Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
1.Umsókn um styrk vegna Jónsmessuhátíð 2012
Málsnúmer 1206152Vakta málsnúmer
2.Ósk um að bjóða í raforkukaup sveitarfélagsins
Málsnúmer 1206151Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur frá HS Orku ehf, þar sem fyrirtækið lýsir áhuga sínum á gera sveitarfélaginu tilboð í raforkukaup þess. Byggðarráð tekur vel í erindið og felur sveitarstjóra að vera í sambandi við HS Orku um málið, jafnframt óskar byggðarráð eftir því að sveitarstjóri geri verðsamanburð við aðra orkusala.
3.Snjóflóðaeftirlit á skíðasvæðum
Málsnúmer 1206005Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur frá Veðurstofu Íslands um ábendingar til rekstraraðila skíðasvæða um þörf á gerð áætlana um eftirlit, viðbúnað og aðgerðir vegna snjóflóðahættu á skíðasvæðum. Vinnu við hættumati í Tindastóli er ekki lokið, en unnið er að því að koma út drögum að skýrslu í sumar. Ekki er mikil snjóflóðahætta við lyftur á svæðinu en sitt hvoru megin eru snjóflóðafarvegir sem þarf að hafa eftirlit með.
4.Keldudalur Leifshús-Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis
Málsnúmer 1206039Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Kristínar Ólafsdóttur um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Keldudal, Leifshús, 551 Sauðárkrókur. Sumarhús - gististaður flokkur III.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
5.Rekstrarupplýsingar 2012
Málsnúmer 1205003Vakta málsnúmer
Lagðar fram til kynningar upplýsingar um rekstur sveitarfélagsins og stofnana fyrir tímabilið janúar-apríl 2012. Einnig yfirlit yfir skatttekjur og launakostnað fyrir tímabilið janúar-maí 2012.
6.Glaumbær II 146034 - Tilkynning um aðilaskipti að landi
Málsnúmer 1206076Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar tilkynning frá sýslumanninum á Sauðárkróki um aðilaskipti á jörðinni Glaumbæ II, landnúmer 146034. Seljendur eru Arnór Gunnarsson og Ragnheiður Sövik. Kaupendur eru Þorbergur Gíslason og Birna Valdimarsdóttir.
7.Afrit af áskorun um greiðslu skuldabréfs
Málsnúmer 1206149Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar, afrit af áskorun stjórnar Eyvindastaðarheiðar ehf. til Upprekstrarfélags Eyvindastaðaheiðar ehf., um greiðslu á gjaldföllnum afborgunum skuldabréfs.
8.Aðstoðarbeiðni vegna tjaldsvæða við mótshald 2012
Málsnúmer 1206177Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá Knattspyrnudeild Tindastóls vegna beiðni um aðstoð vegna tjaldsvæða við mótshald 2012. Byggðarráðs samþykkir að leggja til snyrtiaðstöðu á tjaldsvæðum í tengslum við Landsbankamót og Króksmót.
Fundi slitið - kl. 10:07.
Lagt fram bréf frá Kristjáni Jónssyni formanni Jónsmessuhátíðarnefndar á Hofsósi, þar sem hann óskar eftir styrk frá sveitarfélaginu vegna kostnaðar við hátíðina. Samþykkt að veita kr.300.000,- líkt og undanfarin ár, af lið 21890.