Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

313. fundur 16. ágúst 2005
Fundur  313
16. ágúst 2005
 
Ár 2005, þriðjudaginn 16. ágúst kl. 10:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
           
Fundinn sátu:      
Bjarni Jónsson, Gísli Gunnarsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Auk þess sátu fundinn Ársæll Guðmundsson og Margeir Friðriksson
 

Fundarritari var Margeir Friðriksson

 
 
Erindi til afgreiðslu
 
1.
Erindi frá Sjóskip ehf
 
 
Mál nr. SV050144
 
 
Erindi frá Sjóskip ehf. um framtíðaruppbyggingu fiskverkunar á Hofsósi.  Viggó Jón Einarsson kom á fundinn til viðræðu.
Byggðarráð lýsir ánægju með fyrirhugaða uppbyggingu fyrirtækisins á Hofsósi.
 
 
Lagt fram til kynningar
 
2.
Byggðarráð - rekstur 01-07 050812
 
 
Mál nr. SV050147
 
 
Lagt fram rekstraryfirlit sveitarfélagsins fyrstu sjö mánuði ársins 2005.
 
 
 
 
3.
Il Sindaco di Bari
 
 
Mál nr. SV050142
 
 
Bréf dagsett 12. júlí 2005 frá bæjarstjóranum í Bari á Ítalíu, þar sem hann kynnir vilja sinn til  að vinna að auknum samskiptum og samstarfi á milli sveitarfélaganna.
 
 
 
 
4.
Gjaldtaka sveitarfélaga vegna ferðaþjónustu fatlaðra
 
 
Mál nr. SV050148
 
 
Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu dagsett 8. ágúst 2005, um gjaldtöku vegna ferðaþjónustu fatlaðra og reglur þar að lútandi.
Byggðarráð vísar erindinu til félags- og tómstundanefndar.
 
 
Lagt fram
 
5.
Umhverfisnefnd 9. ágúst 2005
 
 
Mál nr. SV050149
 
 
Lögð fram fundargerð Umhverfisnefndar frá 9. ágúst 2005.  Fundargerðin er í þremur liðum.
Byggðarráð samþykkir fundargerðina.
 
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 11:27
Margeir Friðriksson , ritari fundargerðar
 
Bjarni Jónsson
Gísli Gunnarsson
Gunnar Bragi Sveinsson
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir