Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

306. fundur 31. maí 2005
Ár 2005, þriðjudaginn 31. maí kl. 10:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
           
Fundinn sátu:      
Gísli Gunnarsson, Ársæll Guðmundsson og Gunnar Bragi Sveinsson
Fundarritari var Áskell Heiðar Ásgeirsson

Lagt fram til kynningar
1. Landsmót hestamanna 2006
    Mál nr. MÞ050011
Til fundar komu Hinrik Már Jónsson og Guðmundur Sveinsson forsvarsmenn hestamanna sem standa að undirbúningi fyrir Landsmót hestamanna 2006 á Vindheimamelum og skýrðu frá framvindu mála varðandi verklegar framkvæmdir og undirbúning móts.
Sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs sat einnig fundinn undir þessum lið.

Lagt fram
3. Þjónustumiðstöð v.ökutækja
    Mál nr. SV050062
Sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs kom til fundar og ræddi um málefni vélasjóðs og rekstur bifreiða.
Byggðarráð samþykkir að fela sviðsstjóra Umhverfis- og tæknisviðs að endurnýja vélakost þjónustumiðstöðvar fyrir allt að kr. 3.000.000.

Önnur mál
4. Menningarhús
   Mál nr. SV050059
Agnar Gunnarsson oddviti Akrahrepps kom til fundar vegna menningarhúss í Varmahlíð.
Byggðarráð mun leita eftir fundi með menntamálaráðherra til að ganga frá samningi um Menningarhús í Skagafirði.  Sviðsstjóra Markaðs- og þróunarsviðs falið að leita eftir fundi með þeirri arkitektastofu sem fer með höfundarétt vegna Miðgarðs.
 
 
Erindi til afgreiðslu
5. Gatnagerð við Iðutún
   Mál nr. SV050048
Lagt fram erindi skipulags- og byggingarfulltrúa um heimild til framkvæmda við Iðutún vegna margra lóðaumsókna.
Byggðarráð samþykkir að ráðast í gatnagerð við Iðutún, enda komi gatnagerðargjöld á móti kostnaði.
 

6. Vínveitingaleyfi - Harpa Snæbjörnsdóttir v.Golfskálans
   Mál nr. MÞ050010
Lögð fram umsögn Félags- og tómstundanefndar um vínveitingaleyfi til Hörpu Snæbjörnsdóttir vegna Golfskálans að Hlíðarenda.
Áður á dagskrá 24.maí sl.
Byggðarráð fagnar því framtaki fagfólks að reka Golfskálann sem veitingahús í sumar og bjóða gestum og gangandi upp á veitingar alla daga vikunnar.
Golfklúbbur Sauðárkróks hefur í gegnum árin rekið blómlegt barna- og unglingastarf alla virka daga vikunnar með öflugum stuðningi sveitarfélagsins. Byggðarráð telur að áfengisveitingar eigi ekki samleið með slíku íþrótta- og uppeldisstarfi.
Byggðarráð samþykkir að veita vínveitingaleyfið með því skilyrði að áfengisveitingar eigi sér ekki stað í Golfskálanum á sama tíma og barna- og unglingastarf fer fram á golfvellinum.
 
Lagt fram til kynningar
7. Styrktarsjóður EBÍ 2005
   Mál nr. SV050050
Lagt fram erindi frá Styrktarsjóði EBÍ varðandi umsóknarfrest í sjóðinn.
Sveitarstjóra falið að kynna málið meðal sviðsstjóra
 
8. Syðri Mælifellsá sala á hluta úr jörðinni
   Mál nr. SV050051
Lögð fram til kynningar tilkynning um eigendaskipti á jörðinni Syðri-Mælifellsá
 
Lagt fram
9. Aðgerðir gegn atvinnuleysi ungs fólks
   Mál nr. SV050052
Lagt fram erindi frá Félags- og tómstundanefnd um sérstakt átaksverkefni til að koma til móts við ungt fólk í atvinnuleit.
Byggðarráð samþykkir að leggja allt að kr. 1.000.000 til átaksverkefnis til að koma til móts við ungt fólk í atvinnuleit.  Fjármagnið verður tekið af lið 27, óvenjulegir liðir.

Erindi til afgreiðslu
10. Sparkvöllur Hofsósi samningur Umf Neisti
   Mál nr. SV050053
Lagður fram samningur við UMF Neista vegna uppbyggingar sparkvallar á Hofsósi
Byggðarráð samþykkir samninginn.  Áætlaður kostnaður sveitarfélagisins við byggingu sparkvallar í Hofsósi er kr. 8.000.000 og mismun frá fjárhagsáætlun verður mætt með lántöku.
 
11. Skilmálabreyting á skuldabréfum af endurlánafé 2003 2004
   Mál nr. SV050054
Lagt fram erindi frá Lánasjóði sveitarfélaga um skilmálabreytingu á skuldabréfum vegna mistaka sjóðsins við útgáfu þeirra.
Sveitarstjóra falið að ganga frá samkomulagi við Lánasjóð sveitarfélaga.

Lagt fram
12. Útleiga Íþróttahússins á Sauðárkróki
   Mál nr. SV050055
Lagt fram bréf frá formanni UMF Tindastóls varðandi vínveitingar í íþróttahúsinu á Sauðárkróki

Lagt fram til kynningar
13. Century Alumininum
   Mál nr. SV050056
Lagt fram afrit af bréfi Century Aluminium til bæjarstjórans á Húsavík, þar sem fram kemur að enn sé áhugi á því að reisa álver á Norðurlandi þrátt fyrir viðræður um byggingu álvers á Reykjanesi.
 
Erindi til afgreiðslu
14. Joint action plan - Alcoa
Mál nr. SV050057
Lögð fram drög að samkomulagi milli Alcoa, Iðnaðarráðuneytisins, Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Húsavíkurkaupsstaðar og Akureyrarbæjar vegna rannsókna í tengslum við byggingu álvers á Norðurlandi.
Byggðarráð beinir því til sveitarstjórnar að hún samþykki að Sveitarfélagið Skagafjörður verði aðili að þessu samkomulagi.

Lagt fram
15. Reykir sala á hluta úr jörðinni
Mál nr. SV050058
Lögð fram til kynningar tilkynning um eigendaskipti á jörðinni Reykir, Reykjaströnd.

Erindi til afgreiðslu
16. Samstarf ehf Sólvík - Vínveitingaleyfi 
Mál nr. SV050044
Lögð fram umsókn frá Samstarfi ehf. kt. 660500-2940 um vínveitingarleyfi í Sólvík í Hofsósi.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.

Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 11:00.  Áskell Heiðar Ásgeirsson , ritari fundargerðar
Gísli Gunnarsson, Ársæll Guðmundsson  Gunnar Bragi Sveinsson