Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Fundur 307 - 7. júní 2005
Ár 2005, þriðjudaginn 7. júní kl. 10:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
Fundinn sátu:
Þórdís Friðbjörnsdóttir, Bjarni Jónsson, Gísli Gunnarsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Auk þess sat fundinn Ársæll Guðmundsson
Fundarritari var Margeir Friðriksson
Lagt fram | |||
1. | Ársreikningur 2004. | Mál nr. SV050070 |
Endurskoðandi sveitarfélagsins kemur til fundar með upplýsingar.
Kristján Jónasson frá KPMG, upplýsti fundarmenn um stöðu mála varðandi vinnu við ársreikning sveitarfélagsins fyrir árið 2004. Reiknað er með að ársreikningurinn verði lagður fyrir sveitarstjórn til fyrri umræðu í næstu viku.
Kristján vék svo af fundi.
2. | Nafngiftin Geitagerði á götu á Hólum í Hjaltadal | Mál nr. SV050011 |
Lagt fram bréf frá Örnefnastofnun dags. 27. maí 2005 varðandi auglýsingu um örnefni.
Byggðarráð vísar til fyrri afgreiðslu þann 10. maí sl.
3. | Ársfundur Byggðastofnunar 2005 | Mál nr. SV050071 |
Lagt fram boð á ársfund Byggðastofnunar 2005 sem haldinn verður að Bifröst í Borgarfirði þann 10. júní 2005.
Byggðarráð samþykkir að Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs verði fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum.
4. | Matsskýrsla Ríkiskaupa vegna Írafells | Mál nr. SV050074 |
Bréf frá Landbúnaðarráðuneytinu dagsett 2. júní 2005 ásamt skoðunar- og matsskýrslu Ríkiskaupa á verðgildi jarðarinnar Írafells.
Lagt fram til kynningar.
5. | Bygging á nýju fjölbýlishúsi við Sauðármýri | Mál nr. SV050072 |
Erindi dagsett 1. júní 2005 frá Húsnæðissamvinnufélagi Skagafjarðar vegna hugmynda um byggingu fjölbýlishúss við Sauðármýri.
Lagt fram til kynningar.
Byggðarráð óskar eftir því að fá fulltrúa félagsins á fund til viðræðu.
Lagt fram til kynningar | |||
6. | Aðalfundarboð Sjávarleðurs hf árið 2005 | Mál nr. SV050066 |
Lagt fram aðalfundarboð Sjárvarleðurs hf. Fundurinn verður haldinn á Kaffi Króki 14. júní 2005.
Byggðarráð samþykkir að þeir sveitarstjórnarfulltrúar sem sjá sér fært að mæta á fundinn fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins hlutfallslega.
7. | Fundarboð FSNV | Mál nr. SV050063 |
Lagt fram fundarboð vorfundar FSNV, sem haldinn verður 9. júní 2005.
Byggðarráð samþykkir að Rúnar Vífilsson, fræðslu- og íþróttafulltrúi mæti á fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.
8. | Bréf frá Félagsmálaráðuneyti v.ársreikninga | Mál nr. SV050064 |
Lagt fram bréf frá Félagsmálaráðuneytinu vegna skila á ársreikningum sveitarfélaga til félagsmálaráðuneytisins, Hagstofu Íslands og Sambands ísl. sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram | |||
9. | Húsnefndarfundargerð Miðgarðs 25.05.05 | Mál nr. SV050076 |
Fundargerð húsnefndar Miðgarðs frá 25. maí 2005. Fundargerðin er í fjórum liðum.
Lögð fram til kynningar.
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 11:45
Friðrik Margeir Friðriksson , ritari fundargerðar