Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

310. fundur 05. júlí 2005
Fundur  310 - 5. júlí 2005
Ár 2005, þriðjudaginn 5. júlí kl. 10:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
           
Fundinn sátu:      
Bjarni Jónsson, Gísli Gunnarsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Fundarritari var Margeir Friðriksson

Lagt fram til kynningar
1. Framlag vegna sérþarfa fatlaðra
   Mál nr. SV050104
Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dagsett 30. júní 2005 þar sem tilkynnt er um endanlega úthlutun framlags vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum fjárhagsárið 2005.  Endanlegt framlag til sveitarfélagsins er kr. 8.900.000.
 

2. Vegna ársreiknings 2004
   Mál nr. SV050103
Lagt fram bréf frá félagsmálaráðuneytinu, dagsett 29. júní 2005 varðandi skil á ársreikningi ársins 2004.

Lagt fram
3. Auglýsing til sveitarstjórna um úthlutun byggðakvóta
   Mál nr. SV050084
Lögð fram umsókn Sveitarfélagsins Skagafjarðar um byggðakvóta fiskveiðiárið 2005-2006.
Sótt er um byggðakvóta fyrir Hofsós, Selvík og Haganesvík.
 
4. Greinargerð um tölvumál grunnskóla sveitarfélagsins
   Mál nr. SV050098
Lögð fram úttekt Jóhanns Friðrikssonar, umsjónarmanns tölvumála um þörf á endurnýjun á tölvubúnaði grunnskólanna í sveitarfélaginu.
Byggðarráð samþykkir að endurnýja tölvubúnað grunnskólanna og ganga að tilboði Nýherja hf. og leigutími sé fjögur ár.
 
5. Sorpförgun fyrir Norðurland vestra. Tillaga að matsáætlun
   Mál nr. SV050102
Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun, dagsett 22. júní 2005 þar sem óskað er umsagnar um tillögu að matsáætlun ofangreindrar framkvæmdar skv. 2.mgr., 8.gr. laga nr. 106/2000 og 15.gr. reglugerðar nr. 671/2000 um mat á umhverfisáhrifum.   Tillagan er vistuð á heimasíðu sveitarfélagsins.  Sjá Gagnabanki og slóðina: http://www.skagafjordur.is/upload/files/Sorp#PR20Nord#PR20tillaga#PR20að#PR20matsáætlun#PR2025.06.05.pdf
Byggðarráð samþykkir að óska eftir fresti til að gefa umsögn um tillöguna.
 
6. Útboð - Laugatún og Iðutún
   Mál nr. SV050101
Lögð fram greinargerð frá Stoð ehf.  um opnun tilboða í gatnagerðarframkvæmdir við Laugatún og Iðutún.  Sex tilboð bárust, þar af tvö frávikstilboð.  Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á kr. 22.527.900.  Eftirfarandi tilboð bárust: S.E. verktakar ehf kr. 22.862.770, Króksverk ehf. kr. 22.504.500, Vinnuvélar Símonar Skarphéðinssonar ehf. kr. 21.651.600, Fjörður ehf. kr. 21.486.250, S.E. verktakar ehf. - frávikstilboð kr. 18.890.640, Króksverk ehf. - frávikstilboð kr. 16.491.036.
Byggðarráð samþykkir að ganga að frávikstilboði Króksverks ehf að upphæð kr. 16.491.036.
 
7. Fundargerðir nefnda
   Mál nr. SV050105
Lögð fram fundargerð félags- og tómstundanefndar frá 28. júní 2005.  Fundargerðin er í 8 liðum. Einnig lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra í 3 liðum.
Fundargerðirnar samþykktar. Gísli Gunnarsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu liða 6 og 7 í fundargerð félags- og tómstundanefndar.

Önnur mál
8. Fundur með iðnaðarráðherra 6. júlí 2005
   Mál nr. SV050106
Rætt um fyrirhugaðan fund með iðnaðarráðherra.
Samþykkt að byggðarráð sæki fundinn ásamt Áskeli Heiðari Ásgeirssyni sviðsstjóra markaðs- og þróunarsviðs.
Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs kom inn á fundinn undir þessum lið.

Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 11:45
Margeir Friðriksson, ritari fundargerðar
Bjarni Jónsson, Gísli Gunnarsson  Gunnar Bragi Sveinsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir