   Mál nr. SV050037
Lagður fram til kynningar samningur sveitarfélagsins við Fornleifavernd ríkisins um verkefnastjóra skráningarmála Fornleifaverndar ríksins.
 
9. Áætlun um úthlutun framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2005
   Mál nr. SV050038
Lögð fram til kynningar áætlun um úthlutun framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árið 2005.
 

10. Gjaldskrá fyrir búfjáreftirlit í Sveitarfélaginu Skagafirði
   Mál nr. SV050032
Lögð fram til kynningar gjaldskrá fyrir búfjáreftirlit í Sveitarfélaginu Skagafirði.

11. Ágóðahlutagreiðsla 2005 - Brunabót
   Mál nr. SV050036
Lagt fram til kynningar erindi frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands um ágóðahlutagreiðslu fyrir árið 2005.
Sveitarfélagið fær 15.102.000 í sinn hlut.

12. Aluminium Smelter Project in Northern Iceland
   Mál nr. SV050031
Lagt fram til kynningar bréf frá Alcoa-Fjarðarál dags. 17.05.05, um möguleika á byggingu álvers á Norðurlandi.
Byggðaráð mun funda með fulltrúum iðnaðarráðaneytisins á Sauðárkróki á morgun, miðvikudaginn 25. maí kl. 10:00.

Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. Áskell Heiðar Ásgeirsson, ritaði fundargerð.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Gísli Gunnarsson  
Ársæll Guðmundsson
Þórdís Friðbjörnsdóttir