Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Fundur 313
16. ágúst 2005
Ár 2005, þriðjudaginn 16. ágúst kl. 10:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
Fundinn sátu:
Bjarni Jónsson, Gísli Gunnarsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Auk þess sátu fundinn Ársæll Guðmundsson og Margeir Friðriksson
Erindi frá Sjóskip ehf. um framtíðaruppbyggingu fiskverkunar á Hofsósi. Viggó Jón Einarsson kom á fundinn til viðræðu.
Byggðarráð lýsir ánægju með fyrirhugaða uppbyggingu fyrirtækisins á Hofsósi.
Lagt fram rekstraryfirlit sveitarfélagsins fyrstu sjö mánuði ársins 2005.
Bréf dagsett 12. júlí 2005 frá bæjarstjóranum í Bari á Ítalíu, þar sem hann kynnir vilja sinn til að vinna að auknum samskiptum og samstarfi á milli sveitarfélaganna.
Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu dagsett 8. ágúst 2005, um gjaldtöku vegna ferðaþjónustu fatlaðra og reglur þar að lútandi.
Byggðarráð vísar erindinu til félags- og tómstundanefndar.
Lögð fram fundargerð Umhverfisnefndar frá 9. ágúst 2005. Fundargerðin er í þremur liðum.
Byggðarráð samþykkir fundargerðina.
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 11:27
Margeir Friðriksson , ritari fundargerðar
16. ágúst 2005
Ár 2005, þriðjudaginn 16. ágúst kl. 10:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
Fundinn sátu:
Bjarni Jónsson, Gísli Gunnarsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Auk þess sátu fundinn Ársæll Guðmundsson og Margeir Friðriksson
Fundarritari var Margeir Friðriksson
Erindi til afgreiðslu | |||
1. | Erindi frá Sjóskip ehf | Mál nr. SV050144 |
Erindi frá Sjóskip ehf. um framtíðaruppbyggingu fiskverkunar á Hofsósi. Viggó Jón Einarsson kom á fundinn til viðræðu.
Byggðarráð lýsir ánægju með fyrirhugaða uppbyggingu fyrirtækisins á Hofsósi.
Lagt fram til kynningar | |||
2. | Byggðarráð - rekstur 01-07 050812 | Mál nr. SV050147 |
Lagt fram rekstraryfirlit sveitarfélagsins fyrstu sjö mánuði ársins 2005.
3. | Il Sindaco di Bari | Mál nr. SV050142 |
Bréf dagsett 12. júlí 2005 frá bæjarstjóranum í Bari á Ítalíu, þar sem hann kynnir vilja sinn til að vinna að auknum samskiptum og samstarfi á milli sveitarfélaganna.
4. | Gjaldtaka sveitarfélaga vegna ferðaþjónustu fatlaðra | Mál nr. SV050148 |
Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu dagsett 8. ágúst 2005, um gjaldtöku vegna ferðaþjónustu fatlaðra og reglur þar að lútandi.
Byggðarráð vísar erindinu til félags- og tómstundanefndar.
Lagt fram | |||
5. | Umhverfisnefnd 9. ágúst 2005 | Mál nr. SV050149 |
Lögð fram fundargerð Umhverfisnefndar frá 9. ágúst 2005. Fundargerðin er í þremur liðum.
Byggðarráð samþykkir fundargerðina.
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 11:27
Margeir Friðriksson , ritari fundargerðar
Bjarni Jónsson | |
Gísli Gunnarsson | Gunnar Bragi Sveinsson |
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir |