Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Fundur 309 - 21. júní 2005
Ár 2005, þriðjudaginn 21. júní kl. 10:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
Fundinn sátu:
Fundarritari var
Lagt fram | |||
1. | Bygging á nýju fjölbýlishúsi við Sauðármýri | Mál nr. SV050072 |
Jón Karlsson kom til fundar og upplýsti byggðarráð um stöðu mála varðandi byggingu nýs fjölbýlishúss fyrir eldri borgara við Sauðármýri.
2. | Skarðsá beiðni um leigutöku | Mál nr. SV050089 |
Ingvi Sigfússon og Sigfús Snorrason komu til fundarins og greindu frá hugmyndum sínum um uppbyggingu og starfsemi í landi Skarðsár. Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að vinna áfram að málinu m.a. við skipulagningu svæðisins. Einar Einarsson leggur fram eftirfarandi bókun: #GLUndirritaður vill undirstrika áður gerða bókun í Landbúnaðarnefnd um að landið verði skipulagt og skilgreint til hvers eigi að nýta það í framtíðinni. Í framhaldi af því verði ekki leigt land til sumarhúsabyggða heldur yrði það land sem skipulagt væri fyrir sumarhús auglýst til sölu en fyrir liggur að mikill áhugi er á kaupum á þessu landi#GL.
Lagt fram til kynningar | |||
3. | Dragnótaveiðar á Skagafirði | Mál nr. SV050095 |
Byggðarráð felur sveitarstjóra að kanna málið frekar.
Lagt fram | |||
4. | Fjárhagsskema 01.01.05 - 31.05.05 | Mál nr. SV050097 |
Lagt fram til kynningar.
5. | Greinargerð vegna tölvumála Árskóla | Mál nr. SV050098 |
Byggðarráð samþykkir að fela tölvuumsjónarmanni að gera heildarúttekt á tölvutækjaþörf grunnskóla sveitarfélagsins og hagkvæmni heildarsamnings um rekstur og þjónustu.
Lagt fram til kynningar | |||
6. | Norræn heilsuráðstefna 2005 | Mál nr. SV050093 |
Erindið lagt fram til kynningar.
Erindi til afgreiðslu | |||
7. | Vínveitingaleyfi f. Ferðaþjónustuna Bakkaflöt | Mál nr. SV050099 |
Byggðarráð samþykkir umsóknina.
Lagt fram | |||
8. | Vínveitingaleyfi fyrir Gesti og gangandi ehf | Mál nr. SV050100 |
Byggðarráð samþykkir umsóknina.
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 12:00