Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

308. fundur 14. júní 2005
 
Fundur  308 - 14. júní 2005
 
Ár 2005, þriðjudaginn 14. júní kl. 10:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
           
Fundinn sátu:      
Bjarni Jónsson, Gísli Gunnarsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Auk þess sátu fundinn Ársæll Guðmundsson
 
Fundarritari var Margeir Friðriksson
 
 
Lagt fram
 
1.
Ársreikningur sveitarfélagsins 2004
 
 
Mál nr. SV050091
 
 
Kristján Jónasson lögg. endurskoðandi hjá KPMG kom á fundinn og kynnti niðurstöðu ársreiknings sveitarfélagsins og stofnana þess fyrir árið 2004.
Vék hann svo af fundi.
Byggðarráð vísar ársreikningnum til fyrri afgreiðslu sveitarstjórnar 16. júní 2005.
 
 
 
2.
Hátæknisetur á Sauðárkróki
 
 
Mál nr. SV050081
 
 
Bjarni Jónsson kynnti vinnu við skýrslugerð um hátæknisetur á Sauðárkróki. 
Kynning á skýrslunni verður fimmtudaginn 16. júní 2005 fyrir sveitarstjórnarfulltrúa.
 
 
 
3.
Verstöðin Hofsós
 
 
Mál nr. SV050082
 
 
Bjarni Jónsson kynnti frumskýrslu um verstöðina Hofsós.  Greiningu á möguleikum þess að efla Hofsós sem smábátaverstöð.
Byggðarráð samþykkir að vinna áfram að málinu og að óska eftir umsögn samgöngunefndar.
 
 
 
4.
Auglýsing til sveitarstjórna um úthlutun byggðakvóta
 
 
Mál nr. SV050084
 
 
Bréf frá sjávarútvegsráðuneyti, dagsett 7. júní 2005, þar sem fram kemur að sveitarfélög eiga kost á að sækja um byggðakvóta á grundvelli 2. tl. 9.gr. laga nr. 38/1990, um stjórn fiskveiða  með síðari breytingum.  Til greina koma við úthlutun byggðakvóta, byggðarlög með færri íbúum en 1.500 sem lent hafa í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi og eru háð veiðum og vinnslu á botnfiski, einnig byggðarlög sem orðið hafa fyrir óvæntri skerðingu á heildaraflaheimildum fiskiskipa sem gerð hafa verið út og landað afla í viðkomandi byggðarlögum og sem veruleg áhrif hefur haft á atvinnuástand í þeim.. Umsóknarfrestur er til 7. júlí 2005.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að sækja um byggðakvóta og kalla eftir upplýsingum um nýtingu á síðustu úthlutun til sveitarfélagsins.
 
Erindi til afgreiðslu
 
5.
Erindi frá nefndum til byggðarráðs
 
 
Mál nr. SV050078
 
 
Erindi vísað til byggðarráðs frá Skipulags- og byggingarnefnd og Samgöngunefnd.
Frá skipulags- og bygginganefnd 9. júní 2005:
a) Gilstún 30, Sauðárkróki.  Bréf frá Kára Birni Þorsteinssyni, þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið komi til móts við bréfritara og taki þátt í óeðlilega miklum kostnaði við gröft og fyllingu á húsgrunni.
 
Frá samgöngunefnd 9. júní 2005:
b) Tilboð í lengingu sandfangara við Sauðárkrókshöfn frá Víðimelsbræðrum ehf.
 
a) Byggðarráð samþykkir að  taka þátt í kostnaði við að gera lóðina byggingarhæfa. Umhverfis- og tæknisviði falið að ganga frá málinu.
 
b) Byggðarráð samþykkir tilboð Víðimelsbræðra ehf.
 
 
 
6.
Lundur í Varmahlíð - Lóðarmál
 
 
Mál nr. SV050087
 
 
Erindi tilkomið frá Skipulags- og byggingarnefnd frá 9. júní 2005. 
Byggðarráð samþykkir afgreiðslu skipulags- og bygginganefndar.
 
 
 
7.
Tilboð í bryggjukrana Sauðárkrókshöfn
 
 
Mál nr. SV050080
 
 
Erindi tilkomið frá Samgöngunefnd 9. júní 2005
Byggðarráð samþykkir að gengið verði að tilboðinu.
 
Lagt fram
 
8.
Malbikun á syðsta hluta Spítalastígs
 
 
Mál nr. SV050079
 
 
Bréf frá Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki, dagsett 1. júní 2005 varðandi malbikun á syðsta hluta Spítalastígs.
Byggðarráð vísar erindinu til umsagnar umhverfis- og tæknisviðs.
 
 
 
9.
Tilboð vegna lands neðan þjóðvegar við Ásgarð
Erindi frá Sveini Ragnarssyni 
 
Mál nr. SV050028
 
020969-3349 Sveinn Ragnarsson, Nátthagi 5, 551 Sauðárkrókur
 
Lagðar fram álitsgerðir skipulags- og byggingarnefnar og landbúnaðarnefndar að beiðni byggðarráðs frá 10. maí 2005.
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins.
 
 
 
 
10.
Vélhjólaklúbbur Skagafjarðar - aksturskeppni
 
 
Mál nr. SV050086
 
 
Lagt fram bréf þar sem óskað er leyfis til að halda aksturskeppni vélhjóla á Sauðárkróki dagana 17.-18. júní 2005.  Keppt verður í fimm greinum víða á Sauðárkróki.
Byggðarráð samþykkir að veita leyfi til notkunar á þeim svæðum sem tilheyra sveitarfélaginu.
 
Lagt fram til kynningar
 
11.
Dagur borgaravitundar og lýðræðis 2005
 
 
Mál nr. SV050090
 
 
Bréf frá menntamálaráðuneyti, dagsett 31. maí 2005, um dag borgaravitundar og lýðræðis 2005.  Tilmælum beint til leik-, grunn- og framhaldsskóla og æskulýðssamtaka að 12. október 2005 verði sérstaklega helgaður þessu verkefni.
 
Erindi til afgreiðslu
 
12.
Beiðni um styrk v. ævisögu Stephans G.
 
 
Mál nr. SV050088
 
 
Erindi frá Viðari Hreinssyni um styrk til að þýða verk sitt, ævisögu Stephans G. yfir á ensku.
Byggðarráð fagnar þessu framtaki, en sér sér ekki fært að veita frekari styrkt til ritunar ævisögu Stephans G. Stephanssonar.
 
 
 
13.
Félagsheimilið Skagasel - endurnýjun gistingarleyfis
 
 
Mál nr. SV050085
 
 
Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 7. júní 2005 þar sem óskað er umsagnar um umsókn Félagsheimilisins Skagasels um endurnýjun á leyfi til að selja gistingu í félagsheimilinu.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
 
 
 
14.
Skarðsá beiðni um leigutöku
 
 
Mál nr. SV050089
 
 
Erindi tilkomið frá Landbúnaðarnefnd vegna umsóknar Ingva Sigfúsonar o.fl um land til leigu undir sumarhús í landi Skarðsár.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir að fá Ingva á fund byggðaráðs til viðræðu.
 
Lagt fram
 
15.
Veiðifélag Miklavatns og Fjótaár
 
 
Mál nr. SV050092
 
 
Lagt fram aðalfundarboð veiðifélagsins, fundurinn verður í Félagsheimilinu Ketilási 19. júní 2005,
Byggðarráð samþykkir að formaður landbúnaðarnefndar sæki fundinn.
 
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 12:30
Margeir Friðriksson , ritari fundargerðar