Fara í efni

Snjóflóðaeftirlit á skíðasvæðum

Málsnúmer 1206005

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 595. fundur - 14.06.2012

Lagður fram tölvupóstur frá Veðurstofu Íslands um ábendingar til rekstraraðila skíðasvæða um þörf á gerð áætlana um eftirlit, viðbúnað og aðgerðir vegna snjóflóðahættu á skíðasvæðum. Vinnu við hættumati í Tindastóli er ekki lokið, en unnið er að því að koma út drögum að skýrslu í sumar. Ekki er mikil snjóflóðahætta við lyftur á svæðinu en sitt hvoru megin eru snjóflóðafarvegir sem þarf að hafa eftirlit með.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 186. fundur - 19.06.2012

Frístundastjóri kynnir bréf til rekstraraðila skíðasvæða frá Veðurstofu Íslands þar sem bent er á að árið 2009 hafi tekið gildi reglugerð 636/2009 um hættumat vegna snjóflóða á skíðasvæðum. Skv 14. grein reglugerðarinnar er rekstraraðila skylt að vinna áætlun um eftirlit, viðbúnað og aðgerðir vegna snjóflóðahættu og skuli hún samþykkt af viðkomandi sveitarstjórn að fengnu áliti Veðurstofu Íslands. Unnið er að gerð hættumats í Tindastóli en ekki er talin mikil snjóflóðahætta við lyftur þar. Einhver kostnaður fylgir því að koma á skipulögðu eftirliti. Nefndin felur Frístundastjóra að fylgjast með framvindu málsins.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 291. fundur - 27.06.2012

Afgreiðsla 595. fundar byggðaráðs staðfest á 291. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 291. fundur - 27.06.2012

Afgreiðsla 186. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 291. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.