Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

311. fundur 22. júlí 2005
 
Fundur  311 - 22. júlí 2005
 
Ár 2005, föstudaginn 22. júlí kl. 10:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
           
Fundinn sátu:      
Bjarni Jónsson, Gísli Gunnarsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
 
Fundarritari var Margeir Friðriksson
 
 
Lagt fram til kynningar
 
1.
Sjóvarnir við Haganesvík o.fl.
 
 
Mál nr. SV050109
 
Lagt fram afrit af bréfi dagsett 13. júlí 2005 frá Skipulagsstofnun til Siglingastofnunar um sjóvarnir við Haganesvík, við Hraun í Fljótum og Hraun á Skaga.  Ákvörðun um matsskyldu.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til samgöngunefndar.
 
 
 
2.
Endurmat sumarbústaða og sumarbústaðalóða
 
 
Mál nr. SV050110
 
Bréf frá Fasteignamati ríkisins um endurmat sumarbústaða og sumarbústaðalóða, dagsett 5. júlí 2005.
 
 
 
3.
Korná - tilkynning um sölu á jörð
 
 
Mál nr. SV050111
 
Tilkynning dagsett 11. júlí 2005, um sölu á jörðinni Korná í Skagafirði skv. 10. gr. Jarðarlaga nr. 81 frá 9. júní 2004. Landnúmer 146184.
 
Erindi til afgreiðslu
 
4.
Hjálparliðasjóður Sjálfsbjargar
 
 
Mál nr. SV050112
 
Umsókn um styrk
Byggðarráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 20.000.  Fjármunir teknir af málaflokki 21400.
 
Lagt fram til kynningar
 
5.
Varðandi greiðslur launa í námsleyfi kennara
 
 
Mál nr. SV050115
 
Lagt fram bréf frá Kennarasambandi Íslands varðandi greiðslur launa í námsleyfi kennara.
 
 
 
6.
Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfél. í Skagaf.
 
 
Mál nr. SV050116
 
Lagt fram bréf frá Félagsmálaráðuneytinu dagsett 21. júní 2005, varðandi reglur um fjárhagslega aðstoð til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga. 
 
 
 
7.
Ákvæði laga um jafna stöðu og rétt karla og kvenna
 
 
Mál nr. SV050117
 
Lagt fram bréf frá Félagsmálaráðuneytinu og Jafnréttisstofu dagsett 19. júní 2005, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.
 
 
Lagt fram
 
8.
Fundargerðir nefnda
 
 
Mál nr. SV050118
 
Lagðar fram fundargerðir Skipulags- og bygginganefndar; fundur 74 frá 22. júní 2005.  Fundargerðin er í 11 liðum.  Fundur 75 frá  23. júní 2005.  Fundargerðin er með einn dagskrárlið.  Fundur 76 frá 7. júlí 2005.  Fundargerðin er í 10 liðum.  Fundur 77 frá 13. júlí 2005. Fundargerðin er í sex liðum.
 
Byggðarráð samþykkir fundargerðirnar.  Bjarni Jónsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu 1. liðar í fundargerðum 7. og 13. júlí 2005.
 
 
Erindi til afgreiðslu
 
9.
Kaup á jörðinni Reykjum í Hjaltadal
Erindi frá Ástvaldi Jóhannessyni varðandi kaup á jörðinni Reykjum í Hjaltadal 
 
Mál nr. SV050027
 
250860-3159 Ástvaldur Jóhannesson, Reykir, 551 Sauðárkrókur
 
Tekið fyrir að nýju erindi frá Ástvaldi Jóhannessyni varðandi kaup á jörðinni Reykjum í Hjaltadal.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við söluna, enda muni samningur frá 21. október 1980 við Hitaveitu Hjaltadals halda áfram gildi sínu þrátt fyrir söluna.
 
 
 
10.
Umsögn um umsókn Torfa Ólafssonar
 
 
Mál nr. SV050119
 
Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki dagsett 4. júlí 2005, varðandi umsögn um umsókn Torfa Ólafssonar um leyfi til að reka gistingu í íbúðarhúsnæðinu að Skarði við Tindastól.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
 
 
Lagt fram
 
11.
Brimnesskógar
 
 
Mál nr. SV050120
 
Lagt fram bréf frá félaginu Brimnesskógar dagsett 3. júlí 2005, um heimild til að fá til afnota land til skógræktar í landi Ásgarðs, Viðvíkurseit.
Byggðarráð samþykkir að bjóða fulltrúum Brimnesskóga á fund um erindið.
 
Fyrirspurn
 
12.
Ásgarðsland
 
 
Mál nr. SV050108
 
Erindi frá Sigurði S. Ingólfssyni dagsett 12. júlí 2005 varðandi kaup eða leigu á 25 hektara landi úr Ásgarðslandi eða nágrenni.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ræða við Sigurð og afla frekari upplýsinga um áform hans.
 
Lagt fram
 
13.
Ásgarðsland - Bréf Guðríðar Magnúsd
 
 
Mál nr. SV050124
 
Lagt fram erindi frá Guðríði Magnúsdóttur dagsett 23. júní 2005 varðandi kaup eða leigu á Ásgarðslandi.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ræða við Guðríði um erindið.
 
 
 
14.
Tilboð vegna lands neðan þjóðvegar við Ásgarð
Erindi frá Sveini Ragnarssyni 
 
Mál nr. SV050028
 
020969-3349 Sveinn Ragnarsson, Nátthagi 5, 551 Sauðárkrókur
 
Erindið áður á dagskrá 14. júní 2005 um kaup á hluta úr Ásgarðslandi.
Byggðarráð tekjur jákvætt í erindið en telur nauðsynlegt í tilefni dagskrárliða 11-14 að landsvæðið allt verði skipulagt.
 
Lagt fram til kynningar
 
15.
Kjalvegur, hálendisvegur milli Norður- og Suðurlands
 
 
Mál nr. SV050123
 
Bréf frá Norðurvegi ehf, dagsett 19. júlí 2005 í tengslum við heilsársveg yfir Kjöl.
 
 
 
16.
Sjávarleður - Ársreikningur 2004
 
 
Mál nr. SV050122
 
Lagður fram ársreikningur Sjávarleðurs hf, fyrir árið 2004.
 
 
 
17.
Úrskurður um örnefnið Geitagerði